KSÍ

Fréttamynd

„Ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum“

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að hann og starfslið hans hafi þurft að þróa liðið hraðar en þau hafi óskað eftir. Hann segir aðstæðurnar krefjandi, og að ekki sé alltaf hægt að meta árangur út frá úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafnar full­yrðingum Arons Einars og kannast ekkert við af­skipti

Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn bauð sig fram gegn Vöndu til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir verður forrmaður bráðabirgðastjórnar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en engin mótframboð bárust í formannssætið. Aukaþing verður haldið næsta laugardag, en seinasti dagurinn til að bjóða sig fram var í gær.

Sport
Fréttamynd

Helga býður sig fram í stjórn KSÍ

Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál

Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafrún, Kjartan og Rán skoða viðbrögð KSÍ

Kjartan Björgvinsson héraðsdómari mun gegna formennsku í þriggja manna nefnd á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem ætlað er að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð Knattspyrnusambands Íslands vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Sport
Fréttamynd

Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann

„Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook.

Sport