Íþróttir West Brom burstaði Everton West Bromwich Albion tók lánlaust lið Everton í kennslustund á heimavelli í dag 4-0, en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Nathan Ellington skoraði tvö mörk fyrir West Brom og þeir Neil Clement og Robert Earnshaw gerðu út um leikinn. West Brom lyfti sér í 16. sæti deildarinnar með sigrinum, en Everton situr í því 18. Sport 19.11.2005 19:51 Mayweather drjúgur með sig Hinn ósigraði Floyd Mayweather er heldur betur drjúgur með sig fyrir bardagann við Sharmba Mitchell í nótt og segist vera farinn að hugsa um næsta bardaga, sem væntanlega muni skila honum meiri tekjum en bardagi kvöldsins. WBC belti Mayweather verður ekki undir í bardaganum í kvöld, sem sýndur er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 19.11.2005 15:31 Ævintýralegur sigur Leeds Leeds United vann ævintýralegan sigur á Southampton í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í dag, eftir að hafa verið undir 3-0 í hálfleik. Gylfi Einarsson var ekki með Leeds vegna meiðsla. Ívar Ingimarsson lék allan tímann með Reading sem sigraði Hull 3-1, en Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu. Loks spilaði Jóhannes Karl Guðjónsson allan leikinn fyrir Leicester í 1-0 tapi fyrir Burnley. Sport 19.11.2005 17:41 Njarðvíkingar meistarar Njarðvíkingar tryggðu sér nú rétt í þessu sigur í úrslitaleik Powerade- bikarsins, þegar þeir lögðu KR 90-78. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, en þeir Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham settu 19 stig hvor. Bandaríkjamaðurinn Omari Westley skoraði mest fyrir þá svarthvítu, 28 stig. Sport 19.11.2005 18:08 Chelsea lagði Newcastle Leikjunum fimm sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Chelsea sigraði Newcastle 3-0. Joe Cole, Hernan Crespo og Damien Duff skoruðu mörk meistaranna, sem hafa sem fyrr örugga forystu á toppi deildarinnar. Þá gerðist sérstakur atburður í leik Charlton og Manchester United. Sport 19.11.2005 17:00 Stjarnan sigraði ÍBV Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn. Sport 19.11.2005 16:38 Manchester United leiðir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alan Smith kom Manchester United yfir gegn Charlton á útivelli með marki á 37. mínútu. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Portsmouth, Zenden og Cissé skoruðu mörkin. Sport 19.11.2005 15:50 Ólöf María á sjö yfir á fyrsta hring Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lék fyrsta hringinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á sjö höggum yfir pari í dag, eða 80 höggum. Mótið fer fram á La Cala vellinum á Spáni. Ólöf er því nokkuð frá efstu mönnum á mótinu, en leiknir verða fjórir hringir. Sport 19.11.2005 15:40 Tengdur öndunarvél og er í lífshættu Knattspyrnugoðið George Best heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu á Cromwell sjúkrahúsinu í London, þar sem hann liggur á gjörgæslu vegna lungnasýkingar. Best var í öndunarvél í nótt og hefur lést um mörg kíló. Eins og staðan er nú hefur honum frekar hrakað og læknar vinna nú hörðum höndum við að reyna að bjarga lífi hans. Sport 19.11.2005 14:37 Arsenal marði sigur á Wigan Arsenal vann nauman sigur á frískum nýliðum Wigan í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú rétt áðan. Thierry Henry skoraði tvö marka Arsenal og Robin Van Persie skoraði eitt. Henry Camara og Jimmy Bullard skoruðu mörk Wigan. Sport 19.11.2005 14:42 Auðveldur sigur Celtic í grannaslagnum Celtic skellti sér í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði granna sína Rangers 3-0 í viðureign sem jafnan er hápunktur ársins þar í landi. John Hartson, Bobo Balde og Aiden McGeady