Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Skiptar skoðanir um að loka grunn­skólanum

Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna.

Innlent
Fréttamynd

„Því miður er ekkert sér­stak­lega bjart yfir mér“

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum.

Innlent
Fréttamynd

Er engin arð­semi af menntun há­skóla­kennara?

Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa.

Skoðun
Fréttamynd

Brúar dóms­mála­ráð­herra bilið?

Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan.

Skoðun
Fréttamynd

Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

„Hvað svo?“ – Nám í þjóð­fræði

Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða.

Skoðun
Fréttamynd

Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör

Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig kennara þurfum við?

Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarinn er ekki lengur upp­fræðarinn með bókina!

Í nútíma þjóðfélagi hnattvæðingar og tækniþróunar, þar sem nálgast má allar upplýsingar, þekkingu og afþreyingu með einum smelli, hafa kröfur á kennara breyst. Þetta verða þeir varir við daglega og margir hverjir troða marvaða til að haldast á floti, en starfslýsingar kennara hafa lítið breyst og aðlögun að nýjum áherslum og starfsháttum ekki verið kynntar.

Skoðun
Fréttamynd

„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“

Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað.

Innlent
Fréttamynd

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 

Innlent
Fréttamynd

Sex ráðherrar ekki leyst vandann

Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 

Innlent
Fréttamynd

Takk!

Í haust lýkur yngsta dóttir mín leikskólagöngu sinni og ákveðnum kafla í bók fjölskyldunnar lokið. Því fylgja blendnar tilfinningar, enda hefur margt gerst á þessum árum; margt sem maður myndi vilja endurtaka og annað ekki. En ég finn hjá mér djúpa þörf fyrir að segja takk.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað lærðum við af fjölda­tak­mörkunum í leik­skóla­starfi?

Þann 28. febrúar árið 2020 var fyrsta tilfelli COVID-19 greint á Íslandi, fyrsta tilfellið var staðfest, nýr veruleiki blasti við okkur sem þjóð. Það leið ekki á löngu áður en að þessi nýi veruleiki rataði inn í skólastofnanir, starfsfólk í skólum og stjórnendur upplifðu síkvikan veruleika, dagsskipulag riðlaðist og að morgni hvers dags þurfti að „reisa skóla frá grunni“.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum starfs­mönnum List­dans­skóla Ís­lands sagt upp

Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Myglu­drauga­banar geti fundið myglu þar sem þeir vilja

Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið.

Innlent
Fréttamynd

Há­skólann vantar milljarð, núna!

Þrátt fyrir ítrekuð áköll stúdenta og starfsfólks til yfirvalda um að bregðast við versnandi fjárhagsvanda opinberra háskóla, er ljóst að stjórnvöld hafa trekk í trekk látið háskólastigið sitja á hakanum og þar með brugðist skyldu sinni hvað varðar eina af grunnstoðum íslensks samfélags. 

Skoðun
Fréttamynd

Stöðugur ó­stöðug­leiki í leik­skóla­málum

Vaxandi óstöðugleiki hefur plagað leikskólakerfið í það minnsta síðustu tuttugu árin að mati sérfræðinga eins og t.d. Haraldar F. Gíslasonar formanns félags leikskólakennara, Harðar Svavarssonar leikskólastjóra Aðalþings og Dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur doktors í menntavísindum.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­­­stöku land­­steymi ætlað að bregðast við erfiðari málum strax

Á fimmta hundruð manns tóku þátt í svokölluðum þjóðfundi um framtíð skólaþjónustu í Hörpu í dag, þar sem ný heildarlöggjöf í málaflokknum er væntanleg. Mennta- og barnamálaráðherra segir þau hafa skort löggjöf og stofnun til að aðstoða kerfið við að bregðast við áskorunum en við því sé verið að bregðast. Hann mun koma á fót landsteymi á næstu dögum sem er ætlað er að taka á erfiðum málum.

Innlent
Fréttamynd

„Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“

Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir.

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggjur leik­skóla­kennara

Í töluverðan tíma hef ég haft gríðarlegar áhyggjur af máltöku ungra barna í leikskólum. Eftir 37 ára starf með börnum veit ég hversu mikilvæg máltakan er..hversu mikið vægi hún hefur í daglega lífi lítilla barna og hversu mikill grunnur hún er að framtíð þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Of ung til að stíga ekki reglulega út fyrir þægindaramman

„Mér fannst ég of ung til að vera ekki að takast á við nýjar áskoranir og stíga reglulega út fyrir þægindaramman,,“ segir María Guðjónsdóttir og hlær þegar hún skýrir út hvers vegna hún ákvað í fyrra að sækja um starf framkvæmdastjóra viðskiptaskrifstofu Breska sendiráðsins í Reykjavík. Sem einmitt í þessari viku, þann 9.mars, stendur fyrir viðburði fyrir íslensk fyrirtæki og hagaðila sem hafa áhuga á viðskiptum við og í Bretlandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Brjótum lestrar­kóðann í lestrar­kennslu

Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni.

Skoðun
Fréttamynd

Ýmis­legt annað í boði en við­skipta­fræði

Háskóladagurinn verður haldinn með prompi og prakt á milli 12 og 15 í dag. Allir háskólar landsins kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Verkefnastjóri segir tilganginn fyrst og fremst vera að láta fólk vita af því að mun meira sé í boði en flestir geri sér grein fyrir.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar krafist úr­bóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum

Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum.

Innlent