Lög og regla Fíkniefni fundust Húsleit var framkvæmd í íbúðarhúsnæði á Akranesi á föstudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á Akranesi lék grunur á að fíkniefni væru þar innandyra. Innlent 13.10.2005 15:09 Bílvelta við Eyrarhlíð Bifreið valt um hádegisbilið á laugardag við Eyrarhlíð í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði. Innlent 13.10.2005 15:09 Ákærður fyrir tilraun til manndráp Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann sem kærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í sumar. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa reynt að skera leigubílstjóra á háls í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 15:09 Björgunarskip kallað út Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kallað út klukkan fjögur í fyrrinótt eftir að fimmtán tonna trilla óskaði aðstoðar. Innlent 13.10.2005 15:09 Eftirlit með ræktunarhundum Þetta er meðal breytinga á reglum um hundahald í Reykjavík, sem samþykktar hafa verið hjá Umhverfis og heilbrigðisnefnd. Innlent 13.10.2005 15:09 Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. Innlent 13.10.2005 15:09 Ríkislögreglustjóri rannsakar Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík fór vestur í Saurbæjarhrepp í Dölum í gær til að rannsaka vettvang atviks sem varð þar í fyrradag. Þá eyðilagði maður lögreglubíl með hjólaskóflu þegar gert var hjá honum fjárnám og einnig leikur grunur á að hann hafi reynt að kveika í íbúðarhúsi sínu. Innlent 13.10.2005 15:09 Útiloka ekki íkveikju Lögreglurannsókn vegna brunans á Sauðarkróki um síðustu helgi þar sem ungur maður lést hefur litlu skilað enn sem komið er. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr sýnatöku tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 15:09 Bílveltur Flutt með sjúkrabíl Kona, ökumaður bíls, slasaðist við bílveltu á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Mæri. Hún var flutt ásamt farþega með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi. Innlent 13.10.2005 15:09 Á batavegi eftir hálkuslys Ung kona sem datt í hálku við bæ í Hrunamannahreppi í fyrrakvöld, og var flutt meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi, er á batavegi. Innlent 13.10.2005 15:09 Sýknaður af netaveiði Maður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um brot á lax- og silungsveiði. Hann var ákærður fyrir að hafa lagt net í Ólafsfjarðarvatn um tuttugu metra frá ósi Fjarðarár. Innlent 13.10.2005 15:09 Reykskynjari bjargar fjölskyldu Reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu á Vopnafirði í gær. Eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Fjölskyldan náði að slökkva eldinn með vatni. Innlent 13.10.2005 15:09 Lét greipar sópa á Laugavegi Þjófur lét greipar sópa í glugga úra- og skartgripaverslunar við Laugaveg undir morgun og komst undan með þýfið. Nágranni við götuna heyrði brothljóðin og lét lögreglu þegar vita, auk þess sem þjófavarnarkerfi fór í gang, en þrátt fyrir að lögreglan væri snögg á staðinn var þjófurinn horfinn með feng sinn þegar hún kom að. Þjófurinn er ófundinn. Innlent 13.10.2005 15:08 Fór ekki niður af svölum hússins Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Innlent 13.10.2005 15:09 Velti lögreglubíl með hjólaskóflu Maður gjöreyðilagði lögreglubíl með hjólaskóflu og er grunaður um að hafa reynt að kveikja í íbúðarhúsi sínu í Saurbæjarhreppi í Dölum um klukkan tvö í gær. Sýslumaður, lögmaður og lögregla voru stödd á bænum vegna uppboðs sem halda átti á eigninni. Ekki varð manntjón vegna berserksgangs mannsins. Innlent 13.10.2005 15:09 Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir þremur mönnum fyrir að hafa kveikt í húsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík í fyrrasumar og stefnt lífi þriggja íbúa í hættu. Mennirnir kveiktu í húsinu eftir að einn þeirra sparkaði gat á útidyrahurð og hellti þar inn tíu lítrum af bensíni. Innlent 13.10.2005 15:09 Falsaði skuldabréf