Reykjavík

Fréttamynd

Slags­mál og of­drykkja slökkvi­liðinu til ama

Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 

Innlent
Fréttamynd

Vopnað rán í Hlíðunum

Karlmaður var handtekinn fyrir vopnað rán í Hlíðunum í nótt en sá ógnaði konu með hnífi og rændi af henni síma. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Djammið enn með Co­vid-ein­kenni

Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Brekku­söngur í mið­bænum í kvöld

Það er margt um að vera yfir verslunarmannahelgina en það verður ekki bara stuð og stemming úti á landi. Í miðborginni verður sungið í brekkunni í Ingólfsstræti þegar spænsk þjóðlagasveit syngur fyrir gesti barsins Spánska klukkan átta í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mann­réttindi fólks með fötlun 2. hluti

Sunnudaginn 22. maí síðastliðinn var Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali í þættinum Sunnudagssögur á Rás2. Þetta var athyglisvert viðtal þar sem að borgarfulltrúinn fordæmdi klíkusamfélagið og samfélagslega skaðann sem hlýst af því að framgangur fólks í starfi ráðist af öðrum forsendum en hæfni þeirra til starfsins.

Skoðun
Fréttamynd

Domus Medica-húsið selt

Domus Medica-húsið hefur verið selt til fyrirtækisins Medicus ehf.. Fyrirtækið á Heilsugæsluna á Höfða og vonast stjórnarmaður eftir því að hægt verði að byggja upp heilbrigðisþjónustu í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við

Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu

Nýlega samþykktu borgaryfirvöld nýja Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, sem lýsir framtíðinni innan borgarinnar og tekur til þau atriði og þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld geta sett af stað til að hvetja fólk til að nota reiðhjól í ríkari mæli, sérstaklega til styttri ferða.

Skoðun
Fréttamynd

Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum

Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei sé betra að vera í Reykja­vík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“

Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi.

Innlent