Viðskipti

Fréttamynd

Stærsta raftækjaverslunin opnar um helgina

Stærsta raftækjaverslun landsins opnar í nýju verslunarhúsnæði við Kauptún 1 í Garðabæ klukkan ellefu árdegis núna á laugardaginn. Verslunin ber heitið MAX og lofa forsvarsmenn hennar miklu vöruúrvali og lágmarksverði sem ýta muni undir samkeppni á markaðnum. Á sama stað er ný verslun IKEA.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr Trölli?

Eins og greint er frá hér að framan völdu Samtök stjórnenda í Danmörku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM selur nýtt hlutafé

Forgangsréttarútboði Trygginga-miðstöðvarinnar (TM) lauk á mánudag en rúmlega 134,6 milljón hlutir seldust fyrir rúman 5,1 milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umtalsverð veiking krónu

Krónan hefur veikst hátt á fjórða prósent undanfarna tvo daga. Hún veiktist um 1,9 prósent í fyrradag vegna óróa í kjölfar ítrekunar matsfyrirtækisins Fitch á að enn séu neikvæðar horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs, þótt lánshæfiseinkunnir ríkisins hafi verið staðfestar. Veikingin gekk örlítið til baka í gærmorgun en tók svo snarpa dýfu aftur og hafði um þrjú leytið í gærdag veikst um rúm tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ástlaust hjónaband

Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Disney með methagnað

Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

EasyJet í skýjunum

EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er á miklu flugi þessa dagana. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað nær samfellt frá því í vor, um svipað leyti og FL Group losaði um sautján prósenta hlut sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinnslustöðin úr tapi í hagnað

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar nam 87 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 480 milljónum króna. Þetta jafngildir 82 prósenta samdætti á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gera dómssátt

Fjármálaeftirlitið hefur gert dómssátt í máli sem það höfðaði til ógildingar á úrskurði Kærunefndar. Varðaði það mál niðurstöðu Kærunefndar um að útgefanda bæri ekki að tilkynna viðskipti með eigin bréf til birtingar í Kauphöll eins og kveður á um í lögum um verðbréfaviðskipti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group stærri í Finnair

Áfram heldur hlutur Íslendinga í Finnair Oy að aukast en FL Group jók hlut sinn um rúmt prósentustig á þriðja ársfjórðungi og átti í lok september tólf prósent hlutafjár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist

Gengi íslensku krónunnar veiktist um 2,3% í dag. Krónan hefur veikst um þrjú prósent á síðustu tveimur dögum og styrking síðustu sex vikna hefur því gengið til baka á aðeins þessum tveimur dögum. Í Hálf fimm fréttum greiningadeildar KB-banka segir að svo virðist sem að 4-5 mánaða nær samfelld styrking krónunnar sé nú rofin.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Wal-Mart jókst um 11,5 prósent

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á þriðja fjórðungi ársins nam 2,7 milljörðum dala eða tæpum 187 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 11,5 prósenta aukning á milli ára. Afkoman í Bandaríkjunum var slök en þeim mun betri í öðrum löndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs

Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Verðbólga í Bretlandi mældist 2,4 prósent í október sem er óbreytt frá mánuðinum á undan og lægra en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er sagt auka líkurnar á því að stýrivaxtahækkunin í síðustu viku verði sú síðasta í bráð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tap hjá Vodafone Group í Evrópu

Farsímafélagið Vodafone Group, sem er ein stærsta farsímasamtæða í heimi, skilaði 5,1 milljarðs punda taprekstri á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í enda september. Þetta svarar til 664 milljarða íslenskra króna. Tapið er að mest tilkomið vegna vandræða í rekstri félagsins í Þýskalandi og á Ítalíu. Hagnaðurinn jókst á sama tíma um 31,5 prósent í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Byssur FL Group fullhlaðnar

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, telur að með því að nýta alla þá kosti sem FL standi til boða geti félagið ráðist í ný verkefni fyrir 120 milljarða króna, jafnvel allt að 150 milljarða. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur aldrei verið meiri eftir sölu á hlut þess í Icelandair Group á dögunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjörbreyting hjá Sterling

Nærri fimm milljarða króna bati hefur orðið á afkomu norræna lággjaldaflugfélagsins Sterlings, dótturfélags FL Group, fyrir afskriftir á þessu ári samanborið við síðasta ár. Ef einskiptiskostnaður er frátalinn er batinn enn meiri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan veiktist fyrir símafund

Krónan veiktist í gær um 1,9 prósent þegar hún fór upp fyrir gengisvísitöluna 120 og endaði í 121,8. Bæði greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans benda á að veikinguna megi rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch fyrir helgina þar sem lánshæfishorfur ríkisins voru áfram sagðar neikvæðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útboð Kaupþings hafið

Kaupþing hefur hafið sölu nýrra hlutabréfa, sem verður beint til erlendra fjárfesta, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunn bankans og styðja við frekari útrás. Samsvarar útgáfan um tíu prósenta aukningu hlutafjár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samruni Nokia og Siemens heimilaður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur heimilað samruna finnska farsímaframleiðandans Nokia og hins þýska Siemens. Fyrirtækin munu stofna nýtt fyrirtæki utan um framleiðslu á síma- og netkerfum, tækjabúnaði og öðrum netlausnum, sem mun heita Nokia Siemens Network og verður þriðja stærsta fyrirtæki á þessu sviði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pfaff-Borgarljós verður Pfaff

Fyrirtækið Pfaff-Borgarljós hefur skipt um nafn og mun frá deginum í dag starfa undir nafninu Pfaff. Pfaff var stofnað árið 1929 og er eitt af elstu fyrirtækjum landsins og hefur nú tekið upp sig upprunalega nafn. Pfaff tekur jafnframt upp nýtt merki og slagorðið „heimili gæðanna“.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar lækkaði

Gengi krónunnar veiktist um 2 prósent í dag og stóð vísitalan í 121,8 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings segir að svo virðist sem nokkur taugatitringur hafi verið til staðar á markaðnum í dag sem gæti verið hægt að rekja til áréttingu Fitch á lánshæfismati Íslands með neikvæðum horfum sem birt var fyrir helgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

IEA spáir hærra olíuverði

International Energy Agency (IEA), alþjóðleg ráðgjafarstofnun í orkumálum, spáir hærra olíuverði á næsta ári. Þetta kemur í kjölfar þess að OPEC hefur tilkynnt að samtökin ráðgeri að draga frekar úr framleiðslu á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Deutsche Telekom

Forstjóraskipti urðu í dag hjá þýska fjarskiptarisanum Deutsche Telekom, stærsta símafyrirtæki Evrópu. Kai-Uwe Picke, forstjóri fyrirtækisins, sagði óvænt upp störfum í morgun án nokkurra skýringa. Fyrirtækið hefur sett Rene Obermann, fyrrum forstjóra farsímahluta fyrirtækisins, í embætti forstjóra yfir samstæðunni.

Viðskipti erlent