skoruðu mörk Celtic, sem hefur þriggja stiga forskot á Hearts sem eiga leik til góða. Sport 19.11.2005 14:24 Woods tók forystuna í Japan Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tók forystu eftir þriðja hringinn á Dunlop Phoenix mótinu í Japan í nótt. Woods lék þriðja hringinn á 68 höggum, eða tveimur undir pari og hefur nú eins höggs forystu á Jim Furyk sem er í öðru sætinu. Þar á eftir koma svo þeir David Duval og heimamaðurinn Kaname Yokoo á sjö undir pari. Sport 19.11.2005 13:42 Miami - Philadelphia í beinni útsendingu Viðureign Miami Heat og Philadelphia 76ers verður sýnd beint á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt og þar gefst tækifæri til að sjá tvo af betri skotbakvörðum NBA deildarinnar í essinu sínu, þá Dwayne Wade og Allen Iverson. Sport 18.11.2005 22:49 KA sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu. Sport 18.11.2005 22:30 Njarðvík burstaði Keflavík Það verða Njarðvík og KR sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. Njarðvíkingar burstuðu granna sína úr Keflavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins 90-62 og mæta því KR í úrslitunum á morgun. Sport 18.11.2005 22:21 KR í úrslitin KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30. Sport 18.11.2005 20:26 Tvö Íslandsmet féllu í dag Íslandsmótið í sundi stendur nú sem hæst í Sundhöllinni í Laugardal og eru tvö Íslandsmet þegar fallin. Örn Arnarson úr SH bætti metið í 50 metra flugsundi um 9/100 úr sekúndu þegar hann kom í mark á 24 sekúndum sléttum. Þá bætti Jakob Jóhann Sveinsson metið í 50 metra bringusundi um 1/10 úr sekúndu þegar hann synti á 28,37 sekúndum. Sport 18.11.2005 17:53 Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58 Framtíð Monza í hættu Svo gæti farið að ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fari ekki fram á Monza-brautinni á næsta keppnistímabili, því dómari hefur úrskurðað að ekki verði hægt að halda mót þar í framtíðinni nema hægt verði að draga verulega úr hávaða frá brautinni. Þetta þykir mótshöldurum áfall og segjast þeir efast um að hægt verði að ganga að kröfum íbúa. Málinu verður áfrýjað fljótlega. Sport 18.11.2005 15:53 Furyk tók forystu í Japan í nótt Jim Furyk var heldur betur í stuði á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir og er kominn í efsta sætið á mótinu. Furyk er sem stendur á níu höggum undir pari eftir að hafa fengið sjö fugla á öðrum hringnum í nótt og kláraði á sex undir pari. Hann er því einu höggi á undan þeim Tiger Woods og David Duval, sem eru samhliða í öðru sætinu. Sport 18.11.2005 15:34 Mandaric vill einn sigur í næstu fjórum leikjum Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að liðið verði að vinna einn af næstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta væru undir venjulegum kringumstæðum ekki harðar kröfur, en þegar málið er skoðað nánar er ljóst að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins situr í heitasta stólnum í deildinni. Sport 18.11.2005 15:22 Enn tapar Atlanta Þrír leikir voru á dagská í NBA deildinni í nótt. Atlanta Hawks tapaði áttunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas á útivelli 87-78, Minnesota lagði Washington 109-98 og San Antonio lagði granna sína í Houston 86-80. Sport 18.11.2005 14:11 Kominn aftur á gjörgæslu Knattspyrnuhetjan George Best er kominn aftur á gjörgæsludeild á Crowell sjúkrahúsið í Lundúnum, eftir að í ljós kom að hann er kominn með nýja alvarlega sýkingu. Best hafði verið á góðum batavegi síðustu tvær vikur, en nú hafa menn miklar áhyggjur af því að honum hefur slegið niður mjög skyndilega. Sport 18.11.2005 14:04 Cristiano Ronaldo samdi til ársins 2010 Portúgalski