Kjaramál Aftur í setuverkfall Ófaglærðir starfsmenn hjúkrunarheimila fara í setuverkfall í kvöld til að knýja á um kjarabætur. Starfsmennirnir hafa tvisvar sinnum áður farið í setuverkfall en frestuðu aðgerðum í þriðja sinn meðan þeir biðu eftir boði um betri kjör. Þeim þótti boðið sem barst óásættanlegt og hefja því aðgerðir á ný. Innlent 27.4.2006 17:06 Skiptar skoðanir um hvort hætta eigi við aðgerðir Skiptar skoðanir eru um það meðal ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hvort hætta eigi við boðað setuverkfall á miðnætti annað kvöld og hugsanlegar fjöldauppsagnir. Vinnuveitendur þeirra ætla að hækka launin, en ekki með þeim hætti sem starfsmenn vildu. Innlent 26.4.2006 18:40 Vilja að hækkanir taki strax gildi Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Innlent 25.4.2006 23:37 Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Innlent 25.4.2006 12:21 Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra á elliheimilum Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst klukkan tvö hjá ríkissáttasemjara. Það eru fulltrúar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem sitja fundinn en þeir reyna að ná sáttum fyrir föstudag til að koma í veg fyrir að vikulangt setuverkfall skelli á og í framhaldinu fjöldauppsagnir. Innlent 24.4.2006 12:43 Samningfundi lauk án sátta en tillaga þó lögð fram Samningafundi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu ófaglærðra stafsmanna á dvalarheimilum lauk nú á sjötta tímanum án þess að sættir næðust en svo virðist sem það þokist í samkomulagsátt. Að sögn Jóhanns Árnasonar, formanns SFH, var lögð fram tillaga á fundinum sem forsvarsmenn ófaglærðra ætla að skoða um helgina. Innlent 21.4.2006 18:15 Mikil aukning félagsmanna Rúmlega hundrað nýir félagar bættust í Verkalýðsfélag Húsavíkur á fundi stjórnar og trúnaðarráðs fyrr í vikunni. Þetta er rúmlega tífalt meira en venja er til á slíkum fundum. Innlent 21.4.2006 09:32 Óttast að laun lækki Líklegt er að laun lækki en gerviverktaka og atvinnuleysi aukist vegna niðurfellingar takmarkana á vinnuréttindum erlendra verkamanna hér á landi. Þetta segir stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sem hefur áhyggjur af því að íbúar átta Austur-Evrópuríkja í ESB fá full atvinnuréttindi á við aðra íbúa EES-svæðisins frá 1. maí næst komandi. Innlent 21.4.2006 09:19 Skýlaus krafa að hækka lægstu launin Launahækkun til handa þeim lægstlaunuðu verður að vera skýlaus krafa við endurskoðun kjarasamninga í haust segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir fólkið á lægstu laununum hafa setið illilega eftir í launaþróun síðustu ára. Innlent 18.4.2006 11:35 Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Innlent 5.4.2006 13:06 Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Innlent 4.4.2006 22:35 Fella niður takmarkanir við för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. Innlent 4.4.2006 13:18 Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili. Innlent 4.4.2006 12:08 Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. Innlent 3.4.2006 12:02 Samþykkt með þriggja atkvæða mun Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum. Innlent 30.3.2006 15:10 Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september. Innlent 27.3.2006 13:59 Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Innlent 19.3.2006 18:05 Vélstjórar ræða kjarasamning við LÍÚ Forystumenn Vélstjórafélags Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna ræddu nýjan kjarasamning á fundi í dag. Vélstjórar hafa verið samningslausir frá áramótum. Innlent 8.3.2006 17:08 Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Innlent 5.3.2006 12:19 Slökkviliðsmenn og launanefnd semja Skrifað var undir samninga í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna klukkan fimm í nótt eftir um sextán tíma samningafund. Samningurinn er til þriggja ára og er sambærilegur þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaganna hefur gert við aðra hópa. Innlent 5.3.2006 09:53 Ljósmæður í heimaþjónustu samþykkja kjarasamning Ljósmæður í heimaþjónustu samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða nýgerðan kjarasamning Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins á fundi í dag Innlent 4.3.2006 17:22 Kvarta undan seinagangi í kjaraviðræðum