Vinstri græn

Fréttamynd

Framkvæmdastjóri VG fer til Landverndar

Björg Eva Erlendsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Landverndar. Hún starfar nú sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna en hefur störf hjá Landvernd í október.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli

Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki. 

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­flokkarnir undir­búa hrókeringar í fasta­nefndum þingsins

Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd.

Innlent
Fréttamynd

Segir Vinstri græn hafa gert brott­hvarf sitt að skil­yrði

Jón Gunnars­son, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, segir að þing­menn og ráð­herrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkis­stjórn gegn því að verja hann gegn van­trausts­til­lögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera með­sekur með Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra í hval­veiði­málinu og telur hana hafa gerst brot­lega við lög.

Innlent
Fréttamynd

Ólga meðal útgerðarinnar vegna tillagna ráðherra

Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjald, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. SFS gagnrýnir áætlanir um hækkunina. Ráðherrann veitist að meðalstórum útgerðafyrirtækjum, segir talsmaður þeirra

Innlent
Fréttamynd

„Þau verða bara að tala saman“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að viðhalda veiðibanni á stórhvölum. Hún segist stefna á að taka ákvörðun sem fyrst en starfsmenn ráðuneytis hennar séu að vinna úr skýrslu sem birt var í gær um frávik við veiðar á hvölum.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokksformaður vill geta horft í spegil

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin.

Innlent
Fréttamynd

Segist voða lítið í „ef“ spurningum

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar­flokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Fram­sóknar við Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, komi til þess að van­trausti verði lýst yfir á hendur ráð­herranum og sú til­laga mögu­lega studd af Sjálf­stæðis­mönnum.

Innlent
Fréttamynd

Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Vísar gagnrýni á bug

Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Katrín á­varpar flokks­ráðs­fund

Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst í Félagsheimilinu á Flúðum í morgun, með ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG og félags- og vinnumálaráðherra. Nú talar Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís svarar um­boðs­manni: Ekki unnt að ná mark­miðum með öðru en frestun

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, hefur svarað bréfi um­boðs­manns Al­þingis þar sem óskað er eftir svörum vegna á­kvörðunar ráð­herra um að banna hval­veiðar tíma­bundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná mark­miðum um dýra­vel­ferð með öðrum hætti en frestun upp­hafs veiði­tíma­bils.

Innlent
Fréttamynd

Út­hugsað ill­virki

Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kvörðun Svan­dísar ekki haft já­kvæð á­hrif á sam­starfið

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Spáir stjórnarslitum á aðventunni

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu.

Innlent
Fréttamynd

„Við í Framsókn erum sultuslök“

Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Fýlupúka­fé­lag Sjálf­stæðis­flokksins snúið aftur

Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 

Innlent