kantmaðurinn Cristiano Ronaldo undirritaði í dag framlengingu á samningi sínum við Manchester United sem gildir til ársins 2010. Ronaldo, sem er tvítugur, kom til United árið 2003 frá Sporting Lissabon fyrir 12 milljónir punda og er orðin ein skærasta stjarnan í enska boltanum. Sport 18.11.2005 13:56 Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. Sport 18.11.2005 12:56 Roy Keane hættur hjá Manchester United Fyrirliði Manchester United til margra ára, hinn írski Roy Keane, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika fyrir félagið, eftir 12 og hálft ár. Sport 18.11.2005 12:27 Ég grenja ekki þó ég tapi Jose Mourinho segir að Chelsea muni tvímannalaust verja titil sinn í ensku úrvalsdeildinni í vor og blæs á orð kollega síns hjá Arsenal, sem sagði að toppbaráttan hefði opnast upp á gátt eftir að Chelsea tapaði fyrir Manchester United. Sport 17.11.2005 17:21 Meiddist á öxl og verður frá í nokkrar vikur Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson sem leikur með Leeds United í ensku 1. deildinni, datt illa í leik með varaliði félagsins í gærkvöldi og talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Líklegt þykir að Gylfi verði frá í 3-4 vikur vegna þessa, en hann stefnir þó á að koma fyrr til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 17.11.2005 16:59 Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59 Hótar hörðum refsingum Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að opinber rannsókn sé hafin á ólátunum eftir leik Svisslendinga og Tyrkja í Istanbul í gær og segir að stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir þann 9. desember. Blatter hefur hótað því að beita þá sem að málinu koma hörðum refsingum, en Tyrkirnir saka hann um hlutdrægni vegna þjóðernis síns. Sport 17.11.2005 13:55 « ‹ 314 315 316 317 318 319 320 321 322 … 334 ›
West Brom burstaði Everton West Bromwich Albion tók lánlaust lið Everton í kennslustund á heimavelli í dag 4-0, en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag. Nathan Ellington skoraði tvö mörk fyrir West Brom og þeir Neil Clement og Robert Earnshaw gerðu út um leikinn. West Brom lyfti sér í 16. sæti deildarinnar með sigrinum, en Everton situr í því 18. Sport 19.11.2005 19:51
Mayweather drjúgur með sig Hinn ósigraði Floyd Mayweather er heldur betur drjúgur með sig fyrir bardagann við Sharmba Mitchell í nótt og segist vera farinn að hugsa um næsta bardaga, sem væntanlega muni skila honum meiri tekjum en bardagi kvöldsins. WBC belti Mayweather verður ekki undir í bardaganum í kvöld, sem sýndur er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 19.11.2005 15:31
Ævintýralegur sigur Leeds Leeds United vann ævintýralegan sigur á Southampton í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í dag, eftir að hafa verið undir 3-0 í hálfleik. Gylfi Einarsson var ekki með Leeds vegna meiðsla. Ívar Ingimarsson lék allan tímann með Reading sem sigraði Hull 3-1, en Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu. Loks spilaði Jóhannes Karl Guðjónsson allan leikinn fyrir Leicester í 1-0 tapi fyrir Burnley. Sport 19.11.2005 17:41
Njarðvíkingar meistarar Njarðvíkingar tryggðu sér nú rétt í þessu sigur í úrslitaleik Powerade- bikarsins, þegar þeir lögðu KR 90-78. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, en þeir Friðrik Stefánsson og Brenton Birmingham settu 19 stig hvor. Bandaríkjamaðurinn Omari Westley skoraði mest fyrir þá svarthvítu, 28 stig. Sport 19.11.2005 18:08
Chelsea lagði Newcastle Leikjunum fimm sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Chelsea sigraði Newcastle 3-0. Joe Cole, Hernan Crespo og Damien Duff skoruðu mörk meistaranna, sem hafa sem fyrr örugga forystu á toppi deildarinnar. Þá gerðist sérstakur atburður í leik Charlton og Manchester United. Sport 19.11.2005 17:00