í fangelsi Hæstiréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni fyrir skjalafals. Fölsunin átti sér stað inni á Litla-Hrauni en hann situr inni fyrir morð. Bréfin falsaði hann með nafni þess sem hann myrti. Innlent 13.10.2005 15:09 Með réttarstöðu grunaðs manns Ungur maður hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna lögreglurannsóknar á eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardag þar sem einn maður fórst. Hann er talinn hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og var sótugur á vettvangi þegar lögregla kom að, en ber við minnisleysi vegna ölvunar. Innlent 13.10.2005 15:08 Miltisbrandssýkt hross brennd Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Innlent 13.10.2005 15:09 Þrír í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal í júlí á síðasta ári. Húsráðendur, maður og kona, voru inni í íbúðinni þegar kveikt var í. Innlent 13.10.2005 15:09 Yfir 20 manns geta höfðað mál Yfir tuttugu manns eru taldir hafa nægileg gögn í höndunum til að höfða mál á hendur olíufélögunum fyrir að hafa greitt of mikið fyrir eldsneyti undanfarin ár, þegar olíufélögin höfðu með sér samráð um verðið. Neytendasamtökin ætla að styðja málsóknir fólksins, ef til kemur, en hver og einn mun sækja sitt mál. Innlent 13.10.2005 15:08 Lést í eldsvoða á Sauðárkróki Maðurinn sem lést í eldsvoðanum á Sauðarkróki á laugardag hét Elvar Fannar Þorvaldsson, fæddur 18. júní árið 1983. Elvar var til heimilis að Hólavegi 24 og að Bárustíg 14 á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus. Innlent 13.10.2005 15:08 Vitnisburður breyttist fyrir dómi Börkur Birgisson neitar nær öllum sakargiftum í málatilbúnaði á hendur honum. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa reynt að drepa mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í ágúst síðastliðnum. Hann játar á sig brot á vopnalögum. Innlent 13.10.2005 15:08 Stakk mann með skærum Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 15:08 Einn handtekinn Einn maður var handtekinn í fyrrakvöld vegna húsbrots í Fossvogi í síðustu viku. Hann gaf sig ekki fram til skýrslutöku og brá lögreglan þá á það ráð að handtaka manninn. Hann gisti í fangageymslu lögreglunnar yfir nótt. Innlent 13.10.2005 15:08 Nauðganir vopn í stríðsátökum Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Innlent 13.10.2005 15:08 Borgin kærð fyrir jafnréttisbrot Reykjavíkurborg verður kærð til kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarráðs fyrir skömmu að ráða Svanhildi Konráðsdóttur, fyrrverandi forstöðumann höfuðborgarstofu. Tíu af þrettán framkvæmdastjórum borgarinnar eru konur. Innlent 13.10.2005 15:08 Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan mann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þá var maðurinn einnig dæmdur til greiðslu 260 þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingar í þrjú fyrir að keyra ítrekað undir áhrifum áfengis.</font /> Innlent 13.10.2005 15:08 Ók í tvígang á lögreglubíl Kona á fertugsaldri ók tvívegis á lögreglubíl á fullri ferð og stakk síðan af síðastliðið mánudagskvöld. Lögreglumennirnir kenndu eymsla í hálsi og var lögreglubíllinn óökufær, hann var nokkuð klesstur auk þess sem fram- og hliðarlíknarbelgir í bílnum blésu út. Innlent 13.10.2005 15:08 Ákvörðun tekin fyrir jól Hæstiréttur mun taka ákvörðun fyrir jól um hvort gefið verði leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem refsingu manns var frestað en hann beitti eiginkonu sína ofbeldi. Í málum þar sem refsingu er frestað verður ekki áfrýjað nema með leyfi Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 15:08 « ‹ 101 102 103 104 105 106 107 108 109 … 120 ›
Fíkniefni fundust Húsleit var framkvæmd í íbúðarhúsnæði á Akranesi á föstudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á Akranesi lék grunur á að fíkniefni væru þar innandyra. Innlent 13.10.2005 15:09
