Utanríkismál

Fréttamynd

Norðurslóðir fyrr og síðar

Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orku­skipt­in eru að verða á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum

Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Engar athugasemdir komið frá Ísrael

Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu

Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.

Innlent
Fréttamynd

Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins

Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann.

Innlent
Fréttamynd

Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið

Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum.

Innlent