Grindavík „Þetta er óþarfa tjón“ Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. Innlent 11.2.2024 13:16 „Þetta verður erfið vika“ Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Innlent 10.2.2024 19:21 Suðurnesjabúar fá frítt í sund í Hveragerði Hveragerðisbær býður íbúum á Suðurnesjum frítt í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði í dag og svo lengi sem heitavatnsleysi varir. Innlent 10.2.2024 18:29 Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Innlent 10.2.2024 18:16 Almannavarnir boða til upplýsingafundar Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17. Á fundinum verður farið yfir atburði síðustu daga á Reykjanesskaganum. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 10.2.2024 14:50 Eldgosinu lokið Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið. Innlent 10.2.2024 13:11 Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Innlent 9.2.2024 17:00 Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. Innlent 9.2.2024 16:50 Engin merki um gosvirkni Engin gosvirkni sást á gossvæðinu á Reykjanesi í drónaflugi á vegum sérsveitarinnar sem flaug yfir svæðið fyrir skömmu. Þetta bendir til þess að gosinu sé að ljúka. Innlent 9.2.2024 16:02 Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum. Innlent 9.2.2024 12:46 Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. Innlent 9.2.2024 08:44 Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. Innlent 9.2.2024 07:09 Vaktin: Eldgosið í andarslitrunum Eldgosið sem braust út í Sundhnúksgígaröðinni í gærmorgun virðist í andarslitrunum. Íbúar á Suðurnesjum verða að líkindum án heits vatns í húsum til sunnudags. Innlent 9.2.2024 06:02 Þrívíddarlíkan sýnir hraunlengjuna Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkan af gosstöðvunum sem urðu til í dag við Sundhnúksgíga. Innlent 8.2.2024 23:09 „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Innlent 8.2.2024 19:10 Gjóskan út á haf og ætti því ekki að trufla flug Lítið gjóskufall gæti fylgt þeirri atburðarás sem nú er í gangi í eldgosinu á Reykjanesskaga, þar sem nú má sjá merki um samspil kviku og grunnvatns. Dökkan reyk leggur upp af hrauninu. Gjóskunni blæs út á haf og ætti ekki að hafa áhrif á flug. Innlent 8.2.2024 14:32 Varðskip og þyrla í viðbragðsstöðu á Reykjanesi Varðskipið Freyja auk þyrlu Landhelgisgæslunnar verða til staðar á Reykjanesi. Þar verða sveitir Landhelgisgæslunnar til taks fyrir almannavarnir ef þurfa þykir. Innlent 8.2.2024 13:45 Ætla að vinna með nýjan veruleika í Bláa lóninu Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir að forsvarsmenn lónsins ætli að vinna með nýjan veruleika sem eldgos á Reykjanesskaga hafi haft í för með sér. Kerfi Bláa lónsins séu innan varnargarða. Viðskipti innlent 8.2.2024 12:49 Ein af sviðsmyndunum sem gert var ráð fyrir Rennsli hraunsins yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg við Bláa lónið var ein þeirra sviðsmynda sem gert var ráð fyrir í hraunfræðilíkönum. Flæðið eru vondar fréttir fyrir Suðurnes en ágætar fyrir Grindavík. Innlent 8.2.2024 12:33 Hraunið farið yfir heitavatnslögnina Hraunið hefur farið yfir heitavatnslögnina sem ber heitt vatn frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Voga. Heitavatnslaust verður í að minnsta kosti nokkra daga. Innlent 8.2.2024 12:14 Verulega hefur hægt á aflögun umhverfis kvikuganginn Verulega hefur hægt á aflögun umhverfis kvikuganginn. Líkur á því að gossprungan lengist frekar hafa því minnkað. Innlent 8.2.2024 11:30 Hraunflæðið kemur á óvart Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. Innlent 8.2.2024 11:25 Biðja