Vogar

Fréttamynd

Gikk­s­kjálfti að stærð 4,5 skók suð­vestur­hornið

Stór skjálfti fannst á höfuð­borgar­svæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar

Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum.

Innlent
Fréttamynd

Tólf sóttu um em­bætti for­stjóra HSS

Sveitarstjóri, núverandi starfsmenn og aðrir sérfræðingar eru meðal umsækjenda um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar HSS. Skipað verður í embættið í mars á næsta ári, til fimm ára. Fráfarandi forstjóri sækir ekki um starfið og hefur stefnt ríkinu og heilbrigðisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eining sveitar­fé­laga á endanum á­kvörðun í­búa

Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosin upp­haf elda á Reykja­nes­skaganum

Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti upp á 2,9 í gær­kvöldi

Jarðskjálfti að stærðinni 2,9 mældist norður af Keili klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega, þann 15. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Banda­rískur kjarn­orku­kaf­bátur við Ís­land

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir jörðina liðast í sundur á Reykja­nesi

Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu.

Lífið
Fréttamynd

Staðan á Reykja­nesi eftir daginn í dag

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa.

Innlent
Fréttamynd

Stefni allt í að gjósi á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis

Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í til­kynningu frá rann­sóknar­stofu Há­skóla Ís­lands í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálfta­hrinan hófst á Reykja­nesi þann 4. júlí og inn­flæði kviku er tvö­falt hraðari en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi

Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa.

Innlent