Innlent

Fréttamynd

Tveir karlmenn enn á gjörgæsludeild eftir slys

Karlmaður sem slasaðist við æfingu með svokölluðu dráttarsegli fyrir rúmri viku liggur enn á gjörgæsludeild. Þá er maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka í nóvember enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Drengurinn á batavegi

Átta ára drengur sem slasaðist í árekstri á Sandskeiði á laugardaginn er á batavegi. Hann er enn á gjörgæsludeild en hann hlaut alvarlega áverka í slysinu. Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Viljayfirlýsing um fríverslunarviðræður undirrituð

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Yu Guangzhou aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína í Peking. Á fundinum var síðan undirrituð viljayfirlýsing um upphaf fríverslunarviðræðna milli ríkjanna og var ákveðið að þær myndu hefjast þegar í upphafi árs 2007.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar voru í samstarfi við margar aðrar þjóðir

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar hafi verið í samstarfi við margar aðrar þjóðir um að koma í veg fyrir samþykki banns á botnvörpuveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, á allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Margrét stefnir á toppinn í Frjálslynda flokknum

Margrét Sverrisdóttir, sem nýverið var sagt upp starfi sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, stefnir á æðstu embætti innan flokksins á flokksþinginu, sem haldið verður í janúar. Þetta kom fram í Kastljósviðtali við hana á RÚV í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta undir Úlfarsfelli

Ökumaður slapp lítið meiddur, en þarf þó að gangast undir rannsóknir á hálsi, eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Vesturlandsvegi við hringtorgið undir Úlfarsfelli, með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Þetta gerðist um klukkan hálf þrjú í nótt og var ökumaður, sem var einn í bílnum, flulttur á slysadeild. Bíllinn er mikið skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um RÚV á skjön við samkeppnislög

Samkeppniseftirlitið virðist telja frumvarp um Ríkisútvarpið ohf, eins og það er núna, fela í sér samkeppnislega mismunun, með tilliti til þess að RÚV eigi áfram að starfa á auglýsingamarkaðnum og jafnframt njóta ríkisstyrkja.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki að Álfheiður víki fyrir sér

Óvíst er hvort reglur um kynjakvóta verði notaðar við uppröðun á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Kvótinn þýðir að kona þarf að víkja fyrir karli til að jafna kynjahlutfallið, eftir forval flokksins, í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnmálamenn fá haturspóst

Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk hitaveita gangsett í Kína

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gangsetti í dag fyrsta áfanga íslenskrar hitaveitu í borginni Xian Yang í Kína við hátíðlega athöfn. Í borginni búa um fimm milljónir íbúa. Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna og er stefnt að því að hún verði sú stærsta í heimi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust

Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstri á Sandskeiði síðdegis í gær. Þrír aðrir voru í bílunum tveimur og voru þeir fluttir á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag

Kveikt verður á Oslóartrénu, á Austurvelli, í dag og hefst athöfnin klukkan hálf fjögur með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög. Rúm hálf öld er nú síðan Osló byrjaði að færa Reykjavík jólatré að gjöf.

Innlent
Fréttamynd

Ögmundur með flest atkvæði í forvali Vinstri-grænna

Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir munu leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í höfuðborgarkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi, ef kjörstjórn fer að úrslitum í forvali flokksins sem fór fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ögmundur, Katrín og Kolbrún í fyrsta sæti eftir 700 atkvæði

Ögmundur Jónasson er með flest atkvæði í fyrsta sæti hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu fyrir alþingiskosningar í vor eftir að 700 atkvæði hafa verið talin. Forval fór fram í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ í dag. Katrín Júlíusdóttir hlaut næstflest atkvæði í fyrsta sæti og Kolbrún Halldórsdóttir var þriðja inn í fyrsta sæti í kjördæmunum þremur.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur á Suðurlandsvegi

Fimm voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á Suðurlandsvegi eftir hádegi í dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum, og fór annar þeirra yfir á öfugan vegarhelming.

Innlent
Fréttamynd

Meira en milljón sinnum í bíó

Íslendingar fóru meira en milljón sinnum í bíó, á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Þeir sáu alls 163 titla. Vinsælasta myndin á þessum tímabili var "Pirates of the Caribbean 2" en hana sáu 65.216 manns, á 362 sýningum.

Innlent
Fréttamynd

"Kjósendur þora ekki að treysta Samfylkingunni."

"Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum - ekki ennþá, ekki hingað til. Of margt fólk sem vill og ætti að kjósa okkur - allur meginþorri Íslendinga sem hafa sömu lífssýn, áhyggjur og verkefni og við - hefur ekki treyst þingflokknum fyrir landsstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Skátastúlkur féllu fram af kletti

Tvær skátastúlkur meiddust þegar þær féllu fram af kletti í grennd við Hafravatn, í dag. Skátaflokkur úr Garðabæ 6 stúlkur á aldrinum 10-12 ára ásamt 17 ára foringja hafði verið í útilegu í skála við Hafravatn, og fóru í fjallgöngu í morgun.

Innlent