Stjarnan sigraði ÍBV Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn. Sport 19.11.2005 16:38
Manchester United leiðir gegn Charlton Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Alan Smith kom Manchester United yfir gegn Charlton á útivelli með marki á 37. mínútu. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Portsmouth, Zenden og Cissé skoruðu mörkin. Sport 19.11.2005 15:50
Ólöf María á sjö yfir á fyrsta hring Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lék fyrsta hringinn á úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á sjö höggum yfir pari í dag, eða 80 höggum. Mótið fer fram á La Cala vellinum á Spáni. Ólöf er því nokkuð frá efstu mönnum á mótinu, en leiknir verða fjórir hringir. Sport 19.11.2005 15:40
Tengdur öndunarvél og er í lífshættu Knattspyrnugoðið George Best heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu á Cromwell sjúkrahúsinu í London, þar sem hann liggur á gjörgæslu vegna lungnasýkingar. Best var í öndunarvél í nótt og hefur lést um mörg kíló. Eins og staðan er nú hefur honum frekar hrakað og læknar vinna nú hörðum höndum við að reyna að bjarga lífi hans. Sport 19.11.2005 14:37
Arsenal marði sigur á Wigan Arsenal vann nauman sigur á frískum nýliðum Wigan í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú rétt áðan. Thierry Henry skoraði tvö marka Arsenal og Robin Van Persie skoraði eitt. Henry Camara og Jimmy Bullard skoruðu mörk Wigan. Sport 19.11.2005 14:42
Auðveldur sigur Celtic í grannaslagnum Celtic skellti sér í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði granna sína Rangers 3-0 í viðureign sem jafnan er hápunktur ársins þar í landi. John Hartson, Bobo Balde og Aiden McGeady skoruðu mörk Celtic, sem hefur þriggja stiga forskot á Hearts sem eiga leik til góða. Sport 19.11.2005 14:24
Woods tók forystuna í Japan Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods tók forystu eftir þriðja hringinn á Dunlop Phoenix mótinu í Japan í nótt. Woods lék þriðja hringinn á 68 höggum, eða tveimur undir pari og hefur nú eins höggs forystu á Jim Furyk sem er í öðru sætinu. Þar á eftir koma svo þeir David Duval og heimamaðurinn Kaname Yokoo á sjö undir pari. Sport 19.11.2005 13:42
Miami - Philadelphia í beinni útsendingu Viðureign Miami Heat og Philadelphia 76ers verður sýnd beint á NBA TV klukkan hálf eitt í nótt og þar gefst tækifæri til að sjá tvo af betri skotbakvörðum NBA deildarinnar í essinu sínu, þá Dwayne Wade og Allen Iverson. Sport 18.11.2005 22:49
KA sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu. Sport 18.11.2005 22:30
Njarðvík burstaði Keflavík Það verða Njarðvík og KR sem mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. Njarðvíkingar burstuðu granna sína úr Keflavík í síðari undanúrslitaleik kvöldsins 90-62 og mæta því KR í úrslitunum á morgun. Sport 18.11.2005 22:21
KR í úrslitin KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30. Sport 18.11.2005 20:26
Tvö Íslandsmet féllu í dag Íslandsmótið í sundi stendur nú sem hæst í Sundhöllinni í Laugardal og eru tvö Íslandsmet þegar fallin. Örn Arnarson úr SH bætti metið í 50 metra flugsundi um 9/100 úr sekúndu þegar hann kom í mark á 24 sekúndum sléttum. Þá bætti Jakob Jóhann Sveinsson metið í 50 metra bringusundi um 1/10 úr sekúndu þegar hann synti á 28,37 sekúndum. Sport 18.11.2005 17:53
Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Sport 18.11.2005 16:58
