Grindavík

Fréttamynd

Stór­tjón hjá Vísi í Grinda­vík eftir sjó­ganginn

Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess.

Innlent
Fréttamynd

Allt á floti í Grindavík

Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 

Innlent
Fréttamynd

Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos

Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi.

Innlent
Fréttamynd

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag

Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftarnir líkjast undan­fara eld­goss

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­þægi­legt að fá skjálfta­hrinu rétt fyrir jól

Grind­víkingar taka skjálfta­hrinunni sem nú gengur yfir á Reykja­nesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir há­tíðirnar. Hún vekur þó upp ó­þægi­legar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjar­stjórans.

Innlent
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagðir merkja­vöru­þjófar dæmdir

Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru.

Innlent
Fréttamynd

Mikið að gera hjá björgunar­sveitum vegna ó­veðurs

Rétt fyrir ellefu í morgun hófst óveðursvakt björgunarsveitamanna í Borgarnesi þegar tilkynnt um fok á þakplötum, þakklæðningum og lausamunum. Upp úr hádegi fóru tilkynningar að berast flestum björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins.

Innlent
Fréttamynd

Pílufélag Grindavíkur Íslandsmeistari félagsliða

Pílufélag Grindavíkur, PG, varð í kvöld fyrst félaga til að tryggja sér Íslandsmeistatitil félagsliða í pílukasti er liðið lagði Pílukastfélag Reykjavíkur, PFR, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Sport
Fréttamynd

Landabruggið á Ísólfsskála breytti örlögum Guðbergs

Uppræting bruggverksmiðju í helli við Ísólfsskála á fjórða áratugnum varð til þess að foreldrar Guðbergs Bergssonar rithöfundar ákváðu að flytja þaðan þegar Guðbergur var þriggja ára. Hann ólst því upp í Grindavík en ekki sem bóndasonur á Ísólfsskála, þar sem hann er fæddur.

Lífið
Fréttamynd

Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála

Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu.

Innlent