Íslendingar erlendis Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. Lífið 26.12.2022 11:59 „Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. Atvinnulíf 24.12.2022 14:01 Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Innlent 24.12.2022 12:01 Áhugamálið varð að atvinnu: Frá Egilsstöðum um alla Evrópu Stefán Númi Stefánsson er eini atvinnumaður Íslands í amerískum fótbolta og leikur með stórliði Potsdam Royals í Þýskalandi. Sem ungur drengur á Egilsstöðum óraði hann ekki fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Sport 22.12.2022 07:00 Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Innlent 19.12.2022 14:07 Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Innlent 18.12.2022 23:30 Hallbera og Lukas fögnuðu ástinni í írskum kastala Hallbera Guðný Gísladóttir, knattspyrnukempa og starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mætti með ástinni sinni til að fagna ást vina þeirra í brúðkaupi í írskum kastala um helgina. Lífið 18.12.2022 15:18 Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. Innlent 16.12.2022 18:21 Brynja Scheving og Þorsteinn gengu í það heilaga í Las Vegas Brynja Scheving, skólastjóri í Balletskóla Eddu Scheving, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eru hjón. Þau gengu í það heilaga í sól og blíðu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. Lífið 14.12.2022 10:11 Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Erlent 14.12.2022 07:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. Atvinnulíf 13.12.2022 07:26 Frúin hágrátandi fyrst en fagnar nú viðveru á heimilinu Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta. Körfubolti 12.12.2022 09:08 Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. Innlent 11.12.2022 21:21 Íslensk listakona á Art Basel í Miami „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti. Menning 8.12.2022 20:01 RAX heiðraður á hátíð í Portúgal Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year). Lífið 5.12.2022 14:59 Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. Innlent 5.12.2022 11:52 „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. Atvinnulíf 5.12.2022 07:01 Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies). Lífið 3.12.2022 21:27 „Það er ekkert hægt að slaka á kröfunum þegar þú ert að búa til fatnað fyrir íslenska sjómenn“ „Fyrir mér kom ekkert annað til greina en að flaggskipsverslun okkar í Evrópu yrði í London,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður en fyrirtækið opnaði formlega nýja verslun á Regent Street í London í gær. Þetta er fyrsta verslun fyrirtækisins sem opnar utan Íslands og Danmerkur. Viðskipti innlent 3.12.2022 14:48 Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. Lífið 2.12.2022 14:34 Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi. Viðskipti innlent 2.12.2022 09:42 Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. Lífið 29.11.2022 13:30 „Góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig“ Áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar ákvað að fara með fyrirtækið Swipe Media í útrás fyrir ári síðan. 30 milljón manns fylgja áhrifavöldum á skrá fyrirtækisins sem fer ört stækkandi. Elísabet Inga hitti Nökkva í Lundúnum á dögunum og ræddi við hann um ævintýrið og umtalið. Lífið 29.11.2022 10:30 Þórdís Kolbrún átti fund með Selenskí í Kænugarði: „Dagurinn hefur verið stór og mikill“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir það skipta hana miklu máli að sjá aðstæður í Kænugarði með eigin augum. Í dag átti hún og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fundi með Selenskí Úkraínuforseta ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins. Innlent 28.11.2022 20:37 Gera geggjuð fjölskyldujólakort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“ „Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli. Jól 28.11.2022 07:00 Kokkalandsliðið stefnir aftur á gullið Íslenska kokkalandsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í dag. Liðið vann til gullverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 og stefnir ótrautt á að endurtaka leikinn. Matur 26.11.2022 13:14 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Innlent 25.11.2022 23:37 Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. Atvinnulíf 22.11.2022 07:00 Ragga Ragnars fékk líflátshótanir eftir myndatökur í Yellowstone Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi afreksmaður í sundi, fékk líflátshótanir frá notendum á Instagram eftir að hún baðst afsökunar á því að hafa gengið um hverasvæðið í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Lífið 21.11.2022 16:14 „HM snýst ekki um bjór og brennivín“ „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag. Fótbolti 21.11.2022 07:00 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 68 ›
Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. Lífið 26.12.2022 11:59
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. Atvinnulíf 24.12.2022 14:01
Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Innlent 24.12.2022 12:01
Áhugamálið varð að atvinnu: Frá Egilsstöðum um alla Evrópu Stefán Númi Stefánsson er eini atvinnumaður Íslands í amerískum fótbolta og leikur með stórliði Potsdam Royals í Þýskalandi. Sem ungur drengur á Egilsstöðum óraði hann ekki fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Sport 22.12.2022 07:00
Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Innlent 19.12.2022 14:07
Birgir fundaði með talíbönum í Afganistan Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti erlendi stjórnmálamaðurinn til að heimsækja talíbana síðan þeir tóku völd í águst. Hann segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið ræði við talíbana, annars muni það aðeins bitna á almenningi. Birgir hvatti ríkisstjórn talíbana til að virða mannréttindi. Innlent 18.12.2022 23:30
Hallbera og Lukas fögnuðu ástinni í írskum kastala Hallbera Guðný Gísladóttir, knattspyrnukempa og starfsmaður hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mætti með ástinni sinni til að fagna ást vina þeirra í brúðkaupi í írskum kastala um helgina. Lífið 18.12.2022 15:18
Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. Innlent 16.12.2022 18:21
Brynja Scheving og Þorsteinn gengu í það heilaga í Las Vegas Brynja Scheving, skólastjóri í Balletskóla Eddu Scheving, og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eru hjón. Þau gengu í það heilaga í sól og blíðu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. Lífið 14.12.2022 10:11
Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Erlent 14.12.2022 07:01
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. Atvinnulíf 13.12.2022 07:26
Frúin hágrátandi fyrst en fagnar nú viðveru á heimilinu Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta. Körfubolti 12.12.2022 09:08
Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. Innlent 11.12.2022 21:21
Íslensk listakona á Art Basel í Miami „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti. Menning 8.12.2022 20:01
RAX heiðraður á hátíð í Portúgal Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year). Lífið 5.12.2022 14:59
Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. Innlent 5.12.2022 11:52
„Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer“ „Það er alltaf ástin sem leiðir mig hvert ég fer. Þannig hefur það alltaf verið,“ segir Brynja Tomer og hlær. Fædd í Danmörku, alin upp á Íslandi, búsett á Spáni, á Ítalíu, á Íslandi en nú Kólumbíu. Atvinnulíf 5.12.2022 07:01
Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies). Lífið 3.12.2022 21:27
„Það er ekkert hægt að slaka á kröfunum þegar þú ert að búa til fatnað fyrir íslenska sjómenn“ „Fyrir mér kom ekkert annað til greina en að flaggskipsverslun okkar í Evrópu yrði í London,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður en fyrirtækið opnaði formlega nýja verslun á Regent Street í London í gær. Þetta er fyrsta verslun fyrirtækisins sem opnar utan Íslands og Danmerkur. Viðskipti innlent 3.12.2022 14:48
Rúrik krefst milljóna vegna þátttökunnar í Let‘s Dance Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Topas International. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi. Lífið 2.12.2022 14:34
Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi. Viðskipti innlent 2.12.2022 09:42
Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. Lífið 29.11.2022 13:30
„Góð lexía að fylgja hjartanu og láta ekki gagnrýnisraddir hafa áhrif á sig“ Áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar ákvað að fara með fyrirtækið Swipe Media í útrás fyrir ári síðan. 30 milljón manns fylgja áhrifavöldum á skrá fyrirtækisins sem fer ört stækkandi. Elísabet Inga hitti Nökkva í Lundúnum á dögunum og ræddi við hann um ævintýrið og umtalið. Lífið 29.11.2022 10:30
Þórdís Kolbrún átti fund með Selenskí í Kænugarði: „Dagurinn hefur verið stór og mikill“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir það skipta hana miklu máli að sjá aðstæður í Kænugarði með eigin augum. Í dag átti hún og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fundi með Selenskí Úkraínuforseta ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins. Innlent 28.11.2022 20:37
Gera geggjuð fjölskyldujólakort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“ „Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli. Jól 28.11.2022 07:00
Kokkalandsliðið stefnir aftur á gullið Íslenska kokkalandsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í dag. Liðið vann til gullverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 og stefnir ótrautt á að endurtaka leikinn. Matur 26.11.2022 13:14
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Innlent 25.11.2022 23:37
Hamingjubúbblur og Ítalía: „Ég segi bara sí sí við öllu“ „Ég segi bara sí sí við öllu, flóknara þarf það ekki að vera,“ segir Rakel Garðarsdóttir athafnarkona og skellir uppúr. Rakel og eiginmaðurinn hennar, Björn Hlynur Haraldsson, fluttu til Flórens á Ítalíu í haust. Þaðan starfa þau bæði. Eða ferðast á milli eftir því hvað verkefni og vinna kalla á. Atvinnulíf 22.11.2022 07:00
Ragga Ragnars fékk líflátshótanir eftir myndatökur í Yellowstone Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikkona og fyrrverandi afreksmaður í sundi, fékk líflátshótanir frá notendum á Instagram eftir að hún baðst afsökunar á því að hafa gengið um hverasvæðið í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Lífið 21.11.2022 16:14
„HM snýst ekki um bjór og brennivín“ „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag. Fótbolti 21.11.2022 07:00