Starfsmannafélag Reykjavíkur lýsir vanþóknun sinni á seinagangi Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. við gerð nýrra kjarasamninga við félagið. Innlent 4.3.2006 17:10 Vonar að ekki komi til verkfalls Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni. Innlent 4.3.2006 12:28 16 tíma samningafundur í deilu LSS og LH Fundur samninganefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara stóð til klukkan fimm í nótt en hann hófst klukkan eitt í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Innlent 4.3.2006 09:49 Fundahlé í kjaradeilu slökkviliðsmanna Samningafundi Landssambands slökkviliðs-og sjúkrafutningamanna við fulltrúa ríkisins, var frestað hjá Ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi , eftir að hafa staðið í tíu klukkustundir. Fundi verður fram haldið eftir hádegi. Innlent 3.3.2006 07:07 Atkvæðagreiðsla vegna verkfalls slökkviliðsmanna hafin Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu á hádegi að greiða um það atkvæði hvort boða eigi til verkfalls sem hefjast á um miðjan marsmánuð. Um 280 atvinnuslökkviliðsmenn eru á kjörskrá og er kosið í deildum þeirra víða um land. Innlent 28.2.2006 12:32 LSS og LN funda eftir hádegi Fundur hefur verið boðaður klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna. Innlent 27.2.2006 10:23 Sáttafundi lauk án árangurs Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú fyrir stundu. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gærkvöldi heimild til boðun verkfalls um allt land. Innlent 24.2.2006 17:35 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Innlent 23.2.2006 22:01 Slitnað upp úr viðræðum við sjúkraflutninga- slökkviliðsmenn Slitnað hefur upp úr viðræðum Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við launanefnd sveitarfélaganna. Allar deildir slökkviliða landsins hafa verið boðaðar til fundar í Reykjavík í kvöld þar sem ræða á stöðu mála. Innlent 23.2.2006 16:58 « ‹ 142 143 144 145 146 147 148 149 150 … 154 ›
Aftur í setuverkfall Ófaglærðir starfsmenn hjúkrunarheimila fara í setuverkfall í kvöld til að knýja á um kjarabætur. Starfsmennirnir hafa tvisvar sinnum áður farið í setuverkfall en frestuðu aðgerðum í þriðja sinn meðan þeir biðu eftir boði um betri kjör. Þeim þótti boðið sem barst óásættanlegt og hefja því aðgerðir á ný. Innlent 27.4.2006 17:06
Skiptar skoðanir um hvort hætta eigi við aðgerðir Skiptar skoðanir eru um það meðal ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hvort hætta eigi við boðað setuverkfall á miðnætti annað kvöld og hugsanlegar fjöldauppsagnir. Vinnuveitendur þeirra ætla að hækka launin, en ekki með þeim hætti sem starfsmenn vildu. Innlent 26.4.2006 18:40
Vilja að hækkanir taki strax gildi Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Innlent 25.4.2006 23:37
Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi. Innlent 25.4.2006 12:21
Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra á elliheimilum Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst klukkan tvö hjá ríkissáttasemjara. Það eru fulltrúar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem sitja fundinn en þeir reyna að ná sáttum fyrir föstudag til að koma í veg fyrir að vikulangt setuverkfall skelli á og í framhaldinu fjöldauppsagnir. Innlent 24.4.2006 12:43
Samningfundi lauk án sátta en tillaga þó lögð fram Samningafundi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu ófaglærðra stafsmanna á dvalarheimilum lauk nú á sjötta tímanum án þess að sættir næðust en svo virðist sem það þokist í samkomulagsátt. Að sögn Jóhanns Árnasonar, formanns SFH, var lögð fram tillaga á fundinum sem forsvarsmenn ófaglærðra ætla að skoða um helgina. Innlent 21.4.2006 18:15
Mikil aukning félagsmanna Rúmlega hundrað nýir félagar bættust í Verkalýðsfélag Húsavíkur á fundi stjórnar og trúnaðarráðs fyrr í vikunni. Þetta er rúmlega tífalt meira en venja er til á slíkum fundum. Innlent 21.4.2006 09:32
Óttast að laun lækki Líklegt er að laun lækki en gerviverktaka og atvinnuleysi aukist vegna niðurfellingar takmarkana á vinnuréttindum erlendra verkamanna hér á landi. Þetta segir stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sem hefur áhyggjur af því að íbúar átta Austur-Evrópuríkja í ESB fá full atvinnuréttindi á við aðra íbúa EES-svæðisins frá 1. maí næst komandi. Innlent 21.4.2006 09:19
