Þrír handteknir eftir tilraun til að rukka skuld með ofbeldi Lögregla var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna átaka í heimahúsi en í ljós kom að þar höfðu þrír einstaklingar komið að til að rukka skuld með ofbeldi. 21.8.2024 06:23
Herinn endurheimti lík sex gísla á Gasa í nótt Ísraelsher endurheimti lík sex gísla í aðgerðum á Gasa í nótt. Fimm gíslanna voru yfir 50 ára gamlir og þrír áttu ættingja sem var sleppt á meðan vopnahléi stóð í nóvember síðastliðnum. 20.8.2024 08:47
Skoða mál þar sem fólk fékk ekki greitt uppsafnað orlof Stéttarfélagið Sameyki hefur til skoðunar mál þar sem starfsmönnum Reykjavíkurborgar var neitað um að fá orlof greitt aftur í tímann. 20.8.2024 07:42
„Ég gaf ykkur mitt besta“ „Ég gerði mörg mistök á ferli mínum en ég gaf ykkur mitt besta,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann steig á svið á landsþingi Demókrataflokksins í gærkvöldi. 20.8.2024 07:05
Stjórnvöld virkja neyðarúrræði vegna yfirfullra fangelsa Stjórnvöld á Englandi hafa virkjað neyðarúrræði vegna plássleysis í fangelsum landsins, sem hafa löngum verið yfirfull en eru nú komin að þolmörkum vegna óeirða síðustu vikna. 19.8.2024 08:05
Blinken segir komið að ögurstundu í samningaviðræðunum Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir komið að ögurstundu í friðarviðræðum Ísrael og Hamas og nú sé mögulega lokatækifærið til að semja um lausn gíslanna sem Hamas tóku fanga í árásum sínum 7. október síðastliðinn. 19.8.2024 07:20
Segir Trump mögulega munu tapa ef hann breytir ekki um stefnu Repúblikaninn Lindsey Graham segir Donald Trump eiga á hættu að tapa forsetakosningunum ef hann haldi áfram að ögra og eggja í stað þess að eiga málefnalegar umræður. 19.8.2024 06:54
Rússar saka Nató og Vesturlönd um aðild að áhlaupi Úkraínumanna Nikolai Patrushev, einn talsmanna stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við dagblaðið Izvestia í gær að Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd hefðu átt þátt í skipulagningu áhlaups Úkraínumanna inn í Rússland. 16.8.2024 08:29
Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. 16.8.2024 07:32
Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. 16.8.2024 06:52