Bílvelta við Eyrarhlíð Bifreið valt um hádegisbilið á laugardag við Eyrarhlíð í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði. Innlent 13.10.2005 15:09
Ákærður fyrir tilraun til manndráp Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann sem kærður var fyrir tilraun til manndráps í júlí í sumar. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa reynt að skera leigubílstjóra á háls í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 13.10.2005 15:09
Björgunarskip kallað út Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var kallað út klukkan fjögur í fyrrinótt eftir að fimmtán tonna trilla óskaði aðstoðar. Innlent 13.10.2005 15:09
Eftirlit með ræktunarhundum Þetta er meðal breytinga á reglum um hundahald í Reykjavík, sem samþykktar hafa verið hjá Umhverfis og heilbrigðisnefnd. Innlent 13.10.2005 15:09
Dæmdur í 15 mánaða fangelsi Maður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, tilraun til fjársvika og fjársvik, þjófnað, hylmingar og vopnalagabrot. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn. Innlent 13.10.2005 15:09
Ríkislögreglustjóri rannsakar Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík fór vestur í Saurbæjarhrepp í Dölum í gær til að rannsaka vettvang atviks sem varð þar í fyrradag. Þá eyðilagði maður lögreglubíl með hjólaskóflu þegar gert var hjá honum fjárnám og einnig leikur grunur á að hann hafi reynt að kveika í íbúðarhúsi sínu. Innlent 13.10.2005 15:09
Útiloka ekki íkveikju Lögreglurannsókn vegna brunans á Sauðarkróki um síðustu helgi þar sem ungur maður lést hefur litlu skilað enn sem komið er. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að beðið sé eftir niðurstöðum úr sýnatöku tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 15:09
Bílveltur Flutt með sjúkrabíl Kona, ökumaður bíls, slasaðist við bílveltu á Suðurlandsvegi á móts við bæinn Mæri. Hún var flutt ásamt farþega með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi. Innlent 13.10.2005 15:09
Á batavegi eftir hálkuslys Ung kona sem datt í hálku við bæ í Hrunamannahreppi í fyrrakvöld, og var flutt meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi, er á batavegi. Innlent 13.10.2005 15:09
Sýknaður af netaveiði Maður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um brot á lax- og silungsveiði. Hann var ákærður fyrir að hafa lagt net í Ólafsfjarðarvatn um tuttugu metra frá ósi Fjarðarár. Innlent 13.10.2005 15:09
Reykskynjari bjargar fjölskyldu Reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu á Vopnafirði í gær. Eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Fjölskyldan náði að slökkva eldinn með vatni. Innlent 13.10.2005 15:09
Lét greipar sópa á Laugavegi Þjófur lét greipar sópa í glugga úra- og skartgripaverslunar við Laugaveg undir morgun og komst undan með þýfið. Nágranni við götuna heyrði brothljóðin og lét lögreglu þegar vita, auk þess sem þjófavarnarkerfi fór í gang, en þrátt fyrir að lögreglan væri snögg á staðinn var þjófurinn horfinn með feng sinn þegar hún kom að. Þjófurinn er ófundinn. Innlent 13.10.2005 15:08
Fór ekki niður af svölum hússins Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Innlent 13.10.2005 15:09
Velti lögreglubíl með hjólaskóflu Maður gjöreyðilagði lögreglubíl með hjólaskóflu og er grunaður um að hafa reynt að kveikja í íbúðarhúsi sínu í Saurbæjarhreppi í Dölum um klukkan tvö í gær. Sýslumaður, lögmaður og lögregla voru stödd á bænum vegna uppboðs sem halda átti á eigninni. Ekki varð manntjón vegna berserksgangs mannsins. Innlent 13.10.2005 15:09
Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóm Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir þremur mönnum fyrir að hafa kveikt í húsi við Suðurlandsbraut í Reykjavík í fyrrasumar og stefnt lífi þriggja íbúa í hættu. Mennirnir kveiktu í húsinu eftir að einn þeirra sparkaði gat á útidyrahurð og hellti þar inn tíu lítrum af bensíni. Innlent 13.10.2005 15:09
