Fréttir

Fréttamynd

Iðuhúsið auglýst til útleigu á ný

Iðuhúsið við Lækjargötu í Reykjavík var auglýst til útleigu á mánudag. Sparifélagið, sem hyggst hefja rekstur hins svokallaða Sparibanka á næsta ári, hefur húsið á leigu en reynir nú að losna undan samningnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fá tæpar 4 milljónir í bætur frá olíufélögum

Búið er að ganga frá samkomulagi á milli þriggja olíufélaga og hátt í hundrað einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er upphæðin tæpar fjórar milljónir króna og skiptist jafnt á milli olíufélaganna Olís, Skeljungs og gamla Esso.

Innlent
Fréttamynd

Ágætis byrjun fyrir sex vikna

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mætti í gær á heilsugæsluna í Miðbæ í Reykjavík til að kynna norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir nýbökuðum foreldrum sem þangað komu með börn sín í sex vikna skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Nýtanleg orka líklega virkjuð næstu fimmtán til tuttugu ár

Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

120.000 króna rafmagnsreikningur

Íbúar á Bíldudal eru ósáttir vegna svimandi hárra rafmagnsreikninga sem þeim er gert að greiða um næstu mánaðamót. Jón Hákon Ágústsson, íbúi á Bíldudal, er vanur að borga um 55 þúsund krónur mánaðarlega fyrir hita og rafmagn en fékk aflestrarreikning upp á 120 þúsund krónur fyrir næstu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Veiðar með ljósvörpu að hefjast

Frumgerð togvörpu þar sem laserljós kemur í stað áþreifanlegs garns er tilbúin. Tilraunaveiðar hefjast áður en langt um líður og lofi þær góðu verður athugað hvort hægt verði að fara í framleiðslu, eða hvort frekari tilraunaveiðar séu nauðsynlegar.

Innlent
Fréttamynd

Varðskipi fagnað með fallbyssuskoti

Þór, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði í gær í fyrsta sinn að íslenskri bryggju í höfninni í Vestmannaeyjum. Var skipinu vel fagnað af heimamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Bönkum gert að tryggja sig betur

„Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni.

Erlent
Fréttamynd

Axarárás fer fyrir hæstarétt

Mál mannsins sem réðst inn á heimili skopteiknarans Kurt Westergaard á nýársdag í fyrra fer fyrir hæstarétt eftir úrskurð áfrýjunarnefndar í gær. Muhudiin Mohamed Geele hefur þegar verið fundinn sekur um hryðjuverk og morðtilraun í neðri dómsstigum og var dæmdur í tíu ára fangelsi í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Í stóru viðtali við Hello!

Frægðarsól Fredriks Kristjáns Jónssonar Ferrier heldur áfram að rísa í Bretlandi. Breska tímaritið Hello! fjallar um ferðalag hans og kærustunnar til New York og lúxuslífsstíl raunveruleikaþátta- stjörnunnar.

Lífið
Fréttamynd

Tveir með stöðu grunaðs í lífeyrissvikamáli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt komin með rannsókn sína á máli þar sem í ljós kom að Tryggingastofnun hafði haldið áfram að greiða út ellilífeyri á bankareikning konu í tíu ár eftir að hún lést úti í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Fylgdarþjónusta notar myndir af Ásdísi Rán

„Blessaður vertu, fólkið í Búlgaríu er ekki jafn þröngsýnt og á Íslandi, það myndi enginn trúa því að þetta væri ég hérna úti,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, ofurfyrirsæta í Búlgaríu.

Innlent
Fréttamynd

Rekstrarhorfur bankanna að batna - Fréttaskýring

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, birtu hálfsársuppgjör sín í síðasta mánuði. Rétt eins og síðustu misseri skiluðu bankarnir talsverðum hagnaði á fyrri hluta ársins. Þó nokkur hluti hagnaðar bankakerfisins skýrist hins vegar áfram af óreglulegum tekjum en arðsemi af grunnrekstri hefur batnað hjá Landsbankanum og Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innbrotafaraldur í Þorlákshöfn

Innbrotafaraldur hefur geisað í Þorlákshöfn undanfarnar helgar. Að sögn lögreglunnar á Selfossi, sem rannsakar málin, virðast þau tengjast. Íbúarnir ræða nú nauðsyn þess að koma upp eftirlitsmyndavélum á hringtorgi við bæinn og vegum sem liggja að honum.

Innlent
Fréttamynd

Tal vill jákvæða mismunun áfram

Ef Tal fær að innheimta hærri lúkningargöld en samkeppnisaðilar þess er fyrirtækið vel rekstrarhæft og gæti verið með jákvætt eigið fé á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Viktor Ólason, forstjóri Tals. Tal hefur samtals tapað um 900 milljónum króna á síðustu þremur árum. Þar af nam tapið í fyrra 99 milljónum króna. Eigið fé Tals var neikvætt um síðustu áramót þrátt fyrir að nýir eigendur fyrirtækisins hafi sett 80 milljónir króna inn í nýtt eigið fé í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur

Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Hefur skapað afleitar samkeppnisaðstæður

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það niðurstöðu rannsóknar eftirlitsins að endurskipulagning fyrirtækja hafi ekki gengið nógu hratt og að bankarnir og aðrir sem að málinu koma þurfi að gera mun betur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kanna rekstur Arion banka á Pennanum

Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Pennanum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eignarhaldi bankans á Pennanum frekari skilyrði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frábiður sér hnýsni í kortafærslur

„Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar.

Innlent
Fréttamynd

Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans

Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pítsurisi í megaslag við lítinn Fiskikóng

„Ég er ekkert í stríði við þá en þeir eru greinilega í stríði við Fiskikónginn,“ segir Kristján Berg, sem rekur fiskbúðina Fiskikónginn á Sogavegi. Kristjáni barst í gær tölvupóstur frá starfsmanni Domino‘s sem fór fram á að Kristján hætti að auglýsa svokallaða Megafiskiviku svo ekki kæmi til frekari eftirmála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flæðir yfir hálendið og friðlýstar perlur

Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu.

Innlent
Fréttamynd

Áríðandi að tilkynna níðið strax

„Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi strax samband við lögreglu, sé minnsti grunur um að hryssum hafi verið misþyrmt.“ Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæti gegnt mikilvægu ráðgjafarhlutverki

Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Öldruðu drykkjufólki fjölgar

Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn.

Innlent