Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Kol­brún stefnir á bæjarstjórann í Mosó

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Borgin þurfi að fara í megrun

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar

Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri dæmdur fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot

Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar

Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra.

Innherji
Fréttamynd

Brynjar hættur á Facebook

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýskipaður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, er hættur á Facebook, tímabundið hið minnsta. Hann segir nýja starfið þess eðlis að þar sé ekki gert ráð fyrir ábyrgðarlausu glensi á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Hreinn ráðinn að­stoðar­maður Jóns

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni

Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í slag kvenna um ritaraembætti Sjálfstæðisflokks

Þau tíðindi urðu við stjórnarskiptin að staða ritara í forystusveit Sjálfstæðisflokksins losnar eftir að Jón Gunnarsson tók við embætti innanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Innherja stefnir í æsispennandi slag milli öflugra kvenna innan flokksins um ritarann. Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra.

Innherji
Fréttamynd

Þessum er treyst fyrir áherslumálum ríkisstjórnarinnar

Viðmælendur Innherja sem erum öllum hnútum kunnugir innan stjórnarflokkanna þriggja eru sammála um að í nýundirrituðum stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fái allir flokkarnir þrír eitthvað fyrir sinn snúð.

Innherji
Fréttamynd

Ballið byrjaði með blæstri á Bessa­stöðum

Nýr stjórnarsáttmáli var kynntur, undirritaður og handsalaður á Kjarvalsstöðum í dag rúmum níu vikum eftir kosningar. Frá Kjarvalsstöðum lá leið á Bessastaði á fund forsetans þar sem sjö ráðherrar skiptu um ráðherrastóla. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“

Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf.

Innlent