Reykjavík Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Innlent 12.1.2023 18:47 Sólarhringsopnun í neyðarskýlum vegna fimbulkulda Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar um helgina vegna veðurs. Mikill kuldi er í kortunum og frost nær tveggja staða tölu í Reykjavík samkvæmt spám. Innlent 12.1.2023 17:18 Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Innlent 12.1.2023 15:35 Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. Viðskipti innlent 12.1.2023 15:02 Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. Innlent 12.1.2023 14:01 Vera ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs Vera Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs. Í fréttatilkynningu kemur fram að Vera hafi umfangsmikla reynslu af stjórnsýslu og verkefnastjórnun. Viðskipti innlent 12.1.2023 12:55 Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Viðskipti innlent 12.1.2023 12:01 Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. Innlent 12.1.2023 10:34 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Viðskipti innlent 12.1.2023 07:39 Grunsamlegur náungi reyndist eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í Hlíðahverfi í Reykjavík í gærkvöldi í tengslum við líkamsárás og fíkniefnamisferli. Þá voru tveir handteknir í Vogahverfinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum, eftir að bifreið þeirra valt. Innlent 12.1.2023 06:19 Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. Innlent 11.1.2023 23:00 Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. Innlent 11.1.2023 22:27 Humarsúpa Bryggjunnar á lista Condé Nast yfir bestu máltíðirnar Bryggjan Grindavík er á nýjum lista sem birtur hefur verið á síðu Condé Nast Traveler. Ritstjórar síðunnar tóku saman bestu máltíðirnar sem þau höfðu fengið á árinu og humarsúpan frá Bryggjunni komst þar á lista. Matur 11.1.2023 22:12 Upplifir enn ofbeldi frá borginni þrátt fyrir Landsréttardóm Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Konan segist upplifa framkomu borgarinnar í málinu sem hreint ofbeldi. Innlent 11.1.2023 20:30 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Innlent 11.1.2023 13:25 „Það skortir alla skynsemi í þetta“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Innlent 11.1.2023 11:20 Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. Innlent 11.1.2023 11:16 Óvænt uppgötvun á hótelherbergi í Reykjavík Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli og umtal eftir að breskur áhrifavaldur að nafni Annchririsu birti það á Tiktok síðastliðinn fimmtudag. Lífið 10.1.2023 20:30 Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10.1.2023 13:42 Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Lífið 10.1.2023 10:03 Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. Innlent 10.1.2023 07:35 Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Innlent 10.1.2023 06:52 Fjölmargar ábendingar borist um vitni í Breiðholtslaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar ábendingar um vitni að því þegar hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri missti meðvitund í Breiðholtslaug í desember. Andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Innlent 9.1.2023 17:06 Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Innlent 9.1.2023 16:53 Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Innlent 9.1.2023 16:52 Sérfræðingur í lestarmálum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lest Franskur byggingarverkfræðingur sem hefur sérhæft sig í lestarsamgöngum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lestarkerfi. Framkvæmdin sé vissulega dýr en samgöngur eigi ekki endilega að vera fjárhagslega arðbærar. Innlent 9.1.2023 09:00 Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim. Innlent 9.1.2023 08:02 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. Innlent 9.1.2023 06:08 Ali Baba í Austurstræti lokað Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað. Viðskipti innlent 8.1.2023 16:34 Hlaut varnarsár í átökum við Háskólabíó Slagsmál brutust út milli tveggja manna að loknum viðburði fyrir framan Háskólabíó í gærkvöldi. Annar var handtekinn og annar fluttur á slysadeils þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið varnarsár. Innlent 8.1.2023 13:13 « ‹ 127 128 129 130 131 132 133 134 135 … 334 ›
Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Innlent 12.1.2023 18:47
Sólarhringsopnun í neyðarskýlum vegna fimbulkulda Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar um helgina vegna veðurs. Mikill kuldi er í kortunum og frost nær tveggja staða tölu í Reykjavík samkvæmt spám. Innlent 12.1.2023 17:18
Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Innlent 12.1.2023 15:35
Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. Viðskipti innlent 12.1.2023 15:02
Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. Innlent 12.1.2023 14:01
Vera ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs Vera Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs. Í fréttatilkynningu kemur fram að Vera hafi umfangsmikla reynslu af stjórnsýslu og verkefnastjórnun. Viðskipti innlent 12.1.2023 12:55
Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Viðskipti innlent 12.1.2023 12:01
Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. Innlent 12.1.2023 10:34
Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. Viðskipti innlent 12.1.2023 07:39
Grunsamlegur náungi reyndist eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í Hlíðahverfi í Reykjavík í gærkvöldi í tengslum við líkamsárás og fíkniefnamisferli. Þá voru tveir handteknir í Vogahverfinu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum, eftir að bifreið þeirra valt. Innlent 12.1.2023 06:19
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. Innlent 11.1.2023 23:00
Hætta við lokun Vinjar í bili Dagsetrið Vin á Hverfisgötu 47 verður rekið í óbreyttri mynd, í það minnsta út þetta ár. Innlent 11.1.2023 22:27
Humarsúpa Bryggjunnar á lista Condé Nast yfir bestu máltíðirnar Bryggjan Grindavík er á nýjum lista sem birtur hefur verið á síðu Condé Nast Traveler. Ritstjórar síðunnar tóku saman bestu máltíðirnar sem þau höfðu fengið á árinu og humarsúpan frá Bryggjunni komst þar á lista. Matur 11.1.2023 22:12
Upplifir enn ofbeldi frá borginni þrátt fyrir Landsréttardóm Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Konan segist upplifa framkomu borgarinnar í málinu sem hreint ofbeldi. Innlent 11.1.2023 20:30
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Innlent 11.1.2023 13:25
„Það skortir alla skynsemi í þetta“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Innlent 11.1.2023 11:20
Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. Innlent 11.1.2023 11:16
Óvænt uppgötvun á hótelherbergi í Reykjavík Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli og umtal eftir að breskur áhrifavaldur að nafni Annchririsu birti það á Tiktok síðastliðinn fimmtudag. Lífið 10.1.2023 20:30
Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti innlent 10.1.2023 13:42
Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Lífið 10.1.2023 10:03
Borgin ekki enn greitt skaðabætur vegna mistaka barnaverndar árið 2013 Reykjavíkurborg hefur ekki enn greitt konu skaðabætur sem Landsréttur dæmdi borgina til að greiða í júní 2021. Þá neitar borgin að afhenda konunni greinagerð dómkvaddra matsmanna um miska konunnar, sem borgin óskaði eftir. Innlent 10.1.2023 07:35
Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir lokun Vinjar á morgun Velferðarráð Reykjavíkurborgar mun á morgun fjalla um tillögu borgarstjórnar frá 6. desember síðastliðnum um að leggja niður Vin, dagsetur fyrir fólk með geðraskanir. Innlent 10.1.2023 06:52
Fjölmargar ábendingar borist um vitni í Breiðholtslaug Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar ábendingar um vitni að því þegar hreyfihamlaður karlmaður á áttræðisaldri missti meðvitund í Breiðholtslaug í desember. Andlátið er til rannsóknar hjá lögreglu. Innlent 9.1.2023 17:06
Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Innlent 9.1.2023 16:53
Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Innlent 9.1.2023 16:52
Sérfræðingur í lestarmálum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lest Franskur byggingarverkfræðingur sem hefur sérhæft sig í lestarsamgöngum segir aðstæður hér á landi sérlega góðar fyrir lestarkerfi. Framkvæmdin sé vissulega dýr en samgöngur eigi ekki endilega að vera fjárhagslega arðbærar. Innlent 9.1.2023 09:00
Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim. Innlent 9.1.2023 08:02
Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. Innlent 9.1.2023 06:08
Ali Baba í Austurstræti lokað Kebabstaðurinn Ali Baba lokar í Austurstræti. Ástæðan er ansi einföld, annar aðili vildi kaupa húsnæðið og hyggst opna bar eða veitingastað. Viðskipti innlent 8.1.2023 16:34
Hlaut varnarsár í átökum við Háskólabíó Slagsmál brutust út milli tveggja manna að loknum viðburði fyrir framan Háskólabíó í gærkvöldi. Annar var handtekinn og annar fluttur á slysadeils þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið varnarsár. Innlent 8.1.2023 13:13