Reykjavík

Fréttamynd

Kaldar kveðjur til Þróttar og KR

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn í Bátavogi lést vegna köfnunar

Dánarorsök mannsins sem lést í Bátavogi í september í fyrra liggur nú fyrir. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu sögu­frægt hús á 800 milljónir

Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús

Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki refsað fyrir að stinga ungan mann við Breið­holts­laug

Ungur karlmaður var í lok síðasta árs sakfelldur fyrir sérlega hættulega líkamsárás, með því að hafa stungið annan ungan mann við Breiðholtslaug árið 2021. Maðurinn krafðist sýknu á grundvelli neyðarvarnar en hvorki var fallist á að neyðarvörn hefði réttlætt stunguna né að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar vegna skelfingar eða hræðslu. Honum var þó ekki gerð refsing fyrir líkamsárásina.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Kröftug mót­mæli þegar þing kom saman

Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að þessi maður sé sá eini sem getur leitt okkur í sann­leikann um hvað gerðist“

„Ég man hreinlega ekki allan fjöldann af stöðum þar sem líkið á að hafa verið,“ segir Hörður Jóhannesson fyrrum rannsóknarlögreglumaður en hann er einn af þeim sem kom að rannsókninni á hvarfi Valgeirs Víðissonar á sínum tíma. Í sumar eru liðin þrjátíu ár síðan Valgeir Víðisson hvarf sporlaust af heimili sínu á Laugavegi. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Enn í dag er málið óupplýst.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta og á­rekstrar

Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

„Tel ekki til­efni til að svara þessari Facebook færslu sér­stak­lega“

Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn.

Innlent
Fréttamynd

Í lífs­hættu eftir tilefnislausa stunguárás

Karlmaður á þrítugsaldri er mjög alvarlega særður eftir að hann var stunginn í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn grunaður um árásina. Tildrög árásarinnar eru óljós.

Innlent
Fréttamynd

Ung­lingur skemmdi lög­reglu­bíl

Þegar lögregluþjónar voru kallaðir til aðstoðar vegna unglingasamkvæmis í Árbæ gærkvöldi var einn unglingur handtekinn, eftir að hann skemmdi lögreglubíl. Í dagbók lögreglu segir að málið verði unnið með barnavernd og forráðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi í sund­laugum

Sundlaugamenning Íslendinga er einstök og skipa sundlaugarnar stóran sess í lífi margra. Í upphafi voru sundlaugar byggðar til sundkennslu en í dag hafa þær fjölþættu hlutverki að gegna til heilsuræktar, slökunar og leikja sem gerir þær að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsulind.

Skoðun
Fréttamynd

Met slegið í raf­orku­notkun á höfuð­borgar­svæðinu

Mesta rafmagnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi mældist í vikunni en fyrra met hafði staðið frá 2008. Aukin orkunotkun skýrist af orkuskiptum, fólksfjölgun og ferðamannastraumi. Reikna megi með tvöföldun í raforkudreifingu á næstu 20 til 30 árum.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki segja konu upp vegna grófra hótana barns­föður

Fyrirtæki í Reykjavík hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni laun á uppsagnafresti og miskabætur vegna ólögmætrar riftunar á ráðningarsamningi. Konan hafi ekki getað borið ábyrgð á grófum hótunum barnsföður síns í garð samstarfsmanns hennar. Landsréttur kollvarpaði fyrri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mygla í Blóðbankanum hafi ekki á­hrif á starf­semi bankans

Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 

Innlent
Fréttamynd

Hús­næði fyrst

Enn og aftur berast fréttir af því að heimilislausir á Gistiskýlinu þurfa að fara út í öllum veðrum og þó þau séu veik.

Skoðun
Fréttamynd

Neituðu að fara út í kuldann

Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn.

Innlent