Reykjavík

Fréttamynd

Ráðinn sem sér­hæfður kokkur en settur í ræstingar

Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 

Innlent
Fréttamynd

Yndis­leg stund sem allir sem eigi fjöl­skyldur hljóti að skilja

Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað.

Innlent
Fréttamynd

Stakk tvo menn í Valshverfinu

Maður sem veittist að tveimur mönnum og stakk þá var handtekinn af lögregluþjónum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann hefur verið yfirheyrður í dag og standa yfirheyrslur enn yfir.

Innlent
Fréttamynd

Palestínskar konur í broddi fylkingar

Frelsi og mannréttindi palestínskra kvenna verða í forgrunni í kvennagöngu sem gengin verður frá Arnarhóli síðdegis í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Skipuleggjandi hvetur fólk til að fjölmenna í gönguna, það hafi sjaldan verið mikilvægara.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki fleiri íbúafundi!“

Hundruð grindvískra barna komu saman á fundi í Laugardalshöll í dag, þar sem þau ræddu stöðu sína vegna jarðhræringanna við heimabæinn.

Innlent
Fréttamynd

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn vilja ekki frían há­degis­mat

Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur.

Innlent
Fréttamynd

Á leið í gæslu­varð­hald

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir öllum sex sem handtekin voru í gær. Fallist var á vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tengslum við mál Vy-þrifa og tengdra fyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Líf­seigir skaflar á á­byrgð eig­enda

Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama.

Innlent
Fréttamynd

Mæla­borð, við­burða­daga­töl og upp­skrúfaðar glæru­kynningar

Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós.

Skoðun
Fréttamynd

Adda Rúna nýr skrif­stofu­stjóri menningar­borgar

Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Adda Rúna, hefur verið ráðin í starf skrifstofustjóra menningarborgar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Starfið var auglýst í október síðastliðnum og sóttu þrjátíu manns um starfið.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur Davíðs Viðarssonar: Ára­löng saga gruggugrar starf­semi

Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­gerðum lauk í kringum mið­nætti

Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórn­ar­lömb meints man­sals hafa verið virkjuð. 

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðirnar standa enn yfir

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi standa enn yfir. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir hand­teknir í tengslum við að­gerðirnar

Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On.

Innlent
Fréttamynd

Sjarmerandi eign í gamla Vestur­bænum

Við Ægisgötu í Vesturbæ Reykjavíkur má finna fallega og mikið endurnýjaða 94 fermetra íbúð á annarri hæð í steinsteyptu húsi frá árinu 1954. Ásett verð er 82,5 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

For­eldrar ungra reyk­vískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á bið­listum

Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Leita að parísarhjólsstjóra

Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til fundar með börnum frá Grinda­vík

Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við  þær aðstæður sem nú eru uppi.

Innlent
Fréttamynd

Leggjast gegn ál­klæðningu á tveimur hliðum Lauga­lækjar­skóla

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur lagst gegn umsókn byggingarfulltrúa borgarinnar þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu. Er vísað í að að setja klæðningu á hús þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir henni í upphafi hafi oft neikvæð áhrif á útlit húss. Þannig geti helstu stíleinkenni tapast.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti

Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn.

Innlent