Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Gandálfur bólusettur gegn Covid-19

Stórleikarinn Ian Mckellen hefur verið bólusettur við Covid-19 og segist alsæll með það. McKellen, sem er 81 árs, var bólusettur á Queen Mary's University Hospital í Lundúnum.

Lífið
Fréttamynd

Kári Jóns­son með kórónu­veiruna

Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson er með kórónuveiruna. Kári gekk nýverið í raðir Girona á Spáni frá Haukum og segja má að dvölin byrji ekki eins og best verði á kosið. Eru fleiri leikmenn liðsins einnig með veiruna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég tel að okkur hafi mis­tekist“

Karl Gústaf Svíakonungur telur að Svíum hafi mistekist að standa vörð um líf samborgara sinna á tímum heimsfaraldursins. „Sænska þjóðin hefur þurft að líða stórkostlegar þjáningar við erfiðar aðstæður,“ segir konungurinn.

Erlent
Fréttamynd

Fjórum veitingastöðum veitt tiltal vegna sóttvarna

Lögregla heimsótti á annan tug veitingahúsa í gærkvöldi í eftirliti með sóttvörnum vegna Covid-19 og voru flestir með allt til fyrirmyndar. Veitingamenn fjögurra staða fengu tiltal þar sem bent var á hvað mætti gera betur.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakendur WHO á leið til Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi

Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð.

Innlent
Fréttamynd

Verslunum í Dan­mörku gert að loka fram yfir ára­mót

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Hjúkrunar­heimilin og heim­sóknir um jólin

Árið 2020 og COVID heimsfaraldurinn mun seint líða úr manna minnum. Öll höfum við þurft að færa einhverjar fórnir vegna þessarar óvelkomnu veiru. Alls hafa 27 einstaklingar látist vegna COVID – 19 á Íslandi. Fjölskyldur og vinir þessara einstaklinga sitja eftir í sorg og eru að fara að upplifa fyrstu jólin án sinna ástvina.

Skoðun
Fréttamynd

47% farandverkamanna í Singapúr fengið Covid-19

Næstum helmingur erlendra farandverkamanna í Singapúr, sem hafa verið einangraðir á heimavistum frá því í vor, hefur smitast af SARS-CoV-2. Áður hafði verið greint frá 54.500 smitum en þau telja raunverulega 152.000.

Erlent
Fréttamynd

Tæp­lega þúsund ný dauðs­föll rakin til Co­vid-19 í Þýska­landi

Þjóðverjar hafa hert á samkomutakmörkunum í landinu til að reyna að stemma stigu við kórónufaraldrinum sem er í mikilli uppsveiflu í landinu. Aðgerðirnar gilda til 10. janúar hið minnsta en aðeins verður slakað á yfir jólahátíðina þar sem hverju heimili verður heimilt að hafa hjá sér fjóra gesti úr sinni nánustu fjölskyldu.

Erlent
Fréttamynd

Þetta er ó­trú­lega erfitt and­lega

Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna í handbolta, gæti ekki verið ánægðari með að vera byrjuð að æfa á nýjan leik. Hún viðurkenndi að heimaæfingar hafi verið orðnar þreyttar og stundum hafi hún varla nennt að æfa.

Handbolti
Fréttamynd

Ó­vissa varðandi hópa­myndanir utan­dyra

Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum.

Innlent
Fréttamynd

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Innlent