KA

Fréttamynd

Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani

Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu

„Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan

Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag

„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

KA/Þór áfram í Evrópubikarkeppninni

Íslandsmeistarar KA/Þór og Kósovómeistarar KHF Istogu áttust við í annað sinn á tveim dögum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag. KA/Þór vann fyrri leikinn með fjórum mörkum, og eftir þriggja marka sigur í dag, 37-34, er liðið komið áfram.

Handbolti