Erlent

Fréttamynd

Tæp tvö hundruð létu lífið

Sjö sprengjur sprungu í lestarkerfi Bombay (Mumbai), fjölmennustu borgar Indlands, í gær, sem ollu dauða á annað hund­rað manns og særðu um 500 að sögn lögreglustjóra borgarinnar. Utanríkisráðherra kallar árásina „svívirðilegt hryðjuverk“.

Erlent
Fréttamynd

Einstein átti tíu ástkonur

Margt nýtt hefur komið í ljós varðandi einkalíf Alberts Einstein eftir að Hebreski háskólinn í Jerúsalem hófst handa við að rannsaka gríðarstórt bréfasafn hans, en Einstein var einn af stofnendum skólans.

Erlent
Fréttamynd

Segjast geta sýnt fram á svik

Vinstrimaðurinn Andrés López Obrador ásakar nú alríkisembættismenn og saksóknara og telur að jafnvel dómarar hafi tekið þátt í kosningasvikum gegn sér fyrr í mánuðinum. Hann sýndi fréttamönnum í gær myndbandsupptöku af manni í Guanajuatofylki, sem var að troða atkvæðaseðlum í kjörkassa í síðustu kosningum.

Erlent
Fréttamynd

Vildi sprengja hús ráðherra

Danskur hægriöfgamaður og innflytjendaandstæðingur, Julius Børgesen, hefur verið handtekinn. Hann hafði hvatt til þess að heimili innanríkis- og heilbrigðisráðherra Danmerkur yrði sprengt með bensínsprengju.

Erlent
Fréttamynd

Samningarnir taka sinn tíma

Ali Larijani, aðalsamningamaður Írans í kjarnorkumálum, sagði í gær að það myndi taka langan tíma að komast að samkomulagi í deilu Írans við Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og fleiri ríki um áform Írana í kjarnorkumálum.

Erlent
Fréttamynd

Dúkkur hafa lækningarmátt

Dúkkur og bangsar geta hjálpað Alzheimer-sjúklingum við að hafa samskipti við annað fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu á hjúkrunarheimili í Newcastle í Bretlandi, Alzheimer-sjúkdómurinn getur valdið því að fólk tapar vitrænum, félagslegum og tilfinningalegum hæfileikum sínum. Engin lækning er til við honum, en hann herjar helst á aldrað fólk.

Erlent
Fréttamynd

Fór óvænt til Afganistans

Donald Rumsfeld varaforseti Bandaríkjanna er sannfærður um að sigur muni vinnast á tali­bönum. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til að draga úr henni.

Erlent
Fréttamynd

Refsiaðgerðum slegið á frest

Fulltrúar Japana og fastameðlimir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa komið sér saman um að fresta refsiaðgerðum þeim sem Kenzo Oshima, sendiherra Japans hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði til að yrðu settar gegn Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna þeirra, en refsiaðgerðirnar áttumeðal annars að kveða á um viðskiptabann á tæknitengdar vörur.

Erlent
Fréttamynd

Appelsínubyltingin súrnar

Ný ríkisstjórn er tekin við völdum í Úkraínu, sem kommúnistar og sósíalistar eiga sæti í, en hún er talin hliðholl valdhöfum í Rússlandi

Erlent
Fréttamynd

Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum

Vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að rækta sáðfrumur úr stofnfrumum. Ekki er þó þar með sagt að ófrjósemi í körlum heyri héðan í frá sögunni til.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 160 sagðir látnir

Nú er talið öruggt að hryðjuverkamenn hafi valdið sprengingunum í járnbrautarlestum Múmbei-borgar í dag. Í það minnsta 160 eru sagðir látnir og tæplega fimm hundruð slasaðir í þessum verstu hermdarverkum borgarinnar í meira en áratug. Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á þeim.

Erlent
Fréttamynd

Haniyeh biðlar til alþjóðasamfélagsins

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, biðlaði í dag til alþjóðasamfélagsins um að koma að friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Óöld hefur geisað þar undanfarnar vikur sem kostað hefur tugir manna lífið og mun fleiri hafa særst.

Erlent
Fréttamynd

Slóvenar taka upp evruna

Fjármálaráðherra Evrópusambandsins tilkynnti í dag að umsókn Slóveníu um að taka upp evru sem gjaldmiðil hafi verið samþykkt. Slóvenar verða þar með þrettánda þjóðin til að verða aðili að myntbandalagi Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Rumsfeld í heimsókn í Kabúl

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Kabúl í Afganistan í morgun. Þar hitti hann Hamid Karzai, forseta landsins. Talið er að viðræður þeirra muni að mestu snúast um vaxandi andspyrnu talibana í suðurhluta Afganistan og um áform um að NATO taki við af hersveitum Bandaríkjamanna í suðurhlutanum á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Norræni fyrirtækjamarkaðurinn sambærilegur þeim breska

Verslun með fyrirtæki blómstrar á Norðurlöndunum. Fréttaþjónustan Mergermarket gerði könnun á norræna fyrirtækjamarkaðnum sem fjallað var um í viðskiptablaðinu Börsen. Í könnuninni kemur fram að rúmlega 60% æðstu stjórnenda fyrirtækja á Norðurlöndum búast við því að umfang viðskipta með fyrirtæki eigi eftir að aukast á næstu árum. Þannig muni bæði fleiri fyrirtæki verða seld og fyrir meira fé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki samstíga

Erfiðlega gengur að samræma stefnu innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um hvernig skuli brugðist við eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna. Kínverjar vilja ekki ganga eins langt og Japanar og Bandaríkjamenn innan ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöldum yfir Saddam Hussein frestað

Réttarhöldum yfir Saddam Hussein hefur verið frestað í um tvær vikur. Dómarinn í málinu ætlar að freista þess að reyna að fá Saddam og verjendur hans til að mæta á ný í réttarsal eftir að hafa hundsað réttarhöldin um skeið.

Erlent
Fréttamynd

Fundu Artemis í rústunum

Fornleifafræðingar hafa greint frá fundi tvö þúsund ára gamallar styttu af Artemis, gyðju veiða, villidýra, frjósemi og tunglsins. Dóttir Seifs og Letóar og systir Appolóns er nú höfðinu styttri og útlimalaus, en þó áttatíu og tveggja sentimetra há. Hún fannst í bænum Lárissa í Þessalóníku, miðhluta Grikklands.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri arabískunemar

Tvöfalt fleiri hafa sótt um arabískunám við Kaupmannahafnarháskóla í vetur en á síðasta ári. Telja ráðamenn að hér sé helst að þakka athygli fjölmiðla á deilum milli Austurlanda- og Vesturlandabúa undanfarið. Þetta kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ofbeldisverkið enn óútskýrt

Miklar umræður hafa verið um ofbeldisverk Zinedines Zidane á HM í fótbolta, en hann gekk, að því er virtist sallarólegur, upp að Ítalanum Marco Materazzi og skallaði hann beint á brjóstkassann í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Materazzi hafði stuttu áður tekið utan um axlir Zidanes í ítölsku vörninni og líklega látið einhver misfalleg orð falla um Frakkann knáa.

Erlent
Fréttamynd

Basajev deyr í næturárás

Tsjetsjenskur uppreisnarleiðtogi var drepinn af rússneskum stjórnvöldum í næturáhlaupi. Rússlandsforseti kallar morðið réttláta hefnd fyrir Beslan-árásina.

Erlent