Lengjudeild karla

Fréttamynd

Elfar Árni heim í Völsung

Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Völsungs eftir langa dvöl hjá KA. Völsungur vann sér sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grind­víkingar þétta raðirnar

Grindvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir komandi átök í Lengjudeild karla næsta sumar en í gær tilkynnti liðið að Arnór Gauti Úlfarsson væri genginn til liðs við Grindavík.

Fótbolti
Fréttamynd

Her­mann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“

Her­mann Hreiðars­son, nýráðinn þjálfari karla­liðs HK í fót­bolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í upp­byggingu og fram­förum. Hann fær það verk­efni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Her­mann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Árni tekur við Fylki af Rúnari

Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er bara besta móment lífs míns“

Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég bara há­grét í leiks­lok“

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Her­mann hættur með ÍBV

ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Einar snýr aftur til Katar

Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn með leikheimild í Katar og mun spila þar að nýju eftir að hafa síðast verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við Mosfellingar erum öðru­vísi, við erum sér­stakir“

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“

Eyja­menn eru með ör­lögin í sínum höndum fyrir loka­um­ferð Lengju­deildar karla í fót­bolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykja­vík gull­tryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tíma­bili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næst­efstu deild. Her­mann Hreiðars­son, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í al­vöru leik gegn hættu­legu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll

Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil.

Íslenski boltinn