fólk um að lækka á ofnum og fara ekki í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Innlent 8.2.2024 11:12 Hafa náð samkomulagi við lífeyrissjóðina um lán Grindvíkinga Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ritað undir samkomulag við 12 lífeyrissjóði um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána lífeyrissjóða til einstaklinga í Grindavík. Innlent 8.2.2024 11:07 Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. Innlent 8.2.2024 10:57 Hádegisfréttatími vegna eldgossins í heild sinni Eldgos hófst upp úr klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Hraun náði Grindavíkurvegi á ellefta tímanum. Innlent 8.2.2024 10:47 Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. Innlent 8.2.2024 10:34 Bein útsending frá gosstöðvum Eldgos hófst í Sundhnúksgígaröðinni klukkan sex í morgun. Hér að neðan má sjá vefmyndavélar Vísis frá gosstöðvunum. Innlent 8.2.2024 10:27 Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. Innlent 8.2.2024 10:23 „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda“ Sólný Pálsdóttir, kennari og ljósmyndari frá Grindavík, var við Reykjanesbraut í morgun til að sjá eldgosið. Með henni í för var fjórtán ára sonur hennar, Fjölnir Sveinsson. Innlent 8.2.2024 10:09 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 73 ›
„Þetta er óþarfa tjón“ Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík. Innlent 11.2.2024 13:16
„Þetta verður erfið vika“ Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. Innlent 10.2.2024 19:21
Suðurnesjabúar fá frítt í sund í Hveragerði Hveragerðisbær býður íbúum á Suðurnesjum frítt í sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði í dag og svo lengi sem heitavatnsleysi varir. Innlent 10.2.2024 18:29
Fólk slökkvi á rafmagnsofnum meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð Vonast er til þess að rafmagn og heitt vatn verði komið aftur á öll Suðurnes eftir viku. Unnið er að því að byggja nýja heitavatnslögn eftir að hraun flæddi yfir hjáveitulögn í núliðnu eldgosi. Innlent 10.2.2024 18:16
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 17. Á fundinum verður farið yfir atburði síðustu daga á Reykjanesskaganum. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 10.2.2024 14:50
Eldgosinu lokið Veðurstofan hefur lýst því yfir að eldgosinu sem hófst við Sundhnúksgíg morguninn áttunda febrúar sé lokið. Innlent 10.2.2024 13:11
Unnur minnist unnusta síns Lúðvíks sem hvarf í sprungu Minningarathöfn um Lúðvík Pétursson var haldin í Langholtskirkju í dag, föstudaginn 9. febrúar, en hann týndist í Grindavík 10. janúar sl. þegar hann var að vinna við að fylla sprungur fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Innlent 9.2.2024 17:00
Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. Innlent 9.2.2024 16:50
Engin merki um gosvirkni Engin gosvirkni sást á gossvæðinu á Reykjanesi í drónaflugi á vegum sérsveitarinnar sem flaug yfir svæðið fyrir skömmu. Þetta bendir til þess að gosinu sé að ljúka. Innlent 9.2.2024 16:02
Grindavíkurfrumvarp í samráðsgátt Frumvarp um stuðning til handa Grindvíkingum verður birt í samráðsgátt stjórnvalda síðar í dag. Búist er við að það fái þinglega meðferð í næstu viku. Forsætisráðherra segir vel fylgst með stöðunni á Suðurnesjum. Innlent 9.2.2024 12:46
Opið hús hjá björgunarsveitum: „Húsið er hlýtt“ Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega. Innlent 9.2.2024 08:44
Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. Innlent 9.2.2024 07:09
