Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina

Tillaga Sjálfstæðismanna um að koma fyrir fimmtíu veðurstöðvum í Reykjavík var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í borgarstjórn í gær. Þær eiga að nýtast til að ákvarða staðsetningar á gróðri til að draga úr vindi í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Kjölfesta í 90 ár

Hinn 25. maí 1929 ákváðu þingmenn Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins að sameina krafta sína í nýjum flokki: Sjálfstæðisflokknum. Stefnumál hans skyldu annars vegar vera fullt sjálfstæði landsins, og hins vegar að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.

Skoðun
Fréttamynd

Ílengist í dómsmálum

Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor.

Innlent
Fréttamynd

Kallaður Páll Kvísling

Páll Magnússon nafngreinir óhróðursmanninn sem kallar Pál og aðra Eyjamenn kvislínga þegar svo ber undir.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður fær ráðherralaun í hálft ár eftir afsögn

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fær biðlaun sem ráðherra í allt að hálft ár eftir að hún sagði af sér á miðvikudag. Það þýðir að hún á rétt á fullum launum ráðherra sem einnig situr á þingi upp á rúmar 1,8 milljónir krónur á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum.

Innlent