Viðskipti

Fréttamynd

Stórtíðindi fyrir læknavísindin

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa fasteignir í Búlgaríu

Íslenskir kaupsýslumenn hafa áhuga á að kaupa fasteignir í Búlgaríu og að byggja þar bæði upp iðnað og verslun, að því er greint er frá í viðskiptablaðinu <em>Sofia Morning News</em>. Íslensk orkufyrirtæki leita einnig samstarfsaðila í Búlgaríu og hafa áhuga á að byggja þar gufuaflsvirkjanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metvelta á fasteignamarkaði

Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri en síðastliðnar fjórar vikur samkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Í kjölfar nýrra fasteignalána frá innlánsstofnunum og lægri vaxta hefur verið slegið nýtt met á markaðinum en veltan á umræddum tíma nemur 19 milljörðum og 4,8 til 4,9 milljarðar í hverri viku að undanförnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignir seldar á undirverði

Fjárfestar í Moskvu óttast að yfirvöld hafi í hyggju að búta olíufyrirtækið Yukos niður og selja á útsöluverði til manna sem eru stjórnvöldum í Kreml þóknanlegir og Vladimír Pútín forseta vilhallir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærst sinnar tegundar

Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Formaður útvarpsráðs segi af sér

Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tryggja sjálfstæði Skjás eins

Landssíminn styrkti stöðu sína í Íslenska sjónvarpsfélaginu til að tryggja áfram rekstur Skjás eins sem sjálfstæðrar sjónvarpsstöðvar samkvæmt tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir einnig að fyrirtækið gæti þannig að aðgangi Landssímans að gæðaefni til að dreifa um fjarskiptakerfi Símans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útboði hluta lokið hjá KB banka

Af 110 milljónum hluta sem seldir voru í söluferli nýrra hluta í Kaupþingi Búnaðarbanka fóru um 55 milljónir hluta til fjárfesta sem ekki tilheyrðu hluthafahópi Kaupþings Búnaðarbanka fyrir útboðið. Gengið var 480 krónur á hlut og nam því markaðsvirði sölunnar 52,8 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sölu nýrra hluta í KB banka lokið

Söluferli á nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka er lokið. Á bilinu 80 - 110 milljónir hluta voru í boði á genginu 460 – 500, háð eftirspurn. Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna og var því umframeftirspurn. Samtals voru seldir 110 milljónir hlutir til fagfjárfesta á genginu 480 krónur á hlut og er markaðsvirði þeirra 52,8 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni styrkti stöðu sína

Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hópur forstjóra ræður Íslandsbanka

Öfl innan Íslandsbanka sem hafa stutt forstjóra bankans náðu á ný yfirhönd í stjórn bankans, þegar Lífeyrissjóður Verlsunarmanna seldi fjögurra prósenta hlut. Í kjölfarið munu fjórir bankaráðsmenn fara úr stjórn bankans

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan hækkar

Verðbólgan fer vaxandi á Íslandi og nálgast nú þolmörk Seðlabankans. Ný vísitala neysluverðs sýnir að verðbólga á ársgrundvelli er nú 3,7 prósent en á sama tíma í fyrra var hún 2,2 prósent á ársgrundvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkunin á sér fáar hliðstæður

Íslensk hlutabréf hafa hækkað mjög í verði á síðustu mánuðum. Úrvalsvísitalan hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Á föstudaginn stóð vísitalan í 3.947 stigum og hafði þá hækkað í tólf daga af síðustu þrettán. Alls hefur vísitalan hækkað um 88 prósent frá byrjun ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útgjöld vegna gjaldþrota aukast

Útgjöld ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota fyrirtækja hafa aukist verulega undanfarin þrjú ár. Til að bregðast við þessu þarf sjóðurinn stórauknar fjárheimildir frá ríkissjóði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afleiðingarnar yrðu gríðarlegar

"Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Í lykilstöðu í Atlantshafinu

Icelandair hefur nýverið kynnt fyrirhugað flug til San Fransisco. Það er eina flugið til Kaliforníu sem Norðurlandabúum stendur til boða. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir legu landsins bjóða upp á sérstakt tækifæri til að tengja Evrópu og Bandaríkin. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining um áramótin

Stefnt er að sameiningu SPRON og Sparisjóðs Vélstjóra um áramótin. Forystumenn sjóðanna vonast til að fá fleiri sparisjóði til liðs við sig í framhaldinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

SH veltir SÍF úr sessi

Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskiptin aldrei verið fleiri

Viðskipti í Kauphöll Íslands hafa aldrei verið fleiri á fyrstu þremur fjórðungum ársins samkvæmt viðskiptayfirliti Kauphallarinnar eða 1.515 talsins. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans nú síðdegis. Mikil velta hefur verið á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði á árinu og hefur hvert veltumetið á fætur öðru fallið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnarformaðurinn á þriðjung

Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, er orðinn stærsti eigandi félagsins með þriðjungshlut eftir að hann keypti Jón Helga Guðmundsson, forstjóra BYKO, út úr Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi. Jafnframt hefur Jón Helgi sagt sig úr stjórn félagsins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áhrif nýju lánanna að koma í ljós

Áhrif nýju húsnæðislána bankanna eru nú að koma í ljós samkvæmt hálffimm fréttum KB banka. Velta á fasteignamarkaði hefur aukist mikið síðastliðnar vikur og fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu var 275 vikuna 24.-30. september. Heildarveltan var 4.843 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Eignast 32% hlut í Flugleiðum

Fjárfestingarfélagið Prímus, sem er í eigu Hannesar Smárasonar, hefur keypt hlut Jóns Helga Guðmundssonar í Flugleiðum. Saman áttu þeir Hannes og Jón Helgi rúmlega 32 prósenta hlut í Flugleiðum sem bundið var í eignarhaldsfélaginu Oddaflug. Hannes á það fyrirtæki einn eftir þessi viðskipti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta skrefið í greiningu

Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um kostnaðargreiningu á heilbrigðisþjónustu kemur fram að kostnaður við komu sjúklinga á heilsugæslu er lægri en kostnaður við komu til sérgreinalækna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki breytingar í vændum

Hópur fjárfesta hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í Bræðurnir Ormsson ehf. Ekki fæst uppgefið á hvaða kjörum fyrirtækið var selt, en fjárfestarnir eru þeir Gunnar Örn Kristjánsson, Birgir Sævar Jóhannsson og Sigurður Sigfússon.

Viðskipti innlent