Falsaði skuldabréf í fangelsi Hæstiréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Þórhalli Ölveri Gunnlaugssyni fyrir skjalafals. Fölsunin átti sér stað inni á Litla-Hrauni en hann situr inni fyrir morð. Bréfin falsaði hann með nafni þess sem hann myrti. Innlent 13.10.2005 15:09
Með réttarstöðu grunaðs manns Ungur maður hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns vegna lögreglurannsóknar á eldsvoðanum á Sauðárkróki á laugardag þar sem einn maður fórst. Hann er talinn hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og var sótugur á vettvangi þegar lögregla kom að, en ber við minnisleysi vegna ölvunar. Innlent 13.10.2005 15:08
Miltisbrandssýkt hross brennd Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltisbrand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknismeðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Innlent 13.10.2005 15:09
Þrír í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal í júlí á síðasta ári. Húsráðendur, maður og kona, voru inni í íbúðinni þegar kveikt var í. Innlent 13.10.2005 15:09
Yfir 20 manns geta höfðað mál Yfir tuttugu manns eru taldir hafa nægileg gögn í höndunum til að höfða mál á hendur olíufélögunum fyrir að hafa greitt of mikið fyrir eldsneyti undanfarin ár, þegar olíufélögin höfðu með sér samráð um verðið. Neytendasamtökin ætla að styðja málsóknir fólksins, ef til kemur, en hver og einn mun sækja sitt mál. Innlent 13.10.2005 15:08
Lést í eldsvoða á Sauðárkróki Maðurinn sem lést í eldsvoðanum á Sauðarkróki á laugardag hét Elvar Fannar Þorvaldsson, fæddur 18. júní árið 1983. Elvar var til heimilis að Hólavegi 24 og að Bárustíg 14 á Sauðárkróki. Hann var ókvæntur og barnlaus. Innlent 13.10.2005 15:08
Vitnisburður breyttist fyrir dómi Börkur Birgisson neitar nær öllum sakargiftum í málatilbúnaði á hendur honum. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa reynt að drepa mann með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í ágúst síðastliðnum. Hann játar á sig brot á vopnalögum. Innlent 13.10.2005 15:08
Stakk mann með skærum Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 15:08
Einn handtekinn Einn maður var handtekinn í fyrrakvöld vegna húsbrots í Fossvogi í síðustu viku. Hann gaf sig ekki fram til skýrslutöku og brá lögreglan þá á það ráð að handtaka manninn. Hann gisti í fangageymslu lögreglunnar yfir nótt. Innlent 13.10.2005 15:08
Nauðganir vopn í stríðsátökum Friðargæsluliðar og starfsmenn hjálparsamtaka sem ráðnir eru til að vernda almenna borgara hafa misnotað stúlkur og konur sem þeir áttu að vernda, segir meðal annars í nýútkominni skýrslu Amnesty International. Samtökin standa nú fyrir herferð til að stöðva ofbeldi gegn konum. Innlent 13.10.2005 15:08
Borgin kærð fyrir jafnréttisbrot Reykjavíkurborg verður kærð til kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs. Fulltrúar Reykjavíkurlistans samþykktu á fundi borgarráðs fyrir skömmu að ráða Svanhildi Konráðsdóttur, fyrrverandi forstöðumann höfuðborgarstofu. Tíu af þrettán framkvæmdastjórum borgarinnar eru konur. Innlent 13.10.2005 15:08
Dæmdur fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan mann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir. Þá var maðurinn einnig dæmdur til greiðslu 260 þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingar í þrjú fyrir að keyra ítrekað undir áhrifum áfengis.</font /> Innlent 13.10.2005 15:08
Ók í tvígang á lögreglubíl Kona á fertugsaldri ók tvívegis á lögreglubíl á fullri ferð og stakk síðan af síðastliðið mánudagskvöld. Lögreglumennirnir kenndu eymsla í hálsi og var lögreglubíllinn óökufær, hann var nokkuð klesstur auk þess sem fram- og hliðarlíknarbelgir í bílnum blésu út. Innlent 13.10.2005 15:08
Ákvörðun tekin fyrir jól Hæstiréttur mun taka ákvörðun fyrir jól um hvort gefið verði leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem refsingu manns var frestað en hann beitti eiginkonu sína ofbeldi. Í málum þar sem refsingu er frestað verður ekki áfrýjað nema með leyfi Hæstaréttar. Innlent 13.10.2005 15:08