Fíkn

Fréttamynd

„Lífið verður aldrei eins"

Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu

„Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni.

Áskorun
Fréttamynd

Frú Ragnheiður á ferðinni í 14 ár

14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram í gæslu eftir harmleikinn í Bátavogi

Krufning á 58 ára karlmanni sem fannst meðvitundarlaus í félagsíbúð við Bátavog í Reykjavík laugardagskvöldið 23. september bendir til þess að honum hafi verið ráðinn bani að sögn lögreglu. Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en hún var á vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða snillingur fann þetta upp?

Dóttir mín er fíkill. Eftir nokkur ár á götunni fékk hún úthlutað íbúð hjá Félagsbústöðum. Hún fékk skráningu sem öryrki og af því leiðir að TR greiðir henni mánaðarlega eitthvað yfir 300 þúsund á mánuði inn á bankareikning til frjálsrar ráðstöfunar.

Skoðun
Fréttamynd

Eitranir dregið 31 til dauða á þessu ári

Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og rekja má meginþorra andlátanna til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn merkir aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 

Innlent
Fréttamynd

Engin fram­halds­að­stoð í boði fyrir Sig­mar eftir dvölina á Vogi

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið.

Innlent
Fréttamynd

80 dauðs­föll á þessu ári

Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum.

Skoðun
Fréttamynd

Rændi unga bræður á leið út í sjoppu

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. 

Innlent
Fréttamynd

Ung­lingur sniffaði gas­hylki allt að fimm­tán sinnum á dag

Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar.

Innlent
Fréttamynd

„Erfiðast að viður­kenna að ég þyrfti hjálp“

Páll Magnús­son fyrr­verandi út­varps­stjóri og þing­maður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Ís­landi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkó­hól­isti áður en hann leitaði sér að­stoðar.

Lífið
Fréttamynd

Fæstir til­búnir að hætta alveg að neyta vímu­efna

Sérfræðingur í skaðaminnkun frá Bandaríkjunum segir þær aðferðir og meðferðir sem standi vímuefnanotendum til boða úreltar og oft gagnslausar. Hann er á landinu til að fræða um nýja aðferð þar sem fólki er boðið í meðferð jafnvel þótt það sé enn í neyslu.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað sinnum á bráða­mót­tökuna vegna sýkinga á einu ári

Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að ung­lingar sniffi gas í strætis­vögnum

Rekstrar­aðili strætó í Reykja­nes­bær verður í sí­auknum mæli var við að tóm gas­hylki séu skilin eftir í strætis­vögnum bæjarins. Hann segist óttast að ung­lingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjóma­sprautu í blöðru og komast þannig í vímu.

Innlent
Fréttamynd

Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku

Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Allt að þrettán ára neyti vímuefna

Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir mikla aukningu hafa verið á tilkynningum í júlí. Þær eigi sameiginlegt vímuefnaneyslu og hegðunarvanda ungmenna. Hún segir þeim fjölga sem leiti til þeirra vegna yngri barna. 

Innlent
Fréttamynd

„Að horfa upp á pabba fá ekki viðeigandi hjálp var skelfing“

„Okkur finnst hann eiga það skilið að þessi saga heyrist, að við séum röddin hans í þessu,“ segir Helga Sigurjónsdóttir. Sigurjón Þorgrímsson, faðir hennar, lést af völdum briskrabbameins árið 2019, tæpum tveimur vikum eftir greiningu. Hann var þá 59 ára gamall. 

Lífið
Fréttamynd

„Ef ekkert verður gert þá deyr ein­hver“

Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst.

Innlent
Fréttamynd

Hegðunin á flug­vellinum hafi gert út­slagið

Fyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne segir það vel þess virði að hafa ákveðið að verða edrú. Hún segir það hafa gert útslagið að sjá sjálfa sig að haga sér furðulega á flugvelli. Þá hafi hún ákveðið að fara í meðferð.

Lífið
Fréttamynd

Slags­mál á Kjarval vendi­punkturinn: „Ég sá ekkert nema bara drauga“

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason opnaði sig í útvarpsviðtali í gær og segir það hafa verið ömurlegt að vera í neyslu á sínum tíma. Í dag hefur hann sagt skilið við vímuefni og einbeitir sér að tónlistinni. Lagið Skína sem er eftir Patrik og tónlistarmanninn Luigi kom út í dag og markmiðin eru háleit.

Lífið
Fréttamynd

„Það var alltaf ein­lægur vilji hans að vera edrú“

„Ég á rosalega margar staðsetningarlausar minningar tengdar pabba. Svona minningarbrot þar sem ég er með honum en ég veit ekkert hvar ég er. Í sumum þessum minningum er ég kannski einhvers staðar að borða með honum og það eru fullt af ókunnugu fólki, mest karlmönnum í kringum okkur,“ segir Hrefna Daðadóttir.

Innlent
Fréttamynd

Dó næstum því og er edrú í dag

Bandaríska leikkonan Tatum O'Neal, sem var yngst til að vinna Óskarsverðlaun, hefur barist við fíknina í áratugi en hún segist hafa misst tökin í kórónuveirufaraldrinum árið 2020. Þá hafi hún tekið of stóran skammt af ýmsum lyfjum og endað í dái í sex vikur.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðin vaknaði og nú er komið að stjórn­völdum

Flest þekkjum við einhvern sem hefur orðið fíkn að bráð. Fíknin fer ekki í manngreinarálit og því er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Sum ánetjast ung og önnur jafnvel á gamalsaldri. Þau sem leita sér meðferðar hafa oftast einlægan vilja til að snúa við blaðinu en því miður er málið ekki alltaf svo einfalt.

Skoðun