Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nefnir legó­keppni sem mögu­legt ráð við vanda drengja

„Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“

Krefur úr­skurðar­nefnd upp­lýsinga­mála um upp­lýsingar

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um stöðu og fjölda mála hjá henni. Þá gagnrýnir umboðsmaður að málsmeðferðartími nefndarinnar hafi ekki verið lengri í átta ár en úrskurðum hefur einnig fækkað töluvert undanfarin ár. 

Lést af náttúru­legum or­sökum

Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 

Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skóla­slit

Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. 

Þrír liggja undir grun en eru lík­legast komnir úr landi

Mennirnir þrír sem voru handteknir á laugardaginn og yfirheyrðir vegna kynferðisbrots sem er sagt tengjast grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq sæta ekki farbanni vegna málsins. Allir þrír hafa þó stöðu sakbornings í málinu og liggja þar af leiðandi allir undir grun um kynferðisbrot.

Gróðureldar villa um fyrir Veður­stofunni

„Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“

Skrifaði á sig í gríð og erg og fær engar bætur eftir upp­sögn

Maður sem var sagt upp störfum fær ekki greiddar bætur fyrir fyrstu tvo mánuðina eftir uppsögn en það er vegna þess að hann átti sjálfur sök á því að vera sagt upp. Maðurinn hafði fengið fjölda áminninga í starfi en jafnframt voru vöruúttektir hans ekki rétt skráðar.

Settu af stað um­bóta­á­ætlun sem skilaði ekki árangri

„Við settum af stað ákveðna umbótaáætlun og hún hefur ekki skilað þeim árangri sem ég hafði séð fyrir að myndi gerast. Að sjálfsögðu fer ég í það mál sem ráðherra og það á ekki að líðast að það séu svo miklar tafir á málaferlum.“

Sjá meira