Ölfus

Fréttamynd

Eins og verið sé að bæta kjör örv­hentra um­fram rétt­hentra

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi í dag: Er ógn eld­gosa að færast nær höfuð­borgar­svæðinu?

Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að taka sam­fanga háls­taki

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann, sem afplánaði dóm á Sogni, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn með því að taka hann hálstaki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta við Lögbergsbrekku

Bílvelta varð við Lögbergsbrekku um hálf tíuleytið í dag. Brekkan er skammt frá höfuðborgarsvæðinu þegar keyrt er austur fyrir fjall.

Innlent
Fréttamynd

Þórarinn Snorra­son í Vog­sósum látinn

Þórarinn Snorrason, bóndi í Vogsósum 2 í Selvogi, er látinn, 92 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á jóladag. Hann hafði legið á sjúkrahúsi um mánaðarskeið eftir að hafa lærleggsbrotnað er hann féll við útistörf við fjárhúsin í Vogsósum en þar stundaði hann sauðfjárbúskap.

Innlent
Fréttamynd

Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum

Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Gosmengun á höfuð­borgar­svæðinu í nótt

Einar Halldórsson teymisstjóri loftgæðateymis Umhverfissstofnunar segir að gosmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða fyrramálið. Það kemur einnig fram í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“

Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra.

Innlent
Fréttamynd

Lét Hver­gerðinga vita í febrúar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars.

Innlent
Fréttamynd

Hvergerðingar undrast yfir­lýsingar ná­granna sinna um virkjun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja.

Innlent
Fréttamynd

Aldan í Þor­láks­höfn

Fyrir um 23 árum kynntist ég fyrst öldunum í Þorlákshöfn, þá nýgræðingur í sportinu og að stíga mínar fyrstu öldur. Þá voru nokkrar hræður farnar að prófa brimbretti á Íslandi. Svo flutti ég til Bandaríkjanna og byrjaði að brima á ströndum Los Angeles í Kaliforníu.

Skoðun
Fréttamynd

Um þriðjungur starfs­fólks farinn heim til Pól­lands

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. 

Innlent
Fréttamynd

Lífs­fylling í stað land­fyllingar í Þor­láks­höfn

Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Skálað fyrir stóð­hestinum Stála sem á tæp­lega 900 af­kvæmi

Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra.

Innlent