Seðlabankinn

Fréttamynd

Evrópu­sam­bandið fýsi­legur kostur í litlu hag­kerfi

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að innganga Íslands í Evrópusambandið gæti reynst vel. Hann gerir þó fyrirvara við mál sitt; ferlið sé flókið og nýr gjaldmiðill sé engin töfralausn. Aukið samstarf við nágrannaríkin gæti þó verið af hinu góða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýrmætum tíma sóað í dellukenningar

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun var einkar forvitnilegur. Áhorfendur fengu ýtarleg svör frá seðlabankastjóra um ákvarðanir peningastefnunefndar en upplýsingagildi fundarins fólst ekki síður í því hvernig sumar spurningar afhjúpuðu dellukenningarnar sem hafa hreiðrað um sig á Alþingi.

Klinkið
Fréttamynd

Erum á leið í „verstu sviðsmyndina“ með vextina hærri lengur en áður var talið

Þrátt fyrir vaxtahækkun og harðari tón peningastefnunefndar fyrr í þessum mánuði þá hafa verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði haldið áfram að versna verulega í skugga harðra átaka á vinnumarkaði sem hafa valdið enn meiri óvissu um verðbólguþróunina, að sögn sjóðstjóra og sérfræðinga á fjármálamarkaði. Markaðsvextir á stuttum ríkisskuldabréfum eru að nálgast átta prósent og hafa ekki verið hærri í meira en áratug.

Innherji
Fréttamynd

Í varnarham á opnum fundi

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var í varnarham í morgun á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um áhrif verðbólgu hér á landi, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr um aðgerðir Seðlabankans síðustu misseri. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiðslu­miðlun „ó­hag­kvæmari og ó­tryggari“ en á hinum Norður­löndunum

Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar.

Innherji
Fréttamynd

Landsbankinn hækkar líka vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkar vexti vegna stýri­vaxta­hækkana Seðla­bankans

Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku.

Neytendur
Fréttamynd

Seðla­banki Ís­lands

Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar.

Skoðun
Fréttamynd

Ás­gerður tekur sæti Gylfa í peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Ásgerði Pétursdóttur, lektor í hagfræði við Háskólann í Bath á Englandi, í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands frá 21. febrúar næstomandi. Ásgerður er skipuð til næstu fimm ára. Hún tekur við sæti Gylfa Zoëga sem setið hefur í peningastefnunefnd frá árinu 2009 en hann hefur setið hámarksskipunartíma í nefndinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkandi álag á banka­bréfin „gróf veru­lega“ undan gjald­eyris­markaðinum

Seðlabankastjóri segjast hafa væntingar um að gengi krónunnar hafi náð lágmarki og það muni styrkjast þegar líður á árið. Mikil hækkun vaxtaálags á skuldabréf bankanna í erlendri mynt hafði talsverð neikvæð áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á síðustu mánuðum ársins 2022 en nú er útlit fyrir að sú staða sé að breytast til hins betra.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólga og aðrir uppvakningar

Kerfisumbætur eru á forræði hins opinbera og gætu lagt lóð á vogarskálarnar til að ná tökum á verðbólgunni. Á alþjóðavettvangi hefur verið vaxandi umræða um kerfisumbætur á framboðshliðinni til að leysa úr læðingi krafta hagkerfisins. Markmið nýrrar framboðsstefnu beinist að því að sameina hina hefðbundnu áherslu á að draga úr hömlum á atvinnulífinu, en leggja á sama tíma kraft í félagslega þætti vinnumarkaðarins til að efla atvinnu og atvinnuöryggi.

Umræðan
Fréttamynd

Aðal­­hag­­fræð­­ing­­ur Ari­­on: Seðl­­a­b­ank­­a­­stjór­­i tap­­að­­i mikl­um trú­v­erð­­ug­­leik­­a

Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri segir Ís­lendinga í góð­æris­vanda

Seðlabankastjóri segir Íslendinga í góðærisvanda. Lakari horfur í efnahagsmálum stafi einkum af meiri launahækkunum en reiknað hefði verið með, gengissigi krónunnar og minna aðhalds í fjárlögum. Meginvextir Seðlabankans voru hækkaðir í 6,5 prósent í morgun og hafa ekki verið hærri í tæp þrettán ár.

Viðskipti innlent