Besta deild karla

Fréttamynd

Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni

Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað

Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég vil helst spila 11 á móti 11“

„Þetta var alvöru leikur og alvöru spenna. Ég er gríðarlega ánægður með strákana,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan sigur á Stjörnunni á Akureyri í dag. Lokastaða 2-1. 

Sport
Fréttamynd

Klara biður aga­nefnd KSÍ að skoða af­skipti Arnars

Klara Bjart­marz, fram­­kvæmda­­stjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úr­­­skurðar­­nefnd sam­bandsins að hún taki til skoðunar af­­skipti Arnars Gunn­laugs­­sonar, þjálfara Víkings Reykja­víkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég er búinn að vinna þetta allt“

Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Daníel Laxdal: Það tók bara smá tíma að koma á „Jöllaball“

„Mjög sáttur með sigurinn í kvöld“, sagði 500 leikja maðurinn Daníel Laxdal við Stöð 2 Sport eftir sigur Stjörnumanna gegn KR. Leikurinn var í 20. umferð Bestu deildar karla og skipti gríðarlega miklu máli í baráttunni um fjórða sætið. Daníel steig ekki feilspor í varnarlínunni hjá heimamönnum og stýrði liðinu til sigurs.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég skora alltaf á Hlíðarenda“

Logi Tómasson skoraði eitt marka Víkings þegar liðið bar sigurorð af Val í toppslag Bestu deildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Logi er mögulega að spila sinn síðasta leik fyrir Víking í bili en hann er á leið til Strömsgodset í Noregi. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Það var allt betra í seinni hálfleik“

HK og FH gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. HK komst yfir á 87. mínútu en gestirnir jöfnuðu þremur mínútum síðar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var því afar svekktur að hafa ekki fengið þrjú stig.

Sport