Reykjavík

Fréttamynd

Högg að fá fréttir um sig byggðar á misskilningi lögreglu

Framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir fréttaflutning um að starfsmenn gistiskýlis hafi látið heimilislausan mann sofa úti í kuldanum mikið högg fyrir starfsfólkið. Það hafi enda verið að gera allt rétt, ólíkt því sem lögregla gaf í skyn í dagbók sinni í morgun. Þetta sé misskilningur af hálfu lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti

Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður.

Innlent
Fréttamynd

Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins

Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“

Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi.

Innlent
Fréttamynd

Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann.

Innlent
Fréttamynd

Sækist ekki eftir endur­kjöri og styður Hildi

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor.

Innlent
Fréttamynd

Jafnlöng röð í sýnatöku og áður

Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðið biður fólk um að hætta að kveikja í rusla­gámum

Höfuðborgarbúar virðast hafa vakið lengi fram eftir í gærnótt ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal verkefna lögreglunnar voru gróðureldar á Seltjarnarnesi, sem tilkynnt var um rétt eftir miðnætti í nótt. Eldurinn var minniháttar og tókst lögreglu fljótlega að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið telur að flugeldar hafi komið við sögu.

Innlent
Fréttamynd

Sund­lauginni lokað og gestir sendir heim

Loka þurfti Árbæjarlaug síðdegis í dag vegna manneklu og sundlaugagestir voru reknir upp úr. Fjölmargir starfsmenn sundlauga á höfuðborgarsvæðinu eru í sóttkví eða einangrun og ekki tókst að manna seinni vaktina í lauginni af þeim ástæðum.

Innlent
Fréttamynd

Lokað í grunn- og leik­skólum á mánu­daginn

Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Gott væri að fækka ferðum á bílum“

Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Borgin leiðir fjölgun stöðugilda í faraldrinum

Reykjavíkurborg hefur fjölgað stöðugildum mun meira en önnur stór sveitarfélög í heimsfaraldrinum. Talsmenn borgarinnar hafa gefið út að mikil fjölgun stöðugilda á stuttu tímabili hafi verið hluti af vinnumarkaðsaðgerðum sem ætlað var að viðhalda ákveðnu atvinnustigi.

Innherji
Fréttamynd

Lokuðu skamm­­tíma­vistun fyrir fötluð börn vegna mann­eklu

Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg hafi byggt á­kvörðun á röngum upp­lýsingum

Kæru­nefnd úr­skurðaði ný­lega að Reykja­víkur­borg bæri að greiða fyrir­tækinu Vörðu­bergi skaða­bætur eftir að hafa hafnað til­boði fyrir­tækisins í gang­stétta­við­gerðir borgarinnar. Reykja­víkur­borg byggði á­kvörðunina á því að meintur eig­andi fyrir­tækisins hafi áður verið dæmdur fyrir skatt­svik.

Innlent