KR

Fréttamynd

Aníta og Óskar stýra Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur ráðið þau Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins til næstu tveggja ára. Þau munu einnig þjálfa 4. flokk kvenna hjá félaginu og vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar hjá Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR fær markvörð Fylkis

Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson er genginn í raðir KR frá Fylki. Hann skrifaði undir samning við Vesturbæjarfélagið sem gildir til næstu tveggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum

KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega.

Körfubolti
Fréttamynd

Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári

KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kjartan Henry og Þórður í þriggja leikja bann

Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, hafa verið dæmdir í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ eftir að sauð upp úr undir lok leiks þegar að liðin mættust í Pepsi Max deild karla í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum mennskir og getum stundum horft framhjá lögunum“

„Þetta er það sem að maður myndi kalla ástríðu,“ sagði Þorvaldur Árnason dómari þegar hann útskýrði af hverju hann taldi ekki rétt að refsa Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fyrir að hlaupa inn á völlinn og fagna sigurmarkinu gegn KR í Pepsi Max-deildinni á sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Króatinn Koljanin í KR

Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Dani Koljanin hefur samið við KR og mun leika með liðinu í efstu deild karla í vetur. Hann er engin smásmíð og lék síðast í efstu deild í Austurríki.

Körfubolti