Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar sem segir mál fjölskyldu í bænum, sem bera á út úr húsi sínu á föstudag, vera harmleik. Bærinn hafi fyrst heyrt af málinu í fréttum í gær. Útgerðarmaður sem keypti húsið fyrir níu mánuðum hefur staðið undir öllum kostnaði við eignina frá því hann keypti hana á uppboði fyrir níu mánuðum á einungis þrjár milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Í kvöldfréttum heyrum við í formönnum stjórnarflokkanna takast á um ólík sjónarmið í hvalveiðimálum en framvinda þeirra gæti ráðið miklu um líf ríkisstjórnarinnar. Formennirnir eru þó samróma í fordæmingu sinni á vinnubrögðum Íslandsbanka við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum og segja bankastjóra og stjórn bankans verða að axla ábyrgð á bæði lögbrotum og brotum á innri reglum bankans sjálfs.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir sátt fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka vegna brota bankans við sölu á 22,5 prósenta hlut í bankanum í mars í fyrra. Bankinn hefur sæst á að greiða 1,1 milljarð króna í sekt en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði farið gegn fjölmörgum reglum sem giltu um útboðið. Við heyrum meðal annars í fjármálaráðherra, aðstoðarseðlabankastjóra sem fer með fjármálaeftirlitið og forstjóra bankasýslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar í kvöld verður rætt við afbrotafræðing, sem segir að aukin tíðni manndrápsmála kunni að vera komin til að vera, þó bylgjur slíkra mála hafi vissulega komið og farið á árum áður. Hann segir fjölda útlendinga sem fremji eða verði fyrir afbrotum vera merki um viðkvæmari stöðu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hreint ótrúlega atburðarás í Rússlandi síðastliðinn sólarhring. Málaliðahópur sem hafði lýst því yfir að steypa ætti Vladimír Pútín forseta af stóli virðist hættur við, og hefur málaliðum sem sóttu að Moskvu verið snúið við af leiðtoga hópsins. Við förum ítarlega í málið í fréttatímanum og ræðum við utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar í kvöld fjöllum við um 1,2 milljarða króna sekt sem Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða vegna brota á reglum við framkvæmd á útboði á hlut ríkisins í bankanum á síðasta ári. Bankastjórinn íhugar ekki stöðu sína en vildi ekki tjá sig við fréttastofu um hvort starfsfólki hefði verið sagt upp vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum kynnum við okkur aðstæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem forstjórinn sakar stjórnvöld um að svelta stofnunina fjárhagslega. Hann hefur einnig óskað eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra gagnvart honum þegar heffur upplýst þá um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýnt stjórnvöld. Hann hafi verið verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir dóm Hæstaréttar í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar þegar Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Hæstiréttur staðfesti sök allra fjögurra sakborninga en mildaði dóma Landsréttar yfir þeim öllum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við veiðum á langreyði. Ákvörðunin hefur valdið titringi innan samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn en ráðherra óttast ekki áhrif á stjórnarsamstarfið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í Guðrúnu Hafsteinsdóttur nýjum dómsmálaráðherra sem segir kerfið í kringum móttöku flóttafólks komið að þolmörkum. Þá segir formaður Sjálfstæðisflokksins kostnaðinn við þá sem bíða svara um hvort þeir fái hæli kominn í um tíu milljarða á ári. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um yfirvofandi ráðherraskipti, en í dag samþykkti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tillögu Bjarna Benediktssonar um að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni. Skiptin ganga formlega í gegn á ríkisráðsfundi á morgun. Við heyrum frá formanninum, tilvonandi og fráfarandi ráðherra og prófessor í stjórnmálafræði.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um mannslát í Hafnarfirði, en tveir menn voru handteknir í morgun eftir að sá þriðji fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra, um horfur í máli Hvammsvirkjunar, sem nú er í uppnámi eftir að virkjanaleyfi var fellt úr gildi. Ráðherra segir að skoða þurfi hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfið og að það megi ekki taka langan tíma. Útilokað sé að bíða með öflun grænnar orku hér á landi ef Ísland ætli að ná loftslagsmarkmiðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá ótrúlegum vendingum í virkjanamálum. Hvammsvirkjun sem virtist á beinu brautinni í gær er aftur komin í algert uppnám eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi virkjaleyfið úr gildi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá mikilvægu skrefi sem stigið var til að Hvammsvirkjun geti orðið að veruleika. Kristján Már er fyrir austan fjall og segir okkur frá afgreiðslu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. Fjallað verður ítarlega um nýja áætlun í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Annar tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða mældi bil á milli götulokana í Gleðigöngunni til þess að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki þar í gegn. Samkvæmt nýrri ákæru ræddu þeir um að fljúga dróna fylltum sprengiefni inn á Alþingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verjanda annars þeirra í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að þeim.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til að halda úti starfsemi sendiráðs í Moskvu þegar samskipti og viðskipti Íslands og Rússlands væru nánast engin og ætlar því að loka sendiráðinu. Það væri einnig hugsað í samhengi við alþjóðlegar aðgerðir til að einangra Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum rýnum við í ágreininginn í viðræðum BSRB og sveitarfélaganna en í morgun sleit sáttasemjari viðræðum fulltrúa þeirra eftir aðeins klukkustundar fund, þar sem ekkert nýtt kom fram. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin boðar aðhald og ætlar að spara þrjátíu og sex milljarða með nokkrum aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu og frekari vaxtahækkunum. Þá hefur verið ákveðið að draga úr launahækkun æðstu embættismanna. Við ræðum við forsætisráðherra um fyrirhugaðar aðgerðir og verðum í beinni frá Alþingi með formönnum Samfylkingar og Flokks fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá skýrslu sem segir viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal hafa verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun greindi frá því að þroskaskaskertur starfsmaður hefði brotið á henni kynferðislega.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir nýútgefið fasteignamat fyrir næsta ár. Töluverður munur er á hækkun á mati íbúða eftir svæðum og hverfum á höfuðborgarsvæðinu en að jafnaði hækkar fasteignamat þar um 13 prósent. Mest hækkar það í prósentum á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland hefur átt þróunarsamstarfi við Úganda í áratugi. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dauðir lundar og ritur hafa fundist í hundraðatali í fjörum við Faxaflóa undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fuglafræðing, sem segir dauðann mikið áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölmargar sundlaugar á landsbyggðinni voru lokaðar í dag vegna verkfalla. Lokað verður fram á þriðjudag, á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðalöngum sem komu að lokuðum dyrum sundlaugarinnar í Borgarnesi voru svekktir að missa af sólinni í lauginni.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Álag á starfsfólk og rúmanýting á legudeildum er að skapa neyðarástand í heilbrigðiskerfinu segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Læknafélag Íslands biðlar til stjórnvalda um að grípa inn í. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent