Trúmál

Fréttamynd

Dóms­mál setur á­form Heidelberg í upp­nám

Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám.

Innlent
Fréttamynd

Jólaheimsóknir á að­ventunni

Nú styttist í aðventuna, undirbúningstíma jólanna. Ég er líkast til ekki að koma neinum stórkostlega á óvart þegar ég segi að ég hlakka mikið til jólanna. Ég er jólabarn. Hefðirnar, maturinn, samveran. Jólin fyrir mér, er þegar ég geng inn í kirkjuna um fimm leitið á aðfangadag að undirbúa mig fyrir aftansönginn. Jólin fyrir mér eru biðin eftir síðustu nótunni í forspili orgelleikarans svo að ég geti óskað söfnuðinum gleðilegra jóla.

Skoðun
Fréttamynd

Sagna­arfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina

Við lifum nú ögurtíma, þar sem áhugi okkar á því hver við erum sem mannkyn og hvernig við hugsum, munu skilgreina hvort við eigum framtíð á þessari jörð. Metsölubækur á borð við Sapienseftir Yuval Noah Harari, sem tekst á við manninn í sögulegu samhengi og á mörkum hugvísinda og náttúruvísinda, bera merki um slíkan áhuga.

Skoðun
Fréttamynd

Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og para­dísar­missir

Í samtímanum er áberandi sú afstaða til Biblíunnar að hún eigi ekki erindi, sökum þess að sögur hennar standist ekki sögulega eða vísindalega skoðun. Sú afstaða byggir á misskilningi á eðli Biblíunnar og þeirrar stórsögu sem Biblían segir, en Biblíusögur gera hvorki tilkall til að vera sagnfræði í nútíma skilningi né vísindi.

Skoðun
Fréttamynd

Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál

Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth.

Erlent
Fréttamynd

Sagna­arfur Biblíunnar

Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmdur í fangelsi fyrir kóran­brennur

Dómstóll í Malmö í Svíþjóð hefur dæmt dansk-sænska hægriöfgamanninn Rasmus Paludan í fangelsi fyrir hatursorðræðu og fyrir að hafa kynt undir kynþáttahatur með því að hafa í tvígang brennt Kóraninn í Malmö fyrir um tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Biskup Ís­lands predikar í Vík á 90 ára af­mæli kirkjunnar

Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju.

Innlent
Fréttamynd

„Við berum ekki þeirra sorg“

Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar.

Innlent
Fréttamynd

Viljum við út­rýma kristni úr þjóð­lífinu?

Það er verið að útrýma kristni úr þjóðlífinu. Kristnifræði sem námsgrein hefur t.d. að mestu verið aflögð í grunnskólanum undir því yfirskini að sé óæskilegur áróður. Starfslið skólanna þorir tæpst að fara með börnin í heimsókn í kirkjurnar af ótta við ofsóknir frá háværu öfgafólki.

Skoðun
Fréttamynd

Prestur fann köttinn sinn eftir sam­tal við miðil

Kötturinn Kola var búin að vera týnd í átta daga þegar Jóhanna Magnúsdóttir, eigandi hennar, ákvað í örvæntingu sinni að leita til miðils. Miðillinn sagði köttinn vera á lífi nálægt byggingarsvæði sem kom Jóhönnu á sporið og fannst Kola í kjölfarið.

Lífið
Fréttamynd

Boða hertar að­gerðir gegn vopna­burði

Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Nýr biskup tekur við þjóð­kirkjunni

Guðrún Karls Helgudóttir var vígð til biskups Íslands í Hallgrímskirkju í dag. Fjöldi fólks tók þátt í athöfninni, þar á meðal íslenskir prestar og biskupar, auk biskupa frá Norðurlöndum, Bretlandi, Wales og Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Um fjölda­morð og Ísla­mófóbíu

Afskiptaleysi vestrænna ríkja og fulltrúa þeirra og handbenda ásamt viðvarandi áhugaleysi á kröftugum aðgerðum til að fordæma og hindra óhugguleg fjöldadráp á börnum og konum í Palestínu má rekja til beint til Íslamófóbíunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Banna trú­fé­lög sem tengjast rúss­nesku kirkjunni

Úkraínska þingið samþykkt að banna starfsemi trúfélag sem hafa tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eða styðja innrás Rússa í Úkraínu. Lögin eru talin sett til höfuðs úkraínskum rétttrúnaðarsöfnuði sem hefur verið tengdur rússnesku kirkjunni.

Erlent
Fréttamynd

Myndum við henda leið­beiningunum?

Ef við færum í raftækjaverslun og keyptum þar flókið raftæki þar sem bæklings-doðrantur fylgdi með til leiðbeininga… myndum við henda bæklingnum? Í kjölfarið fikra okkur svo áfram til þekkingar á öllum möguleikum tækisins? Nei — sennilega ekki. Þvert á móti legðum við okkur fram við lestur á bæklingnum til að skilja og kunna alla þá möguleika sem tækið byði upp á.

Skoðun
Fréttamynd

Að­vent­istar svara sýslu­manni fullum hálsi

Sýslumaður hefur farið þess á leit við fjársýslu ríkisins að greiðslur til Kirkju sjöunda dags aðventista á sóknargjöldum til félagsins verði felldar niður. Lögmaður KSDA telur engar heimildir fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýslu­maður hótar því að taka að­vent­ista af skrá

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur ritað stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista bréf þar sem hann krefst þess að ef stjórnin ljúki ekki aðalfundi sem staðið hefur í tvö ár fyrir 10. ágúst næstkomandi þá muni hann grípa til þess að fella félagið af skrá sem trúfélag.

Innlent
Fréttamynd

Agnes segist niður­lægð og vill leita til dóm­stóla

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist ekki hafa átt sæla daga í embætti. Hún segist hafa verið beitt órétti, hún hafi fengið að finna fyrir því að vera fyrsta konan í embætti biskups og það hafi verið logið miskunnarlaust uppá hana í fjölmiðlum.

Innlent