Vaktin: Eldgosið í andarslitrunum Eldgosið sem braust út í Sundhnúksgígaröðinni í gærmorgun virðist í andarslitrunum. Íbúar á Suðurnesjum verða að líkindum án heits vatns í húsum til sunnudags. Innlent 9.2.2024 06:02
Þrívíddarlíkan sýnir hraunlengjuna Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands hafa birt þrívíddarlíkan af gosstöðvunum sem urðu til í dag við Sundhnúksgíga. Innlent 8.2.2024 23:09
„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Innlent 8.2.2024 19:10
Gjóskan út á haf og ætti því ekki að trufla flug Lítið gjóskufall gæti fylgt þeirri atburðarás sem nú er í gangi í eldgosinu á Reykjanesskaga, þar sem nú má sjá merki um samspil kviku og grunnvatns. Dökkan reyk leggur upp af hrauninu. Gjóskunni blæs út á haf og ætti ekki að hafa áhrif á flug. Innlent 8.2.2024 14:32
Varðskip og þyrla í viðbragðsstöðu á Reykjanesi Varðskipið Freyja auk þyrlu Landhelgisgæslunnar verða til staðar á Reykjanesi. Þar verða sveitir Landhelgisgæslunnar til taks fyrir almannavarnir ef þurfa þykir. Innlent 8.2.2024 13:45
Ætla að vinna með nýjan veruleika í Bláa lóninu Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir að forsvarsmenn lónsins ætli að vinna með nýjan veruleika sem eldgos á Reykjanesskaga hafi haft í för með sér. Kerfi Bláa lónsins séu innan varnargarða. Viðskipti innlent 8.2.2024 12:49
Ein af sviðsmyndunum sem gert var ráð fyrir Rennsli hraunsins yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg við Bláa lónið var ein þeirra sviðsmynda sem gert var ráð fyrir í hraunfræðilíkönum. Flæðið eru vondar fréttir fyrir Suðurnes en ágætar fyrir Grindavík. Innlent 8.2.2024 12:33
Hraunið farið yfir heitavatnslögnina Hraunið hefur farið yfir heitavatnslögnina sem ber heitt vatn frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Voga. Heitavatnslaust verður í að minnsta kosti nokkra daga. Innlent 8.2.2024 12:14
Verulega hefur hægt á aflögun umhverfis kvikuganginn Verulega hefur hægt á aflögun umhverfis kvikuganginn. Líkur á því að gossprungan lengist frekar hafa því minnkað. Innlent 8.2.2024 11:30
Hraunflæðið kemur á óvart Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. Innlent 8.2.2024 11:25
Biðja fólk um að lækka á ofnum og fara ekki í bað Útlit er fyrir að hraunið á Reykjanesi fari yfir stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ á næstu klukkustundum. Gerist það verður heitavatnslaust í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Innlent 8.2.2024 11:12
Hafa náð samkomulagi við lífeyrissjóðina um lán Grindvíkinga Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ritað undir samkomulag við 12 lífeyrissjóði um stuðning ríkissjóðs vegna húsnæðislána lífeyrissjóða til einstaklinga í Grindavík. Innlent 8.2.2024 11:07
Verulega ósáttur að fá ekki að fara til Grindavíkur Hafþór Skúlason, íbúi í Grindavík, er verulega ósáttur við skipulag almannavarna en hann hugðist fara í verðmætabjörgun í bænum í dag. Innlent 8.2.2024 10:57
Hádegisfréttatími vegna eldgossins í heild sinni Eldgos hófst upp úr klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Hraun náði Grindavíkurvegi á ellefta tímanum. Innlent 8.2.2024 10:47
Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. Innlent 8.2.2024 10:34
Bein útsending frá gosstöðvum Eldgos hófst í Sundhnúksgígaröðinni klukkan sex í morgun. Hér að neðan má sjá vefmyndavélar Vísis frá gosstöðvunum. Innlent 8.2.2024 10:27
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. Innlent 8.2.2024 10:23
„Við erum bara eins og ein stór fjölskylda“ Sólný Pálsdóttir, kennari og ljósmyndari frá Grindavík, var við Reykjanesbraut í morgun til að sjá eldgosið. Með henni í för var fjórtán ára sonur hennar, Fjölnir Sveinsson. Innlent 8.2.2024 10:09