Danmörk

Fréttamynd

Danir greiða at­kvæði um þátt­töku í evrópsku varnar­sam­starfi

Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna.

Erlent
Fréttamynd

„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“

Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals.

Menning
Fréttamynd

Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland

Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það.

Erlent
Fréttamynd

Íslensk dagskrá í Tívolí þann 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní verður í ár hluti af hátíðardagskrá Tívolís í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Tivoli Celebrates. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Lífið
Fréttamynd

Þiggur laun fyrir að tala vel um HM í Katar

Danska landsliðskonan Nadia Nadim hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna starfa sinna sem sendiherra fyrir HM karla í fótbolta sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Hún fær greitt fyrir að auglýsa mótið.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök

Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann.

Erlent
Fréttamynd

Vona að minkar á Ís­landi geti bjargað danska stofninum frá endan­legum dauða

Danskir minkabændur hafa heimsótt íslenska starfsbræður sína síðustu daga og binda þeir vonir við að minkar á Íslandi geti bjargað danska minkastofninum frá endanlegum dauða. Danskt blóð rennur í æðum íslenskra minka, en eins og mikið var fjallað um var öllum minkum í Danmörku árið 2020 vegna útbreiddra kórónuveirusmita.

Innlent
Fréttamynd

Danir senda pönk til Ítalíu

Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí.

Tónlist
Fréttamynd

Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti

Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade.

Erlent
Fréttamynd

Annar mannanna í gæslu­varð­hald en hinum sleppt

Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins.

Erlent