Framtíð Monza í hættu Svo gæti farið að ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fari ekki fram á Monza-brautinni á næsta keppnistímabili, því dómari hefur úrskurðað að ekki verði hægt að halda mót þar í framtíðinni nema hægt verði að draga verulega úr hávaða frá brautinni. Þetta þykir mótshöldurum áfall og segjast þeir efast um að hægt verði að ganga að kröfum íbúa. Málinu verður áfrýjað fljótlega. Sport 18.11.2005 15:53
Furyk tók forystu í Japan í nótt Jim Furyk var heldur betur í stuði á Dunlop Phoenix mótinu í golfi sem fram fer í Japan um þessar mundir og er kominn í efsta sætið á mótinu. Furyk er sem stendur á níu höggum undir pari eftir að hafa fengið sjö fugla á öðrum hringnum í nótt og kláraði á sex undir pari. Hann er því einu höggi á undan þeim Tiger Woods og David Duval, sem eru samhliða í öðru sætinu. Sport 18.11.2005 15:34
Mandaric vill einn sigur í næstu fjórum leikjum Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, segir að liðið verði að vinna einn af næstu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta væru undir venjulegum kringumstæðum ekki harðar kröfur, en þegar málið er skoðað nánar er ljóst að Alain Perrin knattspyrnustjóri liðsins situr í heitasta stólnum í deildinni. Sport 18.11.2005 15:22
Enn tapar Atlanta Þrír leikir voru á dagská í NBA deildinni í nótt. Atlanta Hawks tapaði áttunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Dallas á útivelli 87-78, Minnesota lagði Washington 109-98 og San Antonio lagði granna sína í Houston 86-80. Sport 18.11.2005 14:11
Kominn aftur á gjörgæslu Knattspyrnuhetjan George Best er kominn aftur á gjörgæsludeild á Crowell sjúkrahúsið í Lundúnum, eftir að í ljós kom að hann er kominn með nýja alvarlega sýkingu. Best hafði verið á góðum batavegi síðustu tvær vikur, en nú hafa menn miklar áhyggjur af því að honum hefur slegið niður mjög skyndilega. Sport 18.11.2005 14:04
Cristiano Ronaldo samdi til ársins 2010 Portúgalski kantmaðurinn Cristiano Ronaldo undirritaði í dag framlengingu á samningi sínum við Manchester United sem gildir til ársins 2010. Ronaldo, sem er tvítugur, kom til United árið 2003 frá Sporting Lissabon fyrir 12 milljónir punda og er orðin ein skærasta stjarnan í enska boltanum. Sport 18.11.2005 13:56
Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. Sport 18.11.2005 12:56
Roy Keane hættur hjá Manchester United Fyrirliði Manchester United til margra ára, hinn írski Roy Keane, hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika fyrir félagið, eftir 12 og hálft ár. Sport 18.11.2005 12:27
Ég grenja ekki þó ég tapi Jose Mourinho segir að Chelsea muni tvímannalaust verja titil sinn í ensku úrvalsdeildinni í vor og blæs á orð kollega síns hjá Arsenal, sem sagði að toppbaráttan hefði opnast upp á gátt eftir að Chelsea tapaði fyrir Manchester United. Sport 17.11.2005 17:21
Meiddist á öxl og verður frá í nokkrar vikur Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson sem leikur með Leeds United í ensku 1. deildinni, datt illa í leik með varaliði félagsins í gærkvöldi og talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Líklegt þykir að Gylfi verði frá í 3-4 vikur vegna þessa, en hann stefnir þó á að koma fyrr til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 17.11.2005 16:59
Neitar ásökunum um peningagræðgi Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi. Sport 17.11.2005 14:59
Hótar hörðum refsingum Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að opinber rannsókn sé hafin á ólátunum eftir leik Svisslendinga og Tyrkja í Istanbul í gær og segir að stefnt sé að því að niðurstaða liggi fyrir þann 9. desember. Blatter hefur hótað því að beita þá sem að málinu koma hörðum refsingum, en Tyrkirnir saka hann um hlutdrægni vegna þjóðernis síns. Sport 17.11.2005 13:55