Undirbúningur fyrir Norðurlandaráðsþing og úrslitaleikur í Bestu deildinni Undirbúningur fyrir Norðurlandaráðsþing er í fullum gangi og verða til að mynda víðtækar götulokanir í miðborg Reykjavíkur frá morgundeginum og fram á miðvikudag. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27.10.2024 18:00
Óheppileg birting einkaskilaboða og æsispennandi úrslitaleikur Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hann segir þó ekki óvenjulegt að hvatt sé til að umdeildir frambjóðendur séu strokaðir út. 27.10.2024 11:44
Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. 25.10.2024 07:03
Hlær að töfralausnum í dreifingu við of háu kortisóli Undanfarna mánuði hafa heilsufarsgúrúar á samfélagsmiðlum kennt of miklu kortisóli um hina ýmsu kvilla, allt frá síþreytu yfir í bólgur í andliti. Lausnina segja þeir í neyslu ýmissa náttúrulyfja. Innkirtlalæknir segir þetta rugl. 22.10.2024 10:39
Ásmundur og Ólöf ræða stöðuna á Stuðlum og framboðslistar Sjálfstæðisflokksins Ekkert fæst gefið upp um eldsupptök í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést í gær. Barnamálaráðherra og forstjóri Barna- og fjölskyldustofu koma í myndver til að ræða stöðuna í málaflokknum. 20.10.2024 18:10
Starfsmaðurinn ekki í lífshættu og barátta um annað sætið í Kraganum Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu. 20.10.2024 11:38
Stjórnlaus rasismi og spenna í Kraganum Leigubílstjóri, innflytjandi frá Afganistan, varð fyrir árás í starfi í mánuðinum. Hann segist merkja skarpa breytingu, nú sé rasisminn nær stjórnlaus og hann er hræddur fyrir hverja vakt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 19.10.2024 18:09
Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19.10.2024 17:53
Frestun sölu Íslandsbanka jákvæð fyrir markaðinn Ákveðið var í gær að slá sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka á frest. Greinandi segir þessa ákvörðun hafa jákvæð áhrif á markaðinn. 19.10.2024 13:53
Vendingar í pólitíkinni og áhrif frestunar bankasölu á markaðinn Varaformaður Samfylkingarinnar er hættur við að bjóða sig fram í oddvitasæti flokksins í Kraganum vegna „tímabundinna heilsufarsástæðna“. Formaður Framsóknar óttast ekki að detta út af þingi þrátt fyrir að hafa gefið eftir oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Við förum yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttunum. 19.10.2024 11:40