Viðskipti Sveiflur eru á tryggingaálagi skuldabréfa Töluverðar sveiflur hafa verið á tryggingaálagi á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna (CDS) undanfarna daga eftir að það lækkaði nokkuð hratt í byrjun mánaðarins og má ráða að þær hækkanir sem hafa orðið á hlutabréfamarkaði á liðnum dögum skýrist ekki af þróun tryggingaálags. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39 Avion kaupir í Advent Air Avion Group hefur gert samning um kaup á fimm prósentum hlutafjár í ástralsk-asíska flugrekstrarfélaginu Advent Air. Kaupverð er tvö hundruð milljónir króna. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40 Hlutabréfamarkaður tekur við sér Bankarnir leiða hækkanir undanfarinnar viku í Kauphöllinni. FL Group hækkar félaga mest. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40 Olíusjóður skilaði tapi Lífeyrissjóður norska ríkisins, sem gjarnan er nefndur Norski olíusjóðurinn, tapaði 22 milljörðum norskra króna, tæpum 248 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er gengislækkun hlutabréfa í Japan og á nýmörkuðum. Þá á stýrivaxtahækkun heima fyrir hlut að máli. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39 Þjóðverjar svartsýnir Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 22.8.2006 17:03 Aukið tap hjá Atlantic Petrolium Færeyska olíufélagið Atlantic Petrolium, sem skráð er í Kauphöll Íslands, tapaði tæpum 6,4 milljónum danskra króna eða rúmum 77 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er um ellefu sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 22.8.2006 16:10 Laxaverðið lækkar enn Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, fjórðu vikuna í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15 prósentum lægra í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá náði það hámarki. Verðlækkunin kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca, sem er stór kaupandi að laxi, m.a. frá Noregi. Viðskipti innlent 22.8.2006 11:04 Launavísitalan hækkaði um 1,7 prósent Launavísitala í síðasta mánuði hækkaði um 1,7 prósent frá júní og hefur vísitalan hækkað um 10,2 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 22.8.2006 09:47 Ánægður með hagvöxt í Frakklandi Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár. Viðskipti erlent 22.8.2006 09:44 Verðbólga bara meiri í Lettlandi Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan er sú næstmesta á EES-svæðinu, en 6,9 prósenta verðbólga mældist í Lettlandi. Viðskipti innlent 21.8.2006 12:55 Hraðbankar í Eystrasaltinu Norrænu fjármálafyrirtækin Sampo og Nordea hafa tekið höndum saman um uppsetningu á hraðbankaneti (ATM) í Eystrasaltsríkjunum. Markmið bankanna er að annars vegar að efla þjónustu með bankakort og hins vegar auka þjónustu við viðskiptavini sína á þessu svæði. Stefnt er að því að setja upp fjögur hundruð hraðbanka í Eystrasaltsríkjunum, þar af helming í Litháen. Viðskipti innlent 21.8.2006 12:55 HB Grandi á iSEC Opnað verður fyrir viðskipti með bréf í HB Granda á iSEC markaði Kauphallarinnar annan október næstkomandi. Stjórn Kauphallarinnar hefur samþykkt beiðni HB Granda um að bréf félagsins verði afskráð af aðallista Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 21.8.2006 17:05 Aukinn hagnaður á milli ára Hagnaður MP Fjárfestingarbanka hf. nam 615 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 270 milljónum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 21.8.2006 14:22 Afskráning HB Granda samþykkt Kauphöll Íslands hefur samþykkt afskráningu hlutabréfa HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar. Bréfin verða afskráð eftir lokun viðskiptadags Kauphallarinnar 29. september næstkomandi. HB Grandi stefnir á skráningu á iSEC markaði Kauphallarinnar í október. Viðskipti innlent 21.8.2006 11:38 Olíuverð hækkaði um dal Hráolíuverð hækkað að jafnaði um einn bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sögð vera tilraunaskot Írana með skammdræga eldflaug á laugardag. Viðskipti erlent 21.8.2006 10:54 Methækkun á evrusvæðinu Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent á öðrum ársfjórðungi innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta er 0,3 prósentustigum minni hækkun en á fyrsta ársfjórðungi 2006, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum OECD. Landsframleiðsla á evrusvæðinu hefur ekki verið meiri í sex ár. Viðskipti erlent 21.8.2006 10:00 Hagnaður umfram væntingar Hagnaður Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþing hf., sem á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, nam 237,1 milljón króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður Kauphallar Íslands nam 172,9 milljónum króna sem er langt umfram áætlanir en gert hafði verið ráð fyrir tæplega 20 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins. Viðskipti innlent 21.8.2006 09:49 Vísitala byggingarkostnaðar hækkar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan ágúst og gildir fyrir september, hækkaði um 0,49 prósent frá mánuðinum á undan. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 11,5 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 21.8.2006 09:19 Spá 5 milljarða króna hagnaði á árinu Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Hátt hráefnisverð hafði meðal annars neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins en stefnt er að því að Icelandic Group skili 5 milljarða króna hagnaði á árinu. Viðskipti innlent 18.8.2006 16:28 Taprekstur hjá SS Samstæða Sláturfélags Suðurlands tapaði 24,8 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði 182 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri félagsins segir að aðstæður á kjötmarkaði hafi einkennst af skort á nær öllum kjöttegundum. Reiknað er með því að framboð aukist á næstu sex mánuðum og muni velta félagsins vaxa við það. Viðskipti innlent 18.8.2006 15:29 Minni hagnaður hjá Opnum Kerfum Group Hagnaður Opinna Kerfa Group hf. nam 46 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári en þá nam hagnaðurinn 86 milljónum króna. Viðskipti innlent 18.8.2006 14:40 Snörp lækkun fasteignaverð Íbúðaverð lækkaði um 1,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu á milli júní og júlí samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir ljóst að verðlækkun á íbúðamarkaði dragi úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Glitnir spáir 5 til 10 prósenta lækkun á íbúðaverði næstu 12 til 24 mánuði. Viðskipti innlent 18.8.2006 13:32 Kínverjar hækka stýrivexti Viðskipti erlent 18.8.2006 11:27 Næstmesta verðbólgan á Íslandi Samræmd vísitala neysluverðs í EES-löndunum var 102,4 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents lækkun frá fyrri mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 105,7 stig og hafði hún hækkað um hækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Næstmesta verðbólgan var á Íslandi eða 6,3 prósent. Viðskipti innlent 18.8.2006 10:40 Slæm afkoma Gap Viðskipti erlent 18.8.2006 10:19 Sigríður til Símans Viðskipti innlent 18.8.2006 09:50 Vill formleg samskipti við Guernsey Viðskipti innlent 18.8.2006 09:49 Magasin tekur yfir Debenhams í Köben Viðskipti innlent 18.8.2006 09:49 Boða hagræðingu á 365 Viðskipti innlent 18.8.2006 09:49 Verðbólga lækkar á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í júlímánuði, sem er 0,1 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Hagfræðingar segja lækkunina þó líklega ekki koma í veg fyrir að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október. Viðskipti erlent 18.8.2006 09:41 « ‹ 135 136 137 138 139 140 141 142 143 … 223 ›
Sveiflur eru á tryggingaálagi skuldabréfa Töluverðar sveiflur hafa verið á tryggingaálagi á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna (CDS) undanfarna daga eftir að það lækkaði nokkuð hratt í byrjun mánaðarins og má ráða að þær hækkanir sem hafa orðið á hlutabréfamarkaði á liðnum dögum skýrist ekki af þróun tryggingaálags. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39
Avion kaupir í Advent Air Avion Group hefur gert samning um kaup á fimm prósentum hlutafjár í ástralsk-asíska flugrekstrarfélaginu Advent Air. Kaupverð er tvö hundruð milljónir króna. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40
Hlutabréfamarkaður tekur við sér Bankarnir leiða hækkanir undanfarinnar viku í Kauphöllinni. FL Group hækkar félaga mest. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40
Olíusjóður skilaði tapi Lífeyrissjóður norska ríkisins, sem gjarnan er nefndur Norski olíusjóðurinn, tapaði 22 milljörðum norskra króna, tæpum 248 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er gengislækkun hlutabréfa í Japan og á nýmörkuðum. Þá á stýrivaxtahækkun heima fyrir hlut að máli. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39
Þjóðverjar svartsýnir Væntingavísitalan í Þýskalandi féll um 20,7 punkta frá júlí og mælist mínus 5,6 stig í þessum mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár og benda niðurstöðurnar til að Þjóðverjar séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum. Viðskipti erlent 22.8.2006 17:03
Aukið tap hjá Atlantic Petrolium Færeyska olíufélagið Atlantic Petrolium, sem skráð er í Kauphöll Íslands, tapaði tæpum 6,4 milljónum danskra króna eða rúmum 77 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er um ellefu sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 22.8.2006 16:10
Laxaverðið lækkar enn Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, fjórðu vikuna í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15 prósentum lægra í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá náði það hámarki. Verðlækkunin kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca, sem er stór kaupandi að laxi, m.a. frá Noregi. Viðskipti innlent 22.8.2006 11:04
Launavísitalan hækkaði um 1,7 prósent Launavísitala í síðasta mánuði hækkaði um 1,7 prósent frá júní og hefur vísitalan hækkað um 10,2 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 22.8.2006 09:47
Ánægður með hagvöxt í Frakklandi Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa jókst um 0,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að framleiðslan aukist um 1,9 prósent á árinu. Thierry Breton, fjármálaráðherra landsins, er hæstánægður með aukninguna, sem er sú mesta í 20 ár. Viðskipti erlent 22.8.2006 09:44
Verðbólga bara meiri í Lettlandi Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan er sú næstmesta á EES-svæðinu, en 6,9 prósenta verðbólga mældist í Lettlandi. Viðskipti innlent 21.8.2006 12:55
Hraðbankar í Eystrasaltinu Norrænu fjármálafyrirtækin Sampo og Nordea hafa tekið höndum saman um uppsetningu á hraðbankaneti (ATM) í Eystrasaltsríkjunum. Markmið bankanna er að annars vegar að efla þjónustu með bankakort og hins vegar auka þjónustu við viðskiptavini sína á þessu svæði. Stefnt er að því að setja upp fjögur hundruð hraðbanka í Eystrasaltsríkjunum, þar af helming í Litháen. Viðskipti innlent 21.8.2006 12:55
HB Grandi á iSEC Opnað verður fyrir viðskipti með bréf í HB Granda á iSEC markaði Kauphallarinnar annan október næstkomandi. Stjórn Kauphallarinnar hefur samþykkt beiðni HB Granda um að bréf félagsins verði afskráð af aðallista Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 21.8.2006 17:05
Aukinn hagnaður á milli ára Hagnaður MP Fjárfestingarbanka hf. nam 615 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 270 milljónum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 21.8.2006 14:22
Afskráning HB Granda samþykkt Kauphöll Íslands hefur samþykkt afskráningu hlutabréfa HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar. Bréfin verða afskráð eftir lokun viðskiptadags Kauphallarinnar 29. september næstkomandi. HB Grandi stefnir á skráningu á iSEC markaði Kauphallarinnar í október. Viðskipti innlent 21.8.2006 11:38
Olíuverð hækkaði um dal Hráolíuverð hækkað að jafnaði um einn bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag. Helsta ástæðan er sögð vera tilraunaskot Írana með skammdræga eldflaug á laugardag. Viðskipti erlent 21.8.2006 10:54
Methækkun á evrusvæðinu Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent á öðrum ársfjórðungi innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Þetta er 0,3 prósentustigum minni hækkun en á fyrsta ársfjórðungi 2006, samkvæmt bráðabirgðaútreikningum OECD. Landsframleiðsla á evrusvæðinu hefur ekki verið meiri í sex ár. Viðskipti erlent 21.8.2006 10:00
Hagnaður umfram væntingar Hagnaður Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþing hf., sem á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, nam 237,1 milljón króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður Kauphallar Íslands nam 172,9 milljónum króna sem er langt umfram áætlanir en gert hafði verið ráð fyrir tæplega 20 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins. Viðskipti innlent 21.8.2006 09:49
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan ágúst og gildir fyrir september, hækkaði um 0,49 prósent frá mánuðinum á undan. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 11,5 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 21.8.2006 09:19
Spá 5 milljarða króna hagnaði á árinu Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Hátt hráefnisverð hafði meðal annars neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins en stefnt er að því að Icelandic Group skili 5 milljarða króna hagnaði á árinu. Viðskipti innlent 18.8.2006 16:28
Taprekstur hjá SS Samstæða Sláturfélags Suðurlands tapaði 24,8 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði 182 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri félagsins segir að aðstæður á kjötmarkaði hafi einkennst af skort á nær öllum kjöttegundum. Reiknað er með því að framboð aukist á næstu sex mánuðum og muni velta félagsins vaxa við það. Viðskipti innlent 18.8.2006 15:29
Minni hagnaður hjá Opnum Kerfum Group Hagnaður Opinna Kerfa Group hf. nam 46 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári en þá nam hagnaðurinn 86 milljónum króna. Viðskipti innlent 18.8.2006 14:40
Snörp lækkun fasteignaverð Íbúðaverð lækkaði um 1,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu á milli júní og júlí samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir ljóst að verðlækkun á íbúðamarkaði dragi úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Glitnir spáir 5 til 10 prósenta lækkun á íbúðaverði næstu 12 til 24 mánuði. Viðskipti innlent 18.8.2006 13:32
Næstmesta verðbólgan á Íslandi Samræmd vísitala neysluverðs í EES-löndunum var 102,4 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents lækkun frá fyrri mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 105,7 stig og hafði hún hækkað um hækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Næstmesta verðbólgan var á Íslandi eða 6,3 prósent. Viðskipti innlent 18.8.2006 10:40
Verðbólga lækkar á evrusvæðinu Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í júlímánuði, sem er 0,1 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Hagfræðingar segja lækkunina þó líklega ekki koma í veg fyrir að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október. Viðskipti erlent 18.8.2006 09:41