Reykjavík

Fréttamynd

Hversu mörg ljós viltu slökkva herra borgar­stjóri?

Á föstudaginn síðasta var haldinn kynningarfundur um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík. Var fundurinn sem haldinn var í Tjarnarsal ráðhússins vel sóttur af hagsmunaaðilum í húsnæðis- og mannvirkjageiranum. Bar fundurinn yfirskriftina “Hvernig byggjum við lífsgæðaborg?”

Skoðun
Fréttamynd

„Af­leiðing af margra ára ó­á­byrgum rekstri“

„Við viljum auðvitað bara sjá ráðdeild í rekstrinum. Og við höfum bent á að staðan eins og hún er í dag, þetta er auðvitað uppsafnaður vandi. Þetta er afleiðing af margra ára óábyrgum rekstri og það er ekkert hægt að leysa það á einni nóttu,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um rekstur Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Fór í öskrandi panikk þegar hún fékk fréttirnar

Vinkona írösku systranna sem vísað var úr landi fyrir helgi segir þær nú búa við ömurlegar aðstæður í Grikklandi. Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp krefst þess að fatlaður bróðir systranna, sem einnig var sendur brott, verði sóttur aftur. Mörg hundruð manns mótmæltu umdeildri fjöldabrottvísun á hælisleitendum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slagsmál og ofurölvun í miðborginni

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt með mörgum minniháttar málum sem tengdust ofurölvun eða slagsmálum. Lögreglumenn urðu meðal annars vitni að líkamsárás í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Segir bið­tíma eftir plássi á hjúkrunar­heimilum hafa styst

Heilbrigðisráðherra segir biðtíma eftir plássi á hjúkrunarheimilum hafa styst þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri beðið eftir plássi á höfuðborgarsvæðinu. Mikil uppbygging hafi verið á hjúkrunarrýmum um land allt en borgarfulltrúi segir upbbygingu annars staðar ekki minnka þörf á uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið eftirlit í miðbænum vegna Airwaves

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikið eftirlit í miðborg Reykjavíkur vegna Airwaves-tónlistarhátíðarinnar í nótt. Flest mál sem komu upp voru þó minniháttar og tengdust ölvun.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar hljóm­sveitinni og syngur óperu á sama tíma

Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma.

Menning
Fréttamynd

Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum

Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina.

Innlent
Fréttamynd

Sló samnemanda með hamri

Nemandi við Réttarholtsskóla réðst á samnemanda sinn með hamri fyrir utan skólann á skólatíma á miðvikudag. Starfsmaður náði að skerast í leikinn og stöðva árásina. Málið er til skoðunar hjá barnaverndaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Mál starfsmanna Bambus og Flame fer fyrir dómstóla

Mál Matvís gegn eigendum veitingastaðanna Bambus og Flame um meintan launaþjófnað gegn starfsmönnum fer til dómstóla. Í tilkynningu frá Matvís segir að umræddir atvinnurekendur hafi enn ekki gert upp við starfsfólkið að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennt á Austurvelli

Nokkuð stór hópur hefur safnast saman til að mótmæla meðferð stjórnvalda á flóttafólki sem var sent úr landi með leiguflugvél til Grikklands í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Mætt aftur fílefld eftir „skrautleg þrjú ár“

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var formlega sett við hátíðlega athöfn á hjúkrunarheimilinu Grund í morgun, í fyrsta sinn síðan 2019. Hátíðarstjóri er fullur tilhlökkunar fyrir helginni en uppselt er á hátíðina, sem hefur ekki gerst í áratug.

Innlent