Reykjavík

Fréttamynd

Kraumar í kennurum vegna um­mæla Einars

Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Nýja skipið mun betra

Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfs­mark Fram­sóknar­flokksins í Grafar­vogi

Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. 

Skoðun
Fréttamynd

Hlaupa Bleiku slaufuna í sólar­hring

„Þetta verður í 24 tíma því að krabbameinið sefur aldrei, hvort sem það er nótt eða dagur. Það er fólk búið að skrá sig á alla tímanna í nótt. Þetta gengur frábærlega.“

Lífið
Fréttamynd

Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér

„Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleki í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar nú Veitur við að dæla upp vatni sem lekur í Skeifunni í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Segir að­för Eflingar með ó­líkindum

Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Albert sýknaður

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Mikið tjón eftir að her­bergið fylltist af vatni

Umtalsvert tjón varð í kjallara fjölbýlishúss í Maríubakka í Breiðholti í síðustu viku þegar vatn flæddi upp að hurðarhún í lagnarými hússins. Lekinn varð þegar starfsmenn Veitna skiptu um inntaksloku í kaldavatnslögin í Maríubakkanum. Lögnin er frá árinu 1968 og er samkvæmt upplýsingum frá Veitum „ekki komin á tíma“.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á að opna sund­laugar í Reykja­vík í fyrra­málið

Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­land sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“

Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“

Erlent
Fréttamynd

Öllum sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu lokað

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maðurinn lið­lega tví­tugur

Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsar á­hyggjur varðandi flótta­menn í JL-húsinu

Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum.

Innlent