Reykjavík

Fréttamynd

Sagðist hafa ekið sofandi á ljósastaur á 85 km/klst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 113 rétt eftir klukkan 4 í nótt, þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, sagðist hafa verið á 85 km/klst en jafnframt að orsök slyssins væru þau að hann hefði sofnað við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Finnur ekki eigin­konuna og krefst skilnaðar

Íslenskur karlmaður segist ekki hafa hitt eiginkonu sína í sextán ár og krefst því skilnaðar. Stefnan var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu enda hefur manninum ekki tekist að hafa uppi á eiginkonunni til að birta henni stefnuna með hefðbundnum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu

Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Munu fljúga tvisvar í viku til Vest­manna­eyja

Samkomulag hefur náðst milli flugfélagsins Ernis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að Ernir muni sinna áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja tvisvar í viku. Flogið verður á mánudögum og föstudögum. 

Innlent
Fréttamynd

„Hjartað réð för“

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til byggð sérstaklega sniðna að eldri íbúum Reykjavíkur

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að svæði innan borgarinnar verði skipulögð þannig að sérstök áhersla verði lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin verði skilgreind fyrir sextíu ára og eldri og önnur fyrir 75 ára og eldri. Leggur til 2-3 þúsund sérbýli, minigolf, aðstöðu til heimahjúkrunar og skemmtilega garða. Tillagan er á dagskrá borgarstjórnar á morgun.

Innherji
Fréttamynd

Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim

Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki bannað að hafa gaman“

Bagga­lútur harmar mjög ef að sótt­varna­brot voru framin á tón­leikum þeirra í gær eins og lög­reglan greindi frá í dag. Hljóm­sveitin hafi látið al­manna­varnir taka út fyrir­komu­lag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í sam­ræmi við gildandi reglur og eina brotið sem með­limir hljóm­sveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímu­leysi margra gesta, sem er ef­laust vanda­mál við flesta við­burði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðið kannar bruna­lykt á Grandanum

Slökkviliðið sendi tvo slökkvibíla út á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fengu þeir tilkynningu um að brunalykt væri að finna á Grandanum.

Innlent
Fréttamynd

Með húmorinn að vopni við mót­mæli gegn bólu­setningum barna

And­stæðingar bólu­setninga og að­gerða stjórn­valda gegn heims­far­aldrinum virðast hafa þróað með sér ör­lítinn húmor og smekk fyrir orða­leikjum. Á annað hundrað manns tóku þátt í mót­mælum gegn bólu­setningum barna í dag og voru slag­orð mót­mælenda mörg í frum­legri kantinum.

Innlent