Kjaramál

Fréttamynd

Félagsráðgjafar mótmæltu á borgarstjórnarfundi

Félagsráðgjafar fjölmenntu á áhorfendapalla á borgarstjórnarfundi í dag til að krefjast bættra kjara og knýja á um að kraftur komist í viðræður þeirra og borgarinnar um nýjan kjarasamning. Þeir útiloka ekki verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Vélstjórar fella kjarasamning í annað sinn

Vélstjórar á fiskiskipum felldu nýgerðan kjarasamning við LÍÚ með aðeins tveggja atkvæða mun. Skrifað var undir samninginn um áramót en þetta er í annað sinn sem vélstjórar fella kjarasamning á innan við ári, en þeir felldu einnig samning sem gerður var á fyrri hluta síðasta árs.

Innlent
Fréttamynd

Samningafundur hjá LN og slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum

Samninganefndir launanefndar sveitarfélaganna og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna funda í Karphúsinu nú klukkan eitt um kjaramál síðarnefnda hópsins, en eins og greint hefur verið frá höfnuðu slökkviliðs- sjúkraflutningamenn tilboði launanefndarinnar um 24 prósenta launahækkun fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Heimildir LN til launahækkana nýttar í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 7. febrúar, að nýta að fullu þær heimildir til hækkunar launa leikskólakennara og félagsmanna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar sem tillögur launanefndar frá 28. janúar sl. gera ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ríki og fyrirtæki hækki lægstu laun

Formannafundur Starfsgreinasambandsins sem haldinn var í dag, krefst þess að bæði ríkið og Samtök atvinnulífsins, beiti sér nú þegar fyrir hækkun lægstu launa til samræmis við þá launaviðbót sem Launanefnd sveitarfélaga leggur til.

Innlent
Fréttamynd

Flytji réttleysið ekki milli landa

Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB.

Innlent
Fréttamynd

Samþykkja að nýta sér heimildir til launahækkana

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbær hafa samþykkt að nýta sér þær heimildir sem Launanefnd sveitarfélaga samþykkti fyrir rúmri viku til tímabundinna viðbótargreiðslna umfram gildandi kjarasamninga við stéttarfélögin Einingu-Iðju, Kjöl og Félag leikskólakennara. Þetta kemur fram á vefnum dagur.net.

Innlent
Fréttamynd

Náttúrufræðingar semja við borgina

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur samið við Reykjavíkurborg um kaup og kjör um fimmtíu félagsmanna sinna sem starfa hjá borginni. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku og gildir út október 2008.

Innlent
Fréttamynd

Hækka laun á Akranesi

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að fullnýta heimildir Launanefndar sveitarfélaga til að hækka laun leikskólakennara og hækka laun þeirra starfsmanna sem lægst launin hafa. Laun hinna lægst launuðu hækka því um allt að tólf prósent.

Innlent
Fréttamynd

Langlundargeðið á þrotum

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru orðnir þreyttir á því hve dregist hefur að ganga frá kjarasamningum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Samið á einkareknum skólum

Samtök sjálfstæðra skóla hafa undirritað fyrsta kjarasamning sinn við Eflingu fyrir hönd um 170 Eflingarfélaga sem vinna í einkareknum leik- og grunnskólum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Samið um kjör á Herjólfi

Sjómannasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá kjarasamningi fyrir háseta og þjónustufólk á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Samningurinn gildir til ársloka 2010 en aðrir samningar við starfsmenn á kaupskipum gilda almennt til loka næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Samið við þrjú félög

Fulltrúar Reykjavíkurborgar gengu í gær frá samningum við þrjú stéttarfélög um breytingar og framlengingu á samningum félaganna við borgina. Félögin eru Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Útgarður.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnskipulegur vandi blasir við

Stjórnskipulegur vandi blasir við ef einhver dómari höfðar mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar kjaradóms um laun dómara segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.

Innlent
Fréttamynd

Laun leikskólakennara hækka um 12 prósent að meðaltali

Laun leikskólakennara hækka að meðaltali um 12 prósent samkvæmt ákvörðun sem tekin var á fundi Launanefndar sveitarfélaganna í morgun. Kjör leikskólakennara verða þau sömu og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn fengu í kjarasamningum Reykjavíkurborgar við Eflingu og Stafsmannafélag Reykjavíkurborgar í desember en launahækkununum verður náð með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum.

Innlent
Fréttamynd

LN heimilar sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara

Launanefnd sveitarfélaganna ákvað á fundi sínum í morgun að heimila sveitarfélögum að hækka laun leikskólakennara með því að bæta við launaflokkum og eingreiðslum. Gildistími launaviðbótanna er frá upphafi þessa árs til 30. september þegar kjarasamningur Félags leikskólakennara við launanefndina rennur út. Það er því á herðum sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvort og þá hve mikið laun leikskólakennara hækka.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmönnum fækkað um hátt í 60

Starfsmönnum HB Granda á Akranesi hefur fækkað um hátt í sextíu á rúmu ári frá því fyrirtækið varð til við sameiningu Haralds Böðvarssonar á Akranesi og Granda í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Tugir leikskólakennara mættir

Fjöldi leikskólakennarar er mættur í hús Orkuveitu Reykjavíkur þar sem launaráðstefna sveitarfélaganna er í þann mund að hefjast. Með nærveru sinni vilja leikskólakennarar þrýsta á um að kjör þeirra verði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Félagsráðgjafar felldu samning

Félagsráðgjafar felldu nýgerðan kjarasamning sinn við Reykjavíkurborg með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk nú í vikunni. Kosningaþátttaka var um 90 prósent og greiddu nær allir atkvæði gegn samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið

Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Skorað á fulltrúa á Launamálaráðstefnu

Samflot bæjarstarfsmannafélaga skorar á fulltrúa á Launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður þann 20. janúar næstkomandi að tryggja að sambærileg og jafnverðmæt störf verði launuð á sama hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er starfinu gegnir. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi formanna samflotsfélaganna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Nýr samningur hjá Strætó

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Strætó bs. hafa skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk Strætós. Fram kemur á heimasíðu Strætós að nýi samningurinn sé í öllum meginatriðum sambærilegur og áþekkur samningi Reykjavíkurborgar og starfsmannafélagsins, en aðilar hafa þó litið til sérstöðu starfseminnar og aðlagað samninginn að því.

Innlent
Fréttamynd

Starfslokasamningur stöðvaði kjarasamning

Starfslokasamningur forstjóra FL-group varð til þess að Félag íslenskra atvinnuflugmanna sleit samningaviðræðum við Icelandair um að lækka áhafnakostnað vegna leiguflugs. Flugmönnum þótti í ljósi kringumstæðna ekki við hæfi að halda áfram viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að lækka laun forseta

Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík

Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Flumbrugangur Geirs vítaverður

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður að ganga fram og biðjast afsökunar á flumbrugangi Geirs H. Haardes utanríkisráðherra segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af vaxandi launamisrétti

Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu. Í álytkun sem samþykkt var á fundi hennar segir að bilið aukist stöðugt milli þeirra sem vinna á umsömdum launatöxtum og hinna sem taka laun eftir ákvörðunum stjórna fyrirtækja eða fá laun sín ákvörðuð eftir öðrum leiðum, s.s. kjaradómi eða kjaranefnd.

Innlent
Fréttamynd

Draga uppsagnir líklega til baka

Þeir tólf leikskólakennarar sem sögðu upp störfum á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn síðasta munu að öllum líkindum draga uppsagnir sínar til baka, að sögn Ásdísar Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra.

Innlent