Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi

Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði.

Innlent
Fréttamynd

Harpa hökkuð í hakk

Kúabændur eru hvattir til að láta gott af sér leiða fyrir jólin og gefa Fjölskylduhjálp Íslands kjöt. Það hafa bændurnir á Reykjum í Skeiða og Gnúpverjahreppi gert þegar þau létu slátra kvígunni Hörpu og hökkuðu hana í hakk og gáfu fjölskylduhjálpinni.

Innlent
Fréttamynd

Telur ferðaþjónustu lykilinn að hraðri viðspyrnu í vor

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist líta á ferðaþjónustuna sem lykilinn að hraðra viðspyrnu um allt land þegar glitta fer í eðlilegt líf í kórónuveirufaraldrinum í vor. Í ræðu á haustfundi miðstjórnar flokksins boðaði hann einnig mestu framkvæmdir sem landsmenn hefðu upplifað á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán greindust innanlands

Fimmtán manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þrettán þeirra voru í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Bandaríkjaforseta smitaður af veirunni

Donald Trump yngri, sonur og nafni Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun síðustu viku. Talsmaður hans segir að hann sé einkennalaus en að hann sé nú í einangrun í veiðikofa sínum.

Erlent
Fréttamynd

Áhyggjulaust ævikvöld

Stórslysið á Landakoti þar sem 13 einstaklingar létust hefur beint athyglinni að aðbúnaði aldraðra á Íslandi. Því miður hafa þessi mál lengi verið í lamasessi.

Skoðun
Fréttamynd

„Núna er bara kominn tími til að opna skólana“

Glugginn er núna – opnum skólana, segir móðir framhaldsskólanema sem hefur áhyggjur af langtímaáhrifum af lokun þeirra. Nýnemar segjast sorgmæddir yfir að missa af fyrsta árinu sínu, sem hafi átt að vera besta árið. Menntamálaráðherra fullyrðir að unnið sé að úrbótum.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag

Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings.

Erlent