Innlent

Fréttamynd

Hringhlaup í miðbænum

Vangaveltur eru meðal íslenskra langhlaupara um að halda hundrað kílómetra hlaup á Íslandi og yrði það í fyrsta sinn sem svo langt hlaup er haldið hér. Gunnlaugur A. Júlíusson langhlaupari segir að mikill spenningur séu fyrir því að halda hlaupið á næsta ári eða þarnæsta ári og allar líkur að af því verði. Líklegast sé að hlaupið verði hringhlaup í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Margir fatlaðir í brýnni þörf

Nú bíða í kringum 30 manns eftir viðeigandi búsetuúrræði fyrir fatlaða á Suðurlandi. Sighvatur Blöndahl, formaður Þroskahjálpar á Suðurlandi, segir þennan hóp fara stækkandi vegna fólksfjölgunar á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Slæmt þegar kalt loft mætir hlýju

„Það sem gerist er að lægð, sem var rétt við landsteinana, er með mjög kalt loft norðan við sig og mjög hlýtt loft sunnan við sig. Þegar slíkar aðstæður fara saman, að ískalt loft mætir hlýju lofti, þá er fjandinn laus,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur hjá NFS, um óveðrið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sálfræðingar sinni sálgæslu

Ung vinstri græn lýsa sig algjörlega mótfallin trúboði í skólum og vísa hér til hinnar svokölluðu „vinaleiðar“ sem fram fer í opinberum skólum. Ung vinstri græn krefjast þess að gætt sé hlutleysis í öllu starfi grunnskóla landsins.

Innlent
Fréttamynd

Nánast enginn leki við stífluna

Lekinn í gegnum Kárahnjúkastíflu er margfalt minni heldur en reiknað var með í upphaflegum áætlunum, segir Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Einnig kölluð hrafnreyður

Fátt hefur verið meira rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hvalveiðar í atvinnuskyni. Þar hefur veiði á langreyði fengið mesta athygli en minna er talað um nákominn ættingja hennar hrefnuna, sem einnig er leyfilegt að veiða undir merkjum atvinnuveiða.

Innlent
Fréttamynd

Námið í fleiri en einum skóla

Mennta- og fjármálaráðuneyti leggja til, við aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga, að fjölgað verði um tíu nema í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og fimmtán við Háskóla Íslands. Þetta er breyting því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 25 og þeir nemar verði allir í Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Öxnadalsheiði

Bíll valt á Öxnadalsheiði í gær. Að sögn lögreglu var krapi á veginum og fauk bíllinn hreinlega af veginum í veðurofsanum. Bílstjórinn var einn í bílnum og slapp lítið meiddur.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi

Eldur kom upp í íbúð fjölbýlishúss á Akureyri í gærmorgun. Íbúi hafði gleymt potti á eldavél og vaknað við væl reykskynjara. Hann komst út af sjálfsdáðum. Lögregla og slökkvilið ræstu íbúðina sem var þá orðin full af reyk. Eitthver tjón hlaust af vegna reyksins en betur fór en á horfðist.

Innlent
Fréttamynd

Kona stal jólamat og jólagjöfum

Hálffimmtug kona var í gær dæmd í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hún hafði gerst sek um þjófnaði á fatnaði, matvælum og jólagjöfum fyrir á þriðja hundrað þúsund króna. Dómnum þótti sannað að konan hefði reynt að stela vörum í Euro-pris, sem hún var með á leiðinni út í tösku þegar starfsmenn stöðvuðu hana.

Innlent
Fréttamynd

Glæsilegur fimm manna hópur

„Þetta er glæsilegur fimm manna hópur sem leiðir listann,“ segir Ingibjörg Sólrún og að það sé jákvætt hve mikil breidd sé í hópnum en úrslitin séu ekki mjög óvænt. „Gunnar er vel að sigrinum kominn og hann hefur unnið mikið og fórnfúst starf fyrir flokkinn.“

Innlent
Fréttamynd

Stefna Frjálslyndra í málum innflytjenda vekur ugg

Varaformaður Frjálslynda flokksins segir mikinn vanda hafa skapast í málefnum útlendinga hér á landi. Ábyrgðarlaus hræðsluáróður, segir Einar Skúlason. Nýtt ef flokkar ætla í þessa átt, segir Ólafur Þ. Harðarson.

Innlent
Fréttamynd

Stálu raftækjum og skiptimynt

Brotist var inn í félagsheimilið á Flúðum aðfaranótt föstudags og stolið þaðan þremur fartölvum, tveimur skjávörpum, myndbandsupptökuvél, fjarstýringum og lítilræði af skiptimynt.

Innlent
Fréttamynd

Vegir opna á ný

Lögreglan á Egilsstöðum hefur opnað alla vegi, sem voru lokaðir fyrr í dag, á ný. Veður hefur gengið niður en er þó enn það slæmt að ekki er mælt með að fólk sé á ferli að óþörfu.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar reglur um handfarangur

Nýjar reglur um handfarangur í millilandaflugi taka gildi á morgun en þar með verður ekki hægt að vera með vökva í handfarangri nema í þar til gerðum plastpokum.

Innlent
Fréttamynd

Ekstrablaðið sendir fjármálaráðherra bréf

Blaðamenn Ekstrablaðsins danska hafa sent Árna Mathiesen fjármálaráðherra bréf þar sem hann er spurður um tengsl íslenskra kaupsýslumanna við skúffufyrirtæki á Bresku jómfrúaeyjum. Hann hefur ekki svarað.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldu bjargað úr grjótroki

Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis.

Innlent
Fréttamynd

Maður sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir þann þriðja nóvember síðastliðinn, Kristófer Örn Sigurðsson, er fundinn. Hann fannst nú rétt undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs

Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Innlent
Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikning Samfylkingarinnar

Talning á atkvæðum úr prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefst klukkan tvö á morgun þar sem öll kjörgögn skiluðu sér ekki í hús í kvöld vegna veðurs. Kjörgögnin sem um ræðir eru atkvæði úr prófkjöri flokksins í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Veður á Austurlandi versnar enn

Lögreglan á Egilsstöðum skýrði frá því í dag að vegurinn á Möðrudalsöræfum væri lokaður vegna veðurs, sem og leiðin frá Egilsstöðum til Mývatns. Veginum á Sandvíkurheiði, sem liggur milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar, hefur einnig verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Tvö skip slitnuðu frá bryggju í Hafnafjarðarhöfn

Rúmlega tvöhundruð tonna bátur og skuttogari slitnuðu frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak út á höfnina. Ekki er talið að miklar skemmdir hafi orðið á skipunum en hafsögumönnum og björgunarsveitarmönnum tókst að draga minna skipið af strandstað á ellefta tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Veðurfréttir: Athuga á með millilandaflug á hádegi

Ekkert hefur verði flogið á Keflavíkurflugvöll í morgun vegna veðurhamsins og var öllum vélum vísað til Glasgow þar sem þær bíða að veður skáni. Slíkt hefur ekki gerst í fjögur ár, að öllum flugvélum hafi verið beint framhjá landinu. Innanlandsflug liggur allt niðri sem stendur en áætlað er að athuga með flug til og frá Reykjavík klukkan tvö í dag.

Innlent