Utanríkismál Utanríkisráðherra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og samferðamönnum hans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. Innlent 6.2.2021 20:19 Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. Erlent 2.2.2021 20:02 „Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“ „Ætli það hafi ekki verið þegar Berlínarmúrinn féll,“ svarar Sigríður Snævarr þegar hún er spurð um það, hvaða atburður eða minning standi helst uppúr þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni árið 1978 og í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna. Atvinnulíf 1.2.2021 07:01 „Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. Atvinnulíf 31.1.2021 08:00 Harry Kamian mættur í bandaríska sendiráðið Harry Kamian hefur tekið við sem forstöðumaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi en Jeffrey Ross Gunter lauk störfum sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn. Gegnir Kamian þar með stöðu staðgengils sendiherra þangað til nýr hefur verið skipaður í embættið. Greint er frá þessu á vef sendiráðsins en Kamian tók við stöðu forstöðumanns þann 24. janúar. Innlent 28.1.2021 14:42 Íslensk fyrirtæki á útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, áréttaði mikilvægi alþjóðasamvinnu á tímum heimsfaraldurs á tveggja daga rafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í morgun. Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í þinginu og kynna vörur sínar og þjónustu fyrir innkaupadeildum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin 26.1.2021 10:45 Fagnar stefnumörkun um aukið samstarf Íslands og Grænlands Utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge, fagnar stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans á heimasíðu landsstjórnar Grænlands í tilefni af útgáfu yfirgripsmikillar skýrslu um verkefnið, sem þeir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar ráðherrans, kynntu fyrir helgi. Erlent 25.1.2021 11:12 Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. Innlent 21.1.2021 22:00 Fá AGS til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri Norður- og Eystrasaltslöndin átta hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá sjóðinn til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri á svæðinu. Viðskipti innlent 21.1.2021 14:24 Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. Innlent 20.1.2021 18:55 Guðlaugur Þór á ráðherrafundi um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga Guðlaugur Þór utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra sagði Íslendinga leggja áherslu á stuðning við loftslagstengd þróunarverkefni á ráðherrafundi í dag. Heimsmarkmiðin 20.1.2021 18:06 Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Erlent 18.1.2021 19:00 Aðeins Íslendingar undanþegnir skimun í Eistlandi Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins. Erlent 11.1.2021 07:17 Segir stjórnvöld hafa gert mistök í að elta Evrópusambandið í bóluefnamálum Prófessor í ónæmisfræði furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess. Íslenska þjóðin hefði getað tekið forystu í bólusetningum og þannig klárað að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. Innlent 10.1.2021 17:50 Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Erlent 7.1.2021 18:45 Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Utanríkisráðherra segir það hafa verið ógnvekjandi að horfa á myndir af atburðunum í Washington í gær. Þeir sem réðust inn í þingið séu óþjóðalýður og að viðbrögð Donalds Trumps hafi ekki staðist væntingar. Stjórnmálafræðingur segir það hafa komið á óvart hver óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. Innlent 7.1.2021 13:01 Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. Erlent 7.1.2021 01:10 Fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja Núgildandi fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja og landsvæða og um 3,2 milljarða manna. Þá bíða þrír samningar EFTA gildistöku, einn bíður undirritunar og þá á EFTA í viðræðum við fleiri ríki um viðskiptasamninga. Ef yfirstandandi samningaviðræður skila árangri mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem í búa um tveir þriðju hlutar mannkyns. Viðskipti innlent 6.1.2021 18:47 Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. Innlent 3.1.2021 21:12 Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 16.12.2020 15:44 Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum. Innlent 16.12.2020 10:08 Kristin Háfoss nýr framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur ákveðið að ráða Kristinu Háfoss sem nýjan framkvæmdastjóra á skrifstofu ráðsins í Kaupmannahöfn. Erlent 14.12.2020 15:56 „Ísland vill sýna gott fordæmi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Innlent 12.12.2020 23:00 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. Innlent 12.12.2020 14:08 Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. Lífið 12.12.2020 11:15 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. Erlent 9.12.2020 16:39 Spyr hvort eðlilegt sé að sami flokkur stýri ráðuneytinu og fari með formennsku í nefndinni Kristján Guy Burgess, kennari í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að ræða það á vettvangi Alþingis hvort eðlilegt sé að utanríkisráðherra, formaður utanríkismálanefndar og nú jafnframt varaformaður nefndarinnar komi öll úr sama stjórnmálaflokki. Innlent 8.12.2020 14:28 Íslendingar og Bretar skrifa undir viðskiptasamning Bresk og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir bráðabirgðafríverslunarsamning sem mun taka gildi í ársbyrjun 2021. Viðskipti innlent 8.12.2020 13:13 Alþingi og utanríkismálin Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Skoðun 8.12.2020 10:31 Sigríður og Sjallar utan svæðis Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Skoðun 4.12.2020 14:31 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 39 ›
Utanríkisráðherra Pakistan segir að allt verði gert til að bjarga John Snorra og samferðamönnum hans Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Makhdoom Shah Mahmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, síðdegis í dag vegna leitarinnar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans. Innlent 6.2.2021 20:19
Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. Erlent 2.2.2021 20:02
„Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“ „Ætli það hafi ekki verið þegar Berlínarmúrinn féll,“ svarar Sigríður Snævarr þegar hún er spurð um það, hvaða atburður eða minning standi helst uppúr þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni árið 1978 og í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna. Atvinnulíf 1.2.2021 07:01
„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. Atvinnulíf 31.1.2021 08:00
Harry Kamian mættur í bandaríska sendiráðið Harry Kamian hefur tekið við sem forstöðumaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi en Jeffrey Ross Gunter lauk störfum sem sendiherra Bandaríkjanna þann 20. janúar síðastliðinn. Gegnir Kamian þar með stöðu staðgengils sendiherra þangað til nýr hefur verið skipaður í embættið. Greint er frá þessu á vef sendiráðsins en Kamian tók við stöðu forstöðumanns þann 24. janúar. Innlent 28.1.2021 14:42
Íslensk fyrirtæki á útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, áréttaði mikilvægi alþjóðasamvinnu á tímum heimsfaraldurs á tveggja daga rafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í morgun. Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í þinginu og kynna vörur sínar og þjónustu fyrir innkaupadeildum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin 26.1.2021 10:45
Fagnar stefnumörkun um aukið samstarf Íslands og Grænlands Utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge, fagnar stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans á heimasíðu landsstjórnar Grænlands í tilefni af útgáfu yfirgripsmikillar skýrslu um verkefnið, sem þeir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar ráðherrans, kynntu fyrir helgi. Erlent 25.1.2021 11:12
Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. Innlent 21.1.2021 22:00
Fá AGS til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri Norður- og Eystrasaltslöndin átta hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá sjóðinn til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri á svæðinu. Viðskipti innlent 21.1.2021 14:24
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. Innlent 20.1.2021 18:55
Guðlaugur Þór á ráðherrafundi um samspil matvæla, orku og loftslagsbreytinga Guðlaugur Þór utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra sagði Íslendinga leggja áherslu á stuðning við loftslagstengd þróunarverkefni á ráðherrafundi í dag. Heimsmarkmiðin 20.1.2021 18:06
Vill Navalní úr haldi tafarlaust Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi. Erlent 18.1.2021 19:00
Aðeins Íslendingar undanþegnir skimun í Eistlandi Frá og með deginum í dag taka nýjar sóttvarnareglur gildi á landamærum Eistlands. Samkvæmt þeim eru farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem undanþegnir verða skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til landsins. Erlent 11.1.2021 07:17
Segir stjórnvöld hafa gert mistök í að elta Evrópusambandið í bóluefnamálum Prófessor í ónæmisfræði furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess. Íslenska þjóðin hefði getað tekið forystu í bólusetningum og þannig klárað að bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma. Innlent 10.1.2021 17:50
Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Erlent 7.1.2021 18:45
Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Utanríkisráðherra segir það hafa verið ógnvekjandi að horfa á myndir af atburðunum í Washington í gær. Þeir sem réðust inn í þingið séu óþjóðalýður og að viðbrögð Donalds Trumps hafi ekki staðist væntingar. Stjórnmálafræðingur segir það hafa komið á óvart hver óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. Innlent 7.1.2021 13:01
Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. Erlent 7.1.2021 01:10
Fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja Núgildandi fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja og landsvæða og um 3,2 milljarða manna. Þá bíða þrír samningar EFTA gildistöku, einn bíður undirritunar og þá á EFTA í viðræðum við fleiri ríki um viðskiptasamninga. Ef yfirstandandi samningaviðræður skila árangri mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem í búa um tveir þriðju hlutar mannkyns. Viðskipti innlent 6.1.2021 18:47
Íslendingum ráðið frá því að ferðast í gegnum Bretland Utanríkisráðuneytið hefur birt orðsendingu á Facebook-síðu sinni þar sem fólki sem ferðast frá Íslandi er ráðlagt að forðast ferðalög í gegnum Bretland. Innlent 3.1.2021 21:12
Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 16.12.2020 15:44
Fylgjast náið með njósnahneykslinu í Danmörku Íslensk stjórnvöld fylgast náið með framvindu njósnahneykslis sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu, eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, aðgang að ljósleiðurum. Innlent 16.12.2020 10:08
Kristin Háfoss nýr framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur ákveðið að ráða Kristinu Háfoss sem nýjan framkvæmdastjóra á skrifstofu ráðsins í Kaupmannahöfn. Erlent 14.12.2020 15:56
„Ísland vill sýna gott fordæmi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Innlent 12.12.2020 23:00
Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. Innlent 12.12.2020 14:08
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. Lífið 12.12.2020 11:15
Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. Erlent 9.12.2020 16:39
Spyr hvort eðlilegt sé að sami flokkur stýri ráðuneytinu og fari með formennsku í nefndinni Kristján Guy Burgess, kennari í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að ræða það á vettvangi Alþingis hvort eðlilegt sé að utanríkisráðherra, formaður utanríkismálanefndar og nú jafnframt varaformaður nefndarinnar komi öll úr sama stjórnmálaflokki. Innlent 8.12.2020 14:28
Íslendingar og Bretar skrifa undir viðskiptasamning Bresk og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir bráðabirgðafríverslunarsamning sem mun taka gildi í ársbyrjun 2021. Viðskipti innlent 8.12.2020 13:13
Alþingi og utanríkismálin Í framhaldi af greinum Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðings langaði mig að bæta við umræðuna um hlutverk Alþingis í utanríkismálum þjóðarinnar. Skoðun 8.12.2020 10:31
Sigríður og Sjallar utan svæðis Sinn er siðurinn í hverju landi þegar kemur að skyldum og skyldurækni í þeim störfum sem fólk, konur og karlar taka að sér í einhverskonar samfélagsþjónustu. Þau okkar sem starfa í almannaþjónustu og/eða í opinberri þjónustu eru þá oftar ekki bundin í þá klafa lagalega að þurfa bregðast við þeim erindum sem að þeim er beint. Skoðun 4.12.2020 14:31