Skýlaus krafa að hækka lægstu launin Launahækkun til handa þeim lægstlaunuðu verður að vera skýlaus krafa við endurskoðun kjarasamninga í haust segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir fólkið á lægstu laununum hafa setið illilega eftir í launaþróun síðustu ára. Innlent 18.4.2006 11:35
Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Innlent 5.4.2006 13:06
Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Innlent 4.4.2006 22:35
Fella niður takmarkanir við för launafólks Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella niður takmarkanir á frjálsri för launafólks frá átta Austur-Evrópuríkjum sem fengu aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004. Innlent 4.4.2006 13:18
Lífeyrisgreiðslurnar tvöfaldast Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna til hvers lífeyrisþega eiga eftir að tvöfaldast á næstu þremur áratugunum, samkvæmt nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins. Heildargreiðslur sjóðanna eiga eftir að fimmfaldast á sama tímabili. Innlent 4.4.2006 12:08
Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. Innlent 3.4.2006 12:02
Samþykkt með þriggja atkvæða mun Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum. Innlent 30.3.2006 15:10
Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september. Innlent 27.3.2006 13:59
Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Innlent 19.3.2006 18:05
Vélstjórar ræða kjarasamning við LÍÚ Forystumenn Vélstjórafélags Íslands og Landssambands íslenskra útvegsmanna ræddu nýjan kjarasamning á fundi í dag. Vélstjórar hafa verið samningslausir frá áramótum. Innlent 8.3.2006 17:08
Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Innlent 5.3.2006 12:19
Slökkviliðsmenn og launanefnd semja Skrifað var undir samninga í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna klukkan fimm í nótt eftir um sextán tíma samningafund. Samningurinn er til þriggja ára og er sambærilegur þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaganna hefur gert við aðra hópa. Innlent 5.3.2006 09:53
Ljósmæður í heimaþjónustu samþykkja kjarasamning Ljósmæður í heimaþjónustu samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða nýgerðan kjarasamning Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins á fundi í dag Innlent 4.3.2006 17:22
Kvarta undan seinagangi í kjaraviðræðum Starfsmannafélag Reykjavíkur lýsir vanþóknun sinni á seinagangi Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. við gerð nýrra kjarasamninga við félagið. Innlent 4.3.2006 17:10
Vonar að ekki komi til verkfalls Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni. Innlent 4.3.2006 12:28
16 tíma samningafundur í deilu LSS og LH Fundur samninganefndar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara stóð til klukkan fimm í nótt en hann hófst klukkan eitt í gær. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Innlent 4.3.2006 09:49
Fundahlé í kjaradeilu slökkviliðsmanna Samningafundi Landssambands slökkviliðs-og sjúkrafutningamanna við fulltrúa ríkisins, var frestað hjá Ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi , eftir að hafa staðið í tíu klukkustundir. Fundi verður fram haldið eftir hádegi. Innlent 3.3.2006 07:07
Atkvæðagreiðsla vegna verkfalls slökkviliðsmanna hafin Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu á hádegi að greiða um það atkvæði hvort boða eigi til verkfalls sem hefjast á um miðjan marsmánuð. Um 280 atvinnuslökkviliðsmenn eru á kjörskrá og er kosið í deildum þeirra víða um land. Innlent 28.2.2006 12:32
LSS og LN funda eftir hádegi Fundur hefur verið boðaður klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna. Innlent 27.2.2006 10:23
Sáttafundi lauk án árangurs Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú fyrir stundu. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gærkvöldi heimild til boðun verkfalls um allt land. Innlent 24.2.2006 17:35
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Innlent 23.2.2006 22:01
Slitnað upp úr viðræðum við sjúkraflutninga- slökkviliðsmenn Slitnað hefur upp úr viðræðum Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við launanefnd sveitarfélaganna. Allar deildir slökkviliða landsins hafa verið boðaðar til fundar í Reykjavík í kvöld þar sem ræða á stöðu mála. Innlent 23.2.2006 16:58