Haukar

Fréttamynd

„Þetta eru bestu fé­laga­skiptin í sumar“

„Við spáðum Haukum 5. sætinu, við þurfum mögulega bara að endurskoða það eftir þessi kaup,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um innkomu Andra Más Rúnarssonar í lið Hauka í Olís deild karla.

Handbolti
Fréttamynd

„Geggjað að vinna KA“

Rúnar Sigtryggsson stýrði Haukum til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins. Staðan í hálfleik gegn KA var jöfn, 11-11, en Haukar stigu á bensíngjöfina í upphafi seinni hálfleiks og náðu þá forskoti sem þeir létu ekki af hendi.

Handbolti
Fréttamynd

Ihor í Mosfellsbæinn

Afturelding hefur fengið úkraínska hornamanninn Ihor Kopyshynskyi frá Haukum. Hann hefur leikið hér á landi undanfarin ár.

Handbolti
Fréttamynd

FH-ingar furða sig á rán­­dýru Hauka­húsi

Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar eða FH, hefur sent bæjarfulltrúum í Hafnarfirði opið bréf þar sem hann gagnrýnir harðlega fyrirætlanir um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum, til handa Haukum. Hann segir framkvæmdina mun dýrari en þörf sé á og með henni sé verið að kasta háum fjárhæðum „út um gluggann.“

Innlent
Fréttamynd

Hvalreki fyrir Hauka

Haukar hafa heldur betur fengið liðsstyrk fyrir átökin sem framundan eru í Olís-deild karla í handbolta. Andri Már Rúnarsson er genginn í Hafnarfjarðarliðsins frá Stuttgart en samningi hans við þýska félagið var rift.

Handbolti
Fréttamynd

ÍR-ingar safna liði fyrir Olís-deildina

Nýliðar ÍR hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. ÍR-ingar hafa samið við Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV og hinn unga Róbert Snær Örvarsson frá Haukum.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var mjög slæmur tími“

Aron Rafn Eðvarðsson, einn besti handboltamarkvörður landsins um langt árabil, fékk bolta í höfuðið í byrjun mars og hefur síðan þá lítið getað æft handbolta eða stundað vinnu. Fyrstu vikurnar eftir höggið voru sérstaklega slæmar.

Handbolti
Fréttamynd

Botnliðin þrjú töpuðu öll í Lengjudeild kvenna

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem botnliðin þrjú, Haukar, Fjölnir og Augnablik, töpuðu öll. Haukar máttu þola 0-2 tap gegn Víking, Fjölnir steinlá á heimavelli gegn Fylki, 1-4, og Augnablik tapaði 0-3 gegn Grindavík.

Fótbolti
Fréttamynd

„Efast um að þeir nái í tvö lið á æfingum“

Haukar hafa misst töluvert úr sínum leikmannahópi fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla, aðallega vegna meiðsla. Sérfræðingar hlaðvarpsins Handkastsins veltu upp stöðu liðsins og þá hvort Rúnar Sigtryggsson, nýr þjálfari liðsins, geti hresst upp á andrúmsloftið í félaginu.

Handbolti
Fréttamynd

Ragnheiður heim í Hauka

Handknattleikskonan Ragnheiður Sveinsdóttir hefur samið við Hauka á nýjan leik eftir tveggja og hálfs árs dvöl hjá Val á Hlíðarenda. Hún varð bikarmeistari með Val á síðustu leiktíð en hefur nú ákveðið að snúa á heimaslóðir. 

Handbolti
Fréttamynd

Haukar missa tromp af hendi

Sara Odden, markahæsti leikmaður handknattleiksliðs Hauka í vetur, yfirgefur Hafnarfjarðarfélagið í sumar en hún hefur samið við þýskt félag.

Handbolti
Fréttamynd

Daniel Mortensen semur við Hauka

Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili.

Körfubolti