Norski boltinn

Fréttamynd

Þrjú víti er Jón Dagur skoraði í tapi

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í liði OH Leuven sem tapaði 5-1 fyrir toppliði Union St. Gilloise í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leuven leitar enn fyrsta sigurs leiktíðarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Patrik hélt hreinu þegar Viking lagði Brann

Sex leikir fara fram í norsku úrvalsdeildinni í dag og er fimm þeirra lokið. Viking halda uppi pressu á topplið Bodø/Glimt en Viking vann góðan 0-2 útisigur á Brann en þetta var sjöundi sigur Viking í deildinni í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristall Máni á leið til Danmerkur á láni

Samkvæmt hlaðvarpinu Dr. Football er Kristall Máni Ingason á leið til danska liðsins Sönderjyske. Kristall Máni leikur með Rosenborg í Noregi en hann lék með Víkingi í Bestu deildinni í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensk mörk í sigrum í sænska og norska boltanum

Þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Ari Leifsson voru báðir á skotskónum er lið þeirra unnu sigra í sænska og norska boltanum í kvöld. Sveinn Aron skoraði fyrra mark Elfsborg í 2-0 sigri gegn Hammarby og Ari skoraði ein mark Strömsgodset í 1-0 sigri gegn Stabæk.

Fótbolti
Fréttamynd

Hegerberg spurð út í skrópin hjá Haaland

Norðmenn eiga tvo af bestu framherjum heims, Ödu Hegerberg í kvennaflokki og Erling Braut Haaland í karlaflokki. Norska kvennalandsliðið hefur hins vegar gert miklu betri hluti en karlaliðið og það lítur út fyrir að það sé farið að pirra Haaland verulega.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vakna alla morgna með hausverk“

Knattspyrnumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson hefur glímt við einkenni höfuðmeiðsla undanfarnar vikur og er nýfarinn að treysta sér út úr húsi. Hann vaknar alla morgna með höfuðverk.

Fótbolti
Fréttamynd

Ingibjörg Sigurðardóttir aftur á skotskónum með Vålerenga

Varnarjaxlinn Ingibjörg Sigurðardóttir var aftur á skotskónum í dag með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni, en þetta var þriðja mark Ingibjargar á tímabilinu. Vålerenga unnu öruggan 4-1 sigur á botnliði Arna-Bjørnar og sitja taplausar í toppsætinu eftir 16 leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mjög leiðinlegt að heyra þetta“

„Þetta kom mér alveg á óvart eftir að stjórnin var búin að gefa það út að hún hefði trú á honum,“ segir Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska stórliðsins Rosenborg en þjálfari liðsins Kjetil Rekdal var í morgun rekinn frá félaginu.

Fótbolti