Almannavarnir

Fréttamynd

Telja líkur á öðru eld­gosi

Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Öllum rýmingum af­létt á Austur­landi

Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Rýmingar sem gripið var til á Austurlandi hafi því verið aflétt að fullu. Óvissustig vegna snjófljóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Fólk á Aust­fjörðum sleppi því að vera á ferðinni

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði fyrir skemmstu með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Búið er að rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað. 

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosið í beinni

Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Dregið hefur úr virkninni en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan.

Innlent
Fréttamynd

Jörðin í Grinda­vík gaf sig undan vinnu­vél

Vinnutæki af gerð sem kölluð er búkolla í daglegu máli hrundi að hluta til ofan í sprungu í Grindavík í dag. Verið var að álagsprófa nokkrar götur sem lokaðar voru almenningi. Vitað var af nokkrum sprungum og holrýmum og þungum ökutækjum var ekið um svæðið til að kanna burðargetu og öryggi gatnanna.

Innlent
Fréttamynd

Níu svæði í Grinda­vík girt af

Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin.

Innlent
Fréttamynd

Vís­bendingar um að gosið geti varað lengi

Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris geti leitt til lengra goss

Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 

Innlent
Fréttamynd

Svarts­engi rýmt vegna gasmengunar

Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar búi í ó­vissu þrátt fyrir tölfræðileiki

„Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins.

Innlent
Fréttamynd

Hraun­tungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni

Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því  og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin.

Innlent
Fréttamynd

„Það er verið að rýma Grinda­vík“

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Segja um­brotum við Grinda­vík geta lokið innan eins til tveggja mánaða

Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Spá því að um­brotum við Grinda­vík ljúki síð­sumars

„Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Endurvekjum rann­sóknar­nefnd al­manna­varna

Á dögunum lagði ég fram frumvarp um rannsóknarnefnd almannavarna. Með frumvarpinu er lagt til að rannsóknarnefnd almannavarna verði að nýju tekin upp í lög um almannavarnir. Á málinu eru ásamt mér meðflutningsmenn úr flestum flokkum á Alþingi og því um þverpólitískt mál að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Hættu­stig lækkað á tveimur svæðum

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins.

Innlent
Fréttamynd

Upp­fært hættu­mat

Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Kviku­hlaup skammt frá Sýlingar­felli

Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss.

Innlent