Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. 22.7.2024 12:09
Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. 22.7.2024 11:14
Viðvörun gefin út í Kerala á Indlandi vegna Nipah-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í Kerala á Indlandi hafa gefið út viðvörun eftir að 14 ára drengur lést af völdum Nipah-veirunnar. Um það bil 60 eru sagðir hafa orðið útsettir fyrir smiti. 22.7.2024 08:55
Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. 22.7.2024 08:16
Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. 22.7.2024 07:25
Þjófnaðir í matvöruverslunum og óvelkominn gestur Lögreglu bárust þrjár tilkynningar tengdar matvöruverslunum í gærkvöldi og nótt en í tveimur tilvikum var um að ræða þjófnað. Áttu þeir sér stað í hverfum 105 og 220. 22.7.2024 07:04
Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. 22.7.2024 06:40
Bretar hefja aftur greiðslur til UNRWA Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja aftur greiðslu fjárframlaga til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). 19.7.2024 11:57
Óeirðir brutust út í Leeds þegar flytja átti börn í fóstur Óeirðir brutust út í Harehills í Leeds á Englandi í gær eftir að yfirvöld komu og sóttu börn sem flytja átti í fóstur. Lögreglubifreið var meðal annars velt á hliðina og kveikt í strætisvagni. 19.7.2024 10:35
Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19.7.2024 08:35