Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ

Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki

Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn.

Innlent
Fréttamynd

Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson

Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. 

Innlent
Fréttamynd

Kosningapartý, fjör og gleði

Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu.

Lífið
Fréttamynd

Mun byrja á því að ræða við Rósu

Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn sigurvegari á landsvísu

Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn að­eins spillt fyrir nætur­svefninum

Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi Fram­sóknar­flokksins

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum treystir þú?

Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn til fram­tíðar í Fjarða­byggð

Á laugardaginn ganga íbúar Fjarðabyggðar til kosninga og kjósa sér fulltrúa í bæjarstjórn til næstu fjögurra ára. Á undanförnum dögum og vikum höfum við, frambjóðendur Framsóknar í Fjarðabyggð, farið vítt og breitt um sveitarfélagið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru Hafn­firðingar, takk kær­lega fyrir mig!

Undanfarnar vikur hef ég farið út um allan bæ og hitt ykkur; hvort sem það hefur verið heimsókn í fyrirtæki, íþróttafélög eða félagasamtök, á fundum, á viðburðum eða á förnum vegi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að hitta ykkur og eiga góð og gagnleg samtöl um bæinn okkar og hvað við getum gert til að gera góðan bæ enn betri.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum og hlustum

Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi ungs fólks

